Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.09.2024 10:47

Hrútasýning veturgamla 2024

Hrútasýning veturgamla hjá Sauðfjárræktarfélaginu Búa ffór fram núna síðast liðinn þriðjudag í Tungu Fróðarhreppi og það voru 17 hrútar sem kepptu og Torfi og Jónmundur voru dómarar

Við vorum með gúllassúpu og brauð og Þurý bakaði fyrir okkur skúffuköku og ég kom svo líka með litlar pizzur bakaðar í airfryer. Bárður reddaði okkur kaffikönnu frá Fákaseli.

Það var vel mætt um 37 manns í allt. Við hjá Sauðfjárræktarfélaginu Búa þökkum öllum fyrir sem komu og fyrir frábæra samveru  og þökkum þeim sem að því komu að hjálpa okkur þennan dag og

þökkum Sigga kærlega fyrir að leyfa okkur að halda sýninguna í glæsilegu fjárhúsunum hans í Tungu.

 


Hér eru farandsbikararnir sem eru veittir á hverju ári fyrir besta hvíta hyrnda, besta hyrnda mislita og besta kollótta óháð lit.

 

Hér er verið að vigta hrútana.

 


Hér er verið að ómskoða.

 


Bibba var í kát í ritarastarfinu.

 


Selma Pétursdóttir mætti til að hjálpa mér á sýningunni og einnig kom pabbi hennar Pétur með barnabarn sitt Pétur og þeir höfðu mjög gaman af sýningunni.

 


Hér er Gummi Óla Ólafsvík og Jón Bjarni á Bergi.

 


Hér Ólafur Helgi Ólafsvík og Þór Reykfjörð Hellissandi.

 


Elfa Guðbjartsdóttir Hellissandi.

 


Stelpurnar spekja lömbin og liggja með þeim það er svo einstaklega spakt féið okkar.

 


Hér er allt í gangi verið að fylgjast með Torfa ómskoða.

 


Selma svo myndarleg með sætu óléttu kúluna sína og nú fer meðgangan alveg að klárast orðið svo spennandi.

 


Hér er gúllassúpan súpan og ég tók svo karteflurnar með og bætti þeim ofan í þegar ég hitaði hana upp.

 


Hér er verið að skoða kollóttu hrútana þeir voru 6 í heildina og 5 komust í uppröðun.

 


Hér er búið að raða upp hvítu kollóttu hrútunum.

 

KOLLÓTTIR ÚRSLIT

 


Hér Lalli í Gröf ásamt dóttir sinni með bikarinn fyrir besta kollótta hrútinn 2024.

Hrútur nr 403 undan kind númer 21-005  og Glæsir 19-887

 

86 kg 121 fótl 31 ómv 8,5 ómf 4 lag

 

7,5 8,5 9 8 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 85,5 stig.

 

Í öðru sæti var hrútur frá Kverná nr 292 undan 20-047 Kurteis og 19-888 Móri

 

76 kg 121 fótl 31 ómv 5,7 ómf 4 lag

 

8 8,5 9 8 8,5 18 8 8,5 alls 84,5 stig.

 

Í þriðja sæti var var hrútur frá Kverná nr 294 undan 19-027 Stjarna og 19-887 Glæsir

 

76 kg 123 fótl 31 ómv 4,4 ómf 4 lag

 

8 8,5 9 8 9 18 8 8 8,5 alls 85 stig.

 

Í fjórða sæti var hrútur frá okkur Friskó sem er ARR og AHQ undan Gimstein 21-899 og Viana 17-014

 

100 kg 126 fótl 31 ómv 8,2 ómf 4 lag

 

7,5 8,5 8,5 8 9 18 7,5 8 8,5 alls 83,5 stig.

 


Þetta er hann Friskó okkar ef einhverjum vantar veturgamlan hrút með ARR og AHQ sem sagt R171 og H154 sem hann var að skila mjög vel áfram í lömbin sín sérstaklega ARR 171 má endilega hafa samband við okkur og geta fengið hann ef þið viljið koma þessum genum inn í stofninn því við erum búnað fullnota hann og setjum á þennan undan Stein í staðinn. Ekki skemmir fyrir að Friskó gefur bæði tvílit og mórautt því móðir hans er móflekkótt.

 

MISLITIR ÚRSLIT

 

 


Hér er búið að raða upp mislitu hrútunum. Þeir voru bara 3 í heildina.

 


Siggi í Tungu var með besta mislita veturgamla hrútinn Grím sem er undan Glúmur 21-003 og Botníu 19-903

 

97 kg 121 fótl 38 ómv 7,3 ómf 4 lag

 

8 9 9,5 9 9,5 19 8 8 9 alls 89 stig.

 


Grímur er alveg einstaklega fallegur hrútur og með síða og fallega ull.

Í öðru sæti í mislitum var svo Vindur frá okkur sem er undan Mónu Lísu 14-008 og Bylur 22-003

 

95 kg 126 fótl 38 ómv 5,4 ómf 4,5 lag

 

8 9 9,5 9 9 19 7,5 8 9 alls 88 stig

 


Hér er Vindur frá okkur.

 

Í þriðja sæti var hrútur nr 721 frá Ingibjörgu undan Spari Gránu 21-576 og Frama 21-391

 

72 kg 120 fótl 34 ómv 4,5 ómf 4 lag

 

7,5 8,5 8,5 8 8,5 18,5 7,5 8 8,5 alls 83,5 stig.

 


Hér er þessi hrútur frá Bibbu sem var í þriðja sæti í mislitu.

 

HVÍTIR HYRNDIR

 

 

 

Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana . Þeir voru 9 heildina og fóru 5 í uppröðun

 


Jónatan Ragnarsson Hellissandi átti besta veturgamla hyrnda hrútinn 2024

Hann er ættaður frá Álftavatni og var 98 kg 124 fótl 35 ómv 4,8 ómf 4 lag

 

8 9 9 8,5 9,5 19,5 7,5 8 9 alls 88 stig.

 

Í öðru sæti var hrútur frá Lárusi Sverrisson Gröf undan kind nr 17-112 og Dag 20-003.

 

82 kg 122 fótl 38 ómv 5,0 ómf 4,5 lag

 

7,5 9 9 9 9,5 19 8,5 8 9 alls 87,5 stig.

 

Í þriðja sæti var hrútur frá okkur sem heitir Sóli og er undan Perlu 20-016 og Alla 19-885

 

99 kg 123 fótl 40 ómv 7,9 ómf 4 lag

 

8 9 9 9 9 19 7,5 8 9 alls 87,5 stig

 

Í fjórða sæti var hrútur frá Jónatan Ragnarsson Hellissandi nr 88

 

96 kg 124 fótl 37 ómv 5,5 ómf 4 lag

 

8 9 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig,

 

Í fimmta sæti var hrútur frá okkur sem heitir Svali og er undan Kórónu 20-010 og Klaka 22-005

 

94 kg 125 fótl 39 ómv 4 lag

 

8 8,5 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig.

 


Hér er mynd af Svala okkar hann var að gefa okkur mjög falleg lömb.

 

 

Flettingar í dag: 1164
Gestir í dag: 155
Flettingar í gær: 1032
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 1074222
Samtals gestir: 64903
Tölur uppfærðar: 1.10.2024 17:29:25

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar