Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

08.10.2024 13:51

Sláturmat og fleira

Við áttum 129 lömb í heildina í haust og

af þeim voru 43 stykki seld til lífs

og ásettningur er 20 gimbrar og 3 hrútar

Í sláturhús fóru svo 63 lömb .

 

Gerð var 10,29

Þyngd 17,6

Fita 6,1

 

Siggi í Tungu setti 35 lömb í sláturhús 

 

Gerð var 11,85

Þyngd 19,5

Fita 7,2

 


Fórum í göngutúr á sunnudaginn að athuga hvort það sæist nokkuð til Prinsessu sem mig vantar með tveim lömbum en ég hef nú ekki mikla trú á að hún sé lifandi þvi hún hefur alltaf gengið

frekar neðarlega og það hefur ekkert sést til hennar í allt sumar. Við annars fundum tvær hvítar kindur en þær voru greinilega ókunnugar og sennilega úr staðarsveit þvi þær sneru alveg á okkur og 

hlupu á okkur og beint upp á milli okkar og í áttina að Kaldnasa.

 


Freyja og Birta voru svo duglegar að koma með okkur á sunnudagsmorgun að smala.

 


Þetta var afskaplega fallegur morgun og góð hreyfing og útivera í góðum félagskap.

Hér er Kristinn og Siggi að fara yfir í Borgirnar. Við biðum á meðan ég, Freyja og Birta í neðri Urðunum á meðan.

 

Það er svo falleg náttúran þarna upp frá.

 


Það var mjög kalt og eins og sjá má á þessari mynd var vatnið frosið í klettunum.

 


Hér erum við búnað færa okkur sólar megin til að hlýja okkur aðeins og stelpurnar orðnar rjóðar í kinnum enda búnað vera svo

duglegar að labba.

 


Við héldum svo af stað aftur niður eftir að við játuðum okkur sigruð að reyna ekki að fara á eftir þeim því þær vildu sko ekki fara þessa leið niður.

 


Það er búið að vera yndislegt haust veður þessa dagana hér Ronja Rós að njóta útiverunnar.

 


Ronja Rós okkar er búnað læra hjóla án hjálpardekkja og við erum svo stolt af  henni það var fljótt að koma

Emil tók hjálpardekkin af og ýtti henni af stað og sleppti og þá kom það um leið.

Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar