Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.10.2024 09:28

Smalað fyrir Friðgeir á Knörr

Ég fór með Sigga í gær 23 okt að smala. Siggi vissi af lambhrút sem hann hafði séð saman við féið hjá okkur og ég keyrði hann upp í Fögruhlíð og hann náði að reka hann saman við kindurnar okkar og þær voru mjög þægar og fóru allar beint niður í fjárhús og þá kom í ljós að þessi lambhrútur var frá Friðgeiri.

Veðrið var búið að vera milt en það var að þyngjast yfir og mikil þokubakki af rigningu lá í loftinu og yfir fjöllunum svo við fórum í smá kaffi og biðum eftir hvort það myndi ekki stytta upp.

Það stytti svo upp og við fórum rúnt upp á Fróðarheiði og ég skyldi bilinn minn þar eftir hjá Valavatni og við löbbuðum niður í Seljadal og það gerði úrhellisrigningu og það var líka hvasst á milli og 

við þurftum að labba talsvert niður áður en við sáum kindur og þegar við sáum til þeirra voru þær leiðinlega staðsettar hinum megin við gil sem var ofan í gljúfri með stórum foss.

Siggi fór yfir gilið og kom svo ofan á þær og ég beið og fylgdist með á meðan og þegar hann kom ofan á þær byrjuðu þær að skipta sér sumar hlupu niður og ein stóð kyrr neðst og hann þurfti að

stugga við henni og á meðan hann var í því tóku hinar upp á því að fara á bak við hann og fikra sig upp aftur og þegar hann sá það þurfti hann að fara upp aftur og náði að fara á eftir þeim 

en það var talsvert labb og lengra hinum megin og ég tók svo þrjú lömb sem höfðu farið yfir gilið og til mín. Þetta er mjög falleg náttúra þarna og fallegir fossar og ég er klárlega til í að fara þarna

aftur og skoða í fallegu veðri en ekki í ausandi rigningu eins og við lentum í. Þetta gekk svo allt saman vel og við náðum 14 stykkjum niður að aðhaldinu hans Kristins sem hann er með niður við Fróðaá

og þar kom Kristinn og tók á móti okkur og ég þurfti að drífa mig að ná í bílinn og fara sækja krakkana í skólann en Kristinn og Siggi biðu og pössuðu kindurnar þangað til Friðgeir kæmi að sækja þær.

 


Hér erum við að labba niður.

 


Hér erum við nálgast að sjá niður gilið.

 


Hér er fjallið við gilið mjög fallegt kindurnar voru sem sagt þeim megin og neðar svo Siggi þurfti að fara aftur til baka og yfir gilið til að koma ofan á þær.

 


Ég náði ekki nógu mörgum myndum því ég var svo svakalega blaut en hér sést fossinn sem var svakalega fallegur og miklu stærri en hann sýnist á myndinni.

 


Við þurftum að fara með þau svo yfir langa mýri sem var erfitt að labba og þau fóru hægt yfir en voru mjög þægar við okkur og svo slógust stórir hrútar í hópinn með sem eru hrútar sem Friðgeir fékk hjá okkur Tígull og Ás sem eru kollóttir og það var gaman að sjá þá og taka mynd af þeim fyrir stelpurnar.

 


Hér erum við svo komin langleiðina niður og veðrið farið að stytta upp aftur.

 


Hér eru þær komnar í aðhaldið.

 


Hér er svo falleg gimbur móflekkótt og stór og væn að sjá eins gott að ég var farin áður en Friðgeir kom ég hefði verið víst til þess að

spurja hvort hún væri til sölu.

 


Talandi um sölu þá keypti Siggi þennan hrút af Hoftúnum um daginn.

Hann er mjög fallega mórauður á litinn og hann er ekki stigaður en alltaf gaman að fá nýja liti.

Hann er með ættir í sæðingarstöðvahrúta eins og Kurdó og Blakk.

 


Hann keypti líka þennan hvíta af þeim og hann er talsvert stærri og þykkari að taka á honum og þar er Siggi kominn með hrút sem er alveg óskyldur öllu hjá okkur.

Þessi hrútur á ættir að rekja til hrúts frá Lalla á Hellissandi.

Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar