Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

02.11.2024 18:22

Smalað Móru hennar Bibbu


Það var afskaplega fallegt veður í dag til að smala. Siggi og Kiddi voru að skanna svæðið eftir kindum og ætluðu að fá sér 

göngutúr upp í fjall en sáu þá Móru hennar Bibbu vera komna niður í hlíð saman við kindurnar okkar og þeir höfðu samband

við mig að koma og fylgjast með og aðstoða ef þess þyrfti og ég þurfti að aðstoða þá með að fara fyrir þær fyrir ofan Tröð svo

þær færu ekki inneftir.

 


Hér erum við búnað komast fyrir þær og þær renna bara niður í Fögruhlíð.

 


Hér eru Kiddi og Siggi að koma niður.

 


Hér eru þær komnar niður og halda áfram eftir veginum inn í Tungu.

 


Það var alveg yndislegt að fá sér göngutúr í dag það var svo yndislegt og fallegt veður.

 


Hér renna þær svo ljúfar og þægar beint inn í fjárhús.

 


Hér er svo Móra með lömbin sín og þau eru svo falleg að við alveg dáðumst af þeim þegar við vorum að 

reka þau bæði væn og liturinn alveg glæsilegur það kom svo í ljós að þau eru undan Ljúf sem við áttum og Bibba fékk hjá okkur

hann er að gefa henni svo fallega liti en þessi Móra er mjög góð mjólkurær sögðu Bibba og Valli hún kemur alltaf með mjög væn lömb.

Siggi var búnað sjá Móru í fyrstu leit hjá okkur og vissi að hún ætti að vera einhversstaðar enn þá uppi fyrst Bibba var ekki búnað

heimta hana heim svo það var alveg glæsilegt að hún skyldi vera komin svona neðarlega og ná henni með okkar fé niður.

Við sáum svo meira ókunnugt upp í Mávahlíð sem er komið niður saman við okkar fé og ég náði að taka mynd af þeim og súma með myndavélinni

og sá að það eru tvær gimbrar í þessu ein svarthöttótt flekkótt og önnur mórauð með móbotnóttri kind og við ætlum að reyna ná þeim á morgun

ef veður leyfir.

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 941
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1180360
Samtals gestir: 69229
Tölur uppfærðar: 15.11.2024 00:14:12

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar