Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.10.2024 08:52

Gimbrar og lambhrútar tekin inn og fleira

Föstudaginn 18 okt fórum við að smala lömbunum inn og tókum þau á hús ásamt Lóu sem er kind sem er frekar horuð að sjá svo við vildum taka hana inn með lömbunum.

 


Hér er ég komin upp í hlíð og Freyja er fyrir neðan mig og ég fór að sækja hana Evrest sem Ronja dóttir mín á og hún

er kind með réttu nafni því hún er alltaf efst upp í klettum og meira segja fékk hún gimbrina hennar í ásettning því hún náðist ekki heim fyrir slátrun og 

var búnað stökkva út úr girðingunni og við tókum það sem einhvað hugboð að eiga hana og hún er undan Glitni sæðingarstöðvarhrút og er einstaklega falleg á litinn.

 


Stelpurnar duglegar að smala það var mjög andkalt en hressandi hreyfing og útivera.

 


Hér eru Embla,Emil,Freyja og Erika að reka.

 


Hér eru þrjár fallegar ásettningsgimbrar hjá okkur sú gráa er undan Úlla 22-914

Svarthosótta er undan Tjaldur 23-933 og sú arnhöfðótta er undan Vindur 23-004 .

 


Fallegur ásettningshrútur sem hefur fengið nafnið Álfur og er undan Bjarka frá Hafrafellstungu sæðingarstöðvarhrút og hann er með R171.

 


Þessi er undan Stein sæðingarstöðvarhrút og er með R171. 

Hann átti að heita Steinríkur en svo sáum við að það er hrútur á sæðingarstöðinni sem heitir Steinríkur svo Emblu dóttir minni langar að hann heiti Fagri Blakkur.

Það reyndar passar mjög vel við hann því hann er mjög fallegur og vel svartur.

 


Við keyptum þennan af Eyberg og Laugu Hraunhálsi og hann hefur fengið nafnið Tarzan.

Móðir hans er móbíldótt og hann er með R171.

 

Ég á svo eftir að setja inn myndir af gimbrunum og hrútunum sem verða í ásettningi á næstunni.

 


Fórum til Reykjavíkur á sunnudaginn og fórum að heimsækja elsku litla frænda hann Marra Má sem er sonur Magga bróðirs og Rut og hann er svo dásamlegur og er að stækka svo

hratt er farinn að snúa sér á magann á fullu og er alveg fullur af orku og á erfitt með að vera kyrr alveg eins og pabbi sinn en bræðir alla með fegurð sinni og farin að hjala og brosa 

svo mikið vildi að ég væri nær þeim svo ég gæti dekrað við hann alla daga eða þau nær okkur en við erum dugleg að fara í heimsókn til þeirra þegar við förum til Rvk.

Hér er Ronja Rós að leika við hann svo gaman.

 

 

Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188505
Samtals gestir: 69640
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar