Embla tók myndir fyrir mig meðan verið var að dæma því ég er ritari í því.
Stigun kom vel út en þó ekki eins vel og í fyrra enda erfitt að toppa það ár en ég var svo sem ekki að búast við miklu því við erum búnað vera einstaklega óheppin þetta árið
það vantaði hjá okkur 14 lömb frá því að við slepptum á fjall sem ýmist skiluðu sér ekki og sum vissum við að hefðu drepist og svo var keyrt á eitt síðan misstum við líka
ær það voru 3 sem drápust á sauðburði og tvær í sumar og eina vantar með lömbum en ég veit ekki hvar hún ætti að geta verið því hún hefur alltaf verið í Fögruhlíð og okkar svæði
og við erum búnað smala það allt og enga kind að sjá eftir. Það þurfa svo fleiri ær að kveðja hjá okkur og mikið til ungar kindur sem hafa fengið júgurbólgu í sumar en þá er gott
að eiga góðar gimbrar til að fylla upp skarðið og setja á.
Við áttum 129 lömb alls og við stiguðum 117 lömb svo það voru 12 sem voru ekki stiguð og var það vegna þess að þau uppfylltu ekki kröfur eða voru of létt fjórlembingar og graslömb og þess háttar.
51 hrútur var dæmdur
5 með 88,5 stig
1 með 88 stig
3 með 87,5 stig
8 með 87 stig
4 með 86,5 stig
2 með 86 stig
1 með 85,5 stig
4 með 85 stig
8 með 84,5 stig
6 með 84 stig
3 með 83,5 stig
4 með 83 stig
1 með 82,5 stig
2 með 82 stig
meðaltal af stigum alls er 85,4 stig
Lærastig
1 með 19,5
4 með 19
12 með 18,5
14 með 18
17 með 17,5
3 með 17
Meðaltal af læra stigum var 18
Meðaltal malir 8,9
Meðaltal ómfitu 2,8
Meðaltal lögun 4,3
Meðalþyngd 51,8
Gimbra stigun þær voru 66 stigaðar.
Stig alls var hæðst 46,0
Meðaltal fitu var 2,8
Meðaltal þyngd 44,0 kg
Lögun
8 með 5
29 með 4,5
23 með 4
6 með 3,5
Meðaltal af lögun var 4,3
Ómvöðvi
45 af 66 gimbrum var með 30 og yfir
2 með 39
1 með 37
2 með 36
5 með 35
2 með 34
11 með 33
8 með 32
11 með 31
1 með 30
8 með 29
5 með 28
7 með 27
1 með 26
1 með 25
1 með 24
Þessar neðstu voru móðurlaus graslömb og svo ARR lömb þau voru með slakara bak.
Meðaltal ómvöðvar var 31,2
Frampartur
3 með 9,5
20 með 9
27 með 8,5
15 með 8
1 með 7,5 graslamb
Meðaltal 8,6
Læri
1 með 19,5
2 með 19
9 með 18,5
16 með 18
19 með 17,5
15 með 17
2 með 16,5 graslamb plús kind sem var með júgubólgu.
2 með 16 graslömb
Meðaltal af lærum var 17,6.
 |
Við vorum mjög montin með þennan lambhrút undan Stein sæðingarstöðvarhrút og hann er með ARR og gulan fána
Hann stigaðist mjög vel með 32 ómv 2,5 ómf 4,5 lag 8 haus 9 H+h 8,5 Br+útl 9 Bak 9,5 malir 19,5 læri alls 88,5 stig og að sjálfsögðu verður hann settur á.
 |
Hér er svo búið að velja þrjá ásettningshrúta og Bárður tekur einn af þeim en þeir eru
undan Laxa sæðingarstöðvarhrút og Jór sæðingarstöðvarhrút og Bjarka sæðingarstöðvarhrút og eru undan Bjarka og Jór með R 171 og gulan fána og svo undan Laxa er með H154 og N 138
Svo þetta verða spennandi hrútar til að nota í haust. Undan Bjarka og Jór eru 87 stig og undan Laxa er 88,5 stig.
 |
Þessi er undan Anga sæðingarstöðvarhrút og Mónu Lísu kind frá mér og mig langaði að setja hann á og Emil fannst hann ekki uppfylla kröfur en ég var svo heppin
að Bárður kom með snilldar lausn að við ættum hann saman og þá gætum við sett hann á og við gerðum það svo hann verður hjá Bárði sem sameign okkar.
Hann stigaðist 59 kg 31 ómv 2,8 ómf 4 lag 8 8,5 8,5 8,5 9 17,5 8 8 8 alls 84 stig. Ég er nú ekki að setja stigunina fyrir mig því ég veit að þetta verður geggjaður ær faðir og við setjum hann
á til að viðhalda góðri mjólkurlagni sem er bæði hjá kindinni okkar og svo sem hann fær frá Anga sem var svakalega hár í mjólkurlagni og það var verið að hvetja bændur til að nota hann til
þess að fá góðar ær. Svo núna ætlum við að nota hann á góðar gerðar kindur og fá flotta einstaklinga undan honum og svo auðvitað skemmir liturinn ekki fyrir hann er alveg gordjöss.
|
|
 |
Ef þið lásuð bloggið mitt um smölunina þá voru kindur sem við misstum út á Geirakot sem stungu mig af og Danna og Kristinn og Emil reyndu svo að ná þeim en ekkert gekk.
Þetta er hluti af þeim og Siggi sá fékk sér göngutúr og sá þær við Korran og ákvað að reyna við þær og það gekk svona rosalega vel að þær bara fóru beinustu leið hjá honum upp í Tungu og hann
náði þeim einn inn í fjárhús. Þetta eru allt kindur frá Friðgeiri á Knörr og var hann mjög ánægður að heimta þær heim.
|
|
|