Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

09.12.2024 09:07

Sæðingar og ríkisfé heimt af fjalli


Siggi fann þessar kindur hjá Rjómafossi eftir að hann tók rúnt og kikti yfir hvort einhvað væri að sjá og hann

fór svo á laugardaginn og gáði hvort hann myndi ná þeim og það gekk bara mjög vel hann er alveg einstaklega fær í að 

sækja ókunnugar og villtar kindur og koma þeim heim því það krefst ákveðnar tækni og þolinmæði að gera það.

 


Ég og stelpurnar hjálpuðum til að standa fyrir og koma þeim inn en það þurfti aðeins að 

tjónka við þær og ná að reka þær inn í girðingu fyrst því þær voru ekki á því að fara inn í hús.

 


Það var tekið til þess ráðs að taka einn hrút inn í girðingu og hafa hann í bandi til að lokka þær inn og 

Gráni stóð sig vel hann kumraði til þeirra og svo fór Siggi og stelpurnar og náðu í þær og ráku þær í áttina til 

mín og Grána.

 


Hér er Siggi búnað reka þær að Grána sem ég sleppti til þeirra en hann náði að 

festa sig næstum í snjóskaflinum þarna he he.

Þetta gekk svo allt saman vel og Gráni leiddi þær inn í fjárhús.

Það kom svo í ljós að þetta var ríkisfé frá Kvíabryggju og þeir voru mjög ánægðir að heimta þær

því þeir voru búnað telja þær af og héldu að þær hafi drepist.

 


Ég fór suður á föstudaginn og Siggi leitaði í kindunum fystu leit fyrir sæðingar og ég ætlaði að byrja

að sæða á laugardaginn. Það kom svo í ljós að það voru 30 að ganga hjá mér og 5 hjá honum samtals

35 kindur í húsunum þennan morguninn svo við urðum að gera eitthvað í þessu svo ég sendi á 

Torfa hvort það væri of seint að panta og hvort það yrði einhvað afgangssæði eftir daginn og til allra

lukku var það hægt svo þegar ég var búin í Rvk kom ég við í Borgarnesi hjá Torfa og fékk fullt af sæði.

 

Það var svo farið inn í fjárhús og ég tók stelpurnar með mér og við hjálpuðum Sigga að stía kindurnar af sem voru að ganga

og sumar voru hættar og við slepptum þeim. 

Þetta var mikil hausverkur og vinna að raða niður í þær og finna stráin og skipuleggja hvað átti að fara í hverja kind en þetta

var ótrúlega gaman og smá stress því ég var ekki alveg undirbúin fyrir að sæða svona margar og við vorum komin heim hálf 1 um nóttina.

 

6 desember voru sæddar 27 hjá mér og 3 hjá Sigga samtals 30 kindur í húsunum.

við höfum aldrei lent í svona stórum degi en ég veit að einhverjar eru komnar of langt eða of snemma en við urðum að taka sénsinn og reyna

í versta falli halda þær ekki en ef einhvað af þeim heldur er það bara magnað að hafa náð þeim í staðinn fyrir að missa af þeim öllum.

Notaði Steinda, Ósmann, Eilíf, Bögul, Bruna, Frosta, Pistil, Garp, Brimil.

 

7 desember sæddi ég 3 hjá mér og  7 hjá Sigga . Notuðum Karra, Eilíf og Hólmstein.

 

8 desember sæddi ég 4 hjá mér og 1 hjá Sigga. Notuðum Kát, Sand og Elliða.

 

 


Við stelpurnar fórum svo í leiðangur á laugardaginn. Siggi var að smala kindunum og Emil út á sjó og Kiddi í Rvk

Svo við urðum að redda okkur sjálfar og vorum bara nokkuð stoltar af okkur við náum að setja sjálfar upp á kerru 

Prímus og tvær kindur sem við ætlum að fara með inn í Hraunháls til Laugu og Eybergs. Svo keyrðum við af stað

og það var frekar mikill snjór á leiðinni og mest þó á afleggjaranum frá þjóðveginum niður að Hraunhálsi en við 

náðum alveg að komast niðureftir þrátt fyrir mikinn snjó á veginum.

Hér má sjá á myndinni afskaplega fallega og vöðvamikla hrúta hjá þeim og við erum svo lánsöm að fá að fá einn hrút lánaðan hjá þeim

og þau fá Prímus í staðinn mjög gaman að skiptast svona á upp á að passa upp á skyldleikaræktunina.

 


Við Eyberg skelltum honum Breiðflóa í flíspeysu sem ég kom með því hann er

alrúinn og ég hafði áhyggjur af að honum yrði kalt í kerrunni á leiðinni.

 


Hér er hann kominn í peysuna og skilur ekkert í þessu hvað við vorum að gera við hann he he.

 


Hér erum við búnað teyma hann inn í fjárhús hjá okkur og taka hann úr peysunni og ferðin hjá okkur

gekk mjög vel og nú er bara fara kynna hann fyrir skvísunum. Ég hlakka mikið til að fá lömb undan honum hann er svo 

svakalega fallegur og þvílikt vöðvafjall.

 


Hér er svo mynd af Móra sem Eyberg og Lauga eiga og ég fékk að koma með tvær kindur í hann.

Ég er líka ótrúlega spennt yfir honum mér finnst hann svo svakalega fallegur.

 


Siggi fór að smala um daginn og heimti þessar mæðgur sem voru frá Lýsudal og það kom í ljós

að þau eru að hætta með kindur svo hann fékk að eiga þær.

Þetta eru mjög fallegar mæðgur og gimbrin er alveg svakalega væn.

 


Hún er svo stór að hún er næstum jafn stór og sumar kindurnar og bara mjög falleg.

Jæja ég á svo pantað sæði í dag úr Kát og Pistil og Topp og það eru þrjár að ganga hjá mér

tvö lömb og ein kind og ein kollótt og tvær hjá Sigga eitt lamb og ein kind.

 

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 296
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1253200
Samtals gestir: 72337
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 00:19:13

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar