Fimmtudaginn 10 okt fórum við norður á Hvammstanga að sækja heimtöku kjötið okkar og þá var búið að snjóa niður í Mávahlíð og kom svona fyrsti snjórinn sem festist.
|
Við fórum Laxadalsheiðina og það var snjór alla leiðina og hálka að Staðarskála svo fórum við hina leiðina heim sem sagt Holtavörðuheiði það var mun betra engin snjór og hálka.
|
Fengum svo blíðu á föstudeginum og smöluðum heim fyrir hrútasýninguna sem verður á sunnudaginn.
|
Embla fékk fínu kinda peysuna mína lánaða sem ég keypti út í Dublin.
|
Það gekk vel hjá okkur að smala hér eru Erika,Kristinn,Embla og Siggi að reka inn í Tungu.
|
Við flokkuðum svo kindur sem þurfa að fara og hér eru þær og alveg synd hvað það eru margar ungar kindur sem hafa fengið júgurbólgu í vor þegar það var svo mikil rigning og kalt.
Mér finnst þetta alltaf erfiðast þegar maður þær að kveðja þær sérstaklega sem eru sterkir karektar og búnað vera mjög gæfar.
|
Fórum svo á laugardaginn inn fyrir Búlandshöfða til að sækja kindurnar sem ganga þar þær voru komnar langt út fyrir sitt svæði hafa aldrei farið inn fyrir Höfða bæinn svo við
vilum sækja þær og við og Kristinn vorum að hugsa það sama því hann var kominn inn eftir á undan okkur og byrjaður að komast upp fyrir þær og reka þær af stað.
Hér á myndinni var Kristinn búnað elta þær og reka talsvert og er hér að koma sér niður því þær héldu sér svo ofarlega rétt fyrir neðan klettabergið.
Kristinn þurfti svo að drífa sig niður því hann var að fara á kóræfingu og varð orðinn allt of seinn en við héldum áfram og ég fór svo á eftir þeim undir Höfðanum og fór bara hægt og varlega
því það var snjóþekja yfir og gat leynst hálka undir. Það var ótrúleg breyting á veðri frá föstudeginum í algerri blíðu og svo snjó í dag en það var mjög milt og gott veður en mjög kalt.
|
Embla Marína í stíl við snjóinn.
|
Freyja Naómí var alveg að fíla snjóinn og klakann.
|
Ég hélt svo á eftir þeim hér fyrir neðan Búlandshöfðann.
|
Þær héldu áfram í rólegheitum.
|
Hér halda þær áfram og fara rólega því það var búið að snjóa yfir kinda slóðina.
|
Maður var nú frekar kuldalegur svo lentum við í élum í smá tíma.
|
Hér sést smá snjókoman en hún var ansi þétt og stór snjókorn svo þær voru glaðar að komast heim á hús.
|
Þetta gekk mjög vel og við náðum öllum hrútunum sem okkur vantaði og svo í gær í smöluninni kom í ljós að Prinsessa var komin saman við kindurnar svo hún hefur verið einhversstaðar í felum
og hún var með hyrndan hrút og kollótta gimbur sem lítur bara mjög vel út og ég ákvað að taka hana með mér á hrútasýninguna og gefa hana í happdrættið og láta dómarana dæma
hana fyrir mig. Ég gef svo aðra líka sem er mjög falleg með 34 ómv og 18 í læri.
|
Ronja Rós yngsta okkar var svo glöð með snjóinn að hún fékk systur sínar til að hjálpa sér að búa til fjölskylduna úr snjókörlum.
Hér eru Ronja Rós og Freyja Naómí með alla snjókarlana.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|