Hér má sjá glæsilega farandsskjöldinn ásamt verðlauna plöttum fyrir bestu mislitu,hyrndu og kollótta hrúta.
Lífland styrkti okkur um verðlaun og gaf sauðfjárfötur mjög rausnarlegt af þeim.
Búvís styrkti verðlaun og Sigga og Brynjar Bjarnarhöfn gáfu peysur,húfur og derhúfur í verðlaun mjög glæsileg.
Nesbrauð styrkti sýninguna bæði með veitingum og gjafabréfum mjög rausnarlegt hjá þeim.
Skipavík Stykkishómi styrkti með verðlaunum frá þeim mjög flott hjá þeim.
Jóhannes Eyberg Hraunhálsi sá um að búa til pappírana til að skrá hrútana og svo hannaði hann og gaf verðlaunaskjölin mjög flott hjá honum.
Ég gaf svo viskustykki og pottaleppa með kindum sem ég verslaði í Dublin.
Lára Björg Björgvinsdóttir gaf líka verðlaun sem var bætt við með öðrum verðlaunum.
|
Sigvaldi Jónsson og Árni Brynjar Bragason voru dómarar á sýningunni.
Þeir voru kátir að skoða alla þessa flottu hrúta og áttu mikla vinnu fyrir höndum að meta á milli þeirra.
|
Lárus Birgisson og Jón Viðar mættu á sýninguna mjög mikil heiður að fá þá.
|
Hér eru 5 efstu í uppröðun í mislitu.
Mislitu voru alls 14 hrútar í keppninni.
|
|
|
Hér er Jökull Gíslason Álftavatni með besta mislita hrútinn 2024
lamb nr 128 og er undan Boga 21-909
57 kg 109 fótl 37 ómv 3,9 ómf 5,0 lag
8 9,5 9 9,5 9 19 8 8 9 alls 89 stig.
|
Hér eru svo vinningshafar í mislitum hrútum.
1 sætil Jökull Gíslason Álftavatni
2.sæti Guðbjartur Gunnarsson Hjarðarfelli
3.sæti Herdís Leifsdóttir( ég ) Mávahlíð
2.sæti Hjarðarfell lamb nr 166 undan Steinn 23-926
63 kg 109 fótl 30 ómv 4,2 ómf 4,5 lag
8 9 9,5 8,5 9 9 18 8,5 8 8,5 alls 87 stig.
3.sæti Mávahlíð lamb nr 325 undan Steinn 23-926
54 kg 111 fótl 32 ómv 2,5 ómf 4,5 lag
8 9 8,5 9 9,5 19,5 8 8 9 alls 88,5 stig.
|
Hér er Jóhannes Eyberg Hraunhálsi með besta ARR hrúturinn 2024
Hann er undan Stuðull og er nr 101
60 kg 112 fótl 33 ómv 4,5 lag
8 9 9,5 9 9 19 8 8 9 alls 88,5 stig.
|
Hér eru vinningshafar í ARR hrútunum.
ARR voru alls 11 sem kepptu.
1 sæti Eyberg og Lauga Hraunhálsi
2 sæti Eyberg og Lauga Hraunhálsi
3 sæti Brynjar Hildibrandsson Bjarnarhöfn
2.sæti Hraunháls lamb nr 131 undan Moli 23-919
56 kg 109 fótl 31 ómv 4,3 ómf 5,0 lag
8 9 9,5 9 9 18 8 8 8 alls 86,5 stig.
3.sæti Bjarnarhöfn lamb nr 51 undan Moli 23-919
40 kg 111 fótl 31 ómv 4,8 ómf 4,0 lag
8 9 9 8,5 9,5 18,5 8,5 8 8,5 alls 87,5 stig.
|
Hér er besti kollótti hrúturinn 2024 og það er sami hrútur og vann ARR flokkinn og er frá Laugu og Eyberg Hraunhálsi.
Það má með sanni segja að þau eru sigurvegarar sýningarinnar en það er sama stigun á þessum hrút og ég gaf hér upp ofar í greininni.
Lamb nr 101 undan Stuðull. Þau eiga svo fyrsta og annað sæti hér í kollóttu og hrúturinn sem er í þriðja sæti er líka undan hrút frá þeim
sem heitir Breiðflói. Stuðull er heima hrútur hjá þeim sem ARR og er undan Gimsteinn.
Kollóttu hrútarnir voru alls 20.
|
Hér eru vinningshafar í kollóttu 2024
1. sæti Hraunháls
2.sæti Hraunháls
3. sæti Þórarinn Sighvatsson Skjöldur
2.sæti Hraunháls lamb nr 145 undan Selflói
49 kg 109 fótl 34 ómv 4,6 ómf 4,5 lag
8 9 9,5 9 9 19 8,5 8 8,5 alls 88,5 stig
3.sæti Skjöldur lamb nr 46 undan Breiðflói
47 kg 105 fótl 36 ómv 4,3 ómf 4,5 lag
8 9,5 9,5 9,5 9,5 19 læri 8,5 8 8 alls 89,5 stig.
|
Hér er Þröstur Aðalbjarnarson Stakkhamri með besta hyrnda hrútinn 2024
Hann er undan hrút sem heitir Bessi frá þeim heimahrútur.
59 kg 113 fótl 40 ómv 4,1 ómf 5,0 lag
8 9,5 9,5 10 9,5 19 8 8 9,5 alls 91 stig.
|
Vinningshafar í hyrndu hrútunum 2024.
Hvítu hyrndu hrútarnir voru 20 í heildina.
1.sæti Þröstur Aðalbjarnarson Stakkhamri
2.sæti Jökull Gíslason Álftavatni
3.sæti Arnar Darri Fossi
2.sæti Álftavatn lamb nr 29 undan Sævari 21-897
51 kg 107 fótl 38 ómv 3,8 ómf 5,0 lag
8 9 9 9,5 9,5 18,5 8 8 9 alls 88,5 stig
3.sæti Foss lamb nr 96 undan Sími
56 kg 108 fótl 36 ómv 4,4 ómf 4,5 lag
8 9,5 9,5 9,5 9,5 19,5 7,5 8 8,5 alls 89.5 stig.
|
Hér er svo Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi með farandsskjöldinn glæsilega í annað árið í röð fyrir besta lambhrútinn á Snæfellsnesi 2024.
Þau eru svo vel að þessu komin og alveg stórglæsilegur hrútur hjá þeim og þvílík ræktun hjá þeim svo flott.
Ég óska þeim svo innilega til hamingju með glæsilegu ræktunina og verðlauna hrútana þeirra sem þau áttu í mörgum flokkum.
Hér koma svo smá svip myndir af sýningunni.
|
Hér er verið að skoða mislitu hrútana.
|
Hér eru fallegir mórar á sýningunni.
|
Hér eru dómararnir að spá og speklura.
|
Arnar Darri og Pétur Steinar voru kátir.
|
Selma Pétursdóttir vinkona mín kom og strákarnir hennar.
|
Hér er verið að skoða hvítu kollóttu hrútana.
|
Hér eru hvítu hyrndu hrútarnir.
|
Harpa og Guðbjartur Hjarðarfelli og Kristinn Bæjarstóri Snæfellsbæjar og fjáreigandi hann kom með hrútinn sinn undan Bjarka sæðingarstöðvarhrút
sem verður settur á hjá okkur og hann er með gulan fána og ARR grænan fána.
|
Hér er verið að halda í hvítu hrútana sem við komum með.
Pétur Steinar ,Freyja Naómí og Emil Freyr halda í þá.
|
Hér er ein yfirlits mynd af hvítu hyrndu hrútunum.
|
Stelpurnar voru búnað spekja alla hrútana okkar og lágu hjá þeim í dekri.
Birta vinkona Freyju minnar svo Embla mín og Freyja og svo Erika vinkona Emblu.
Við setjum þennan móflekkótta á hann er undan Anga sæðingarstöðvarhrút og er sameign mín og Bárðar .
|
Þetta er Steinríkur sem er Stein sonurinn okkar sem lenti í þriðja sæti í mislitu og hann er líka með ARR.
|
Kári lukkulegur með vinnings gimbur í happdrættinu.
Það var svo dregið í happdrættinu þá fimm heppnu sem myndu fá gimbur og það var fengið krakkana á sýningunni til að draga
og afhenda Eiríki Helgasyni miðann og hann las upp nafn vinningshafa og sagði frá hverri gimbur fyrir sig og afhendi þær.
Þetta skapar alltaf mikla gleði og stemmingu og ávinningur af miða sölunni fer svo upp í kostnað sýningarinnar.
1 gimbur fór á Dúnk til Kára
1 gimbur fór á Helgafell
1 gimbur fór á Skjöldur
2 fóru svo á Álftavatn
Það voru svo allir glaðir og lukkulegir með vinningana sína.
|
Hér eru stelpurnar kátar með húfur frá Búvís sem Sigga og Brynjar Bjarnarhöfn gáfu þeim.
|
Eiríkur Helgason var kynnir á sýningunni og sá um að stjórna sýningunni og gimbra happdrættinu.
Hér er hann að kalla upp þá sem unnu happdrættismiðana.
|
Ég fékk svo þessa fallegu gimbur í skipti fyrir hrút sem Bárður fær hjá mér
hún er óstiguð hann var að heimta hana seint en hún lofar góðu er með flott læri og vel gerð að sjá og mjög töff á litinn
svo ég hlakka til að fá hana til mín þegar ég fer að hýsa lömbin en það verður örugglega um næstu helgi.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|