Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.03.2025 21:22

25 febrúar tekið af snoðið

25 febrúar kom Jökull Gíslason og klippti af snoðið fyrir okkur ásamt kærustunni sinni og það gekk svakalega vel og hann var mjög snöggur og gerði þetta einstaklega vel.

Kindurnar voru í þrjóskara lagi við okkur hin að láta reka sig í áttina að rúninginum en þær hafa eitthvað verið að bíta þetta í sig núna í ár að vera alveg hræðilega 

þrjóskar og voru það líka þegar það var verið að fósturtelja en þetta gekk samt allt saman mjög vel og við erum afar þakklát að hafa fengið Jökul í þetta verkefni

með stuttum fyrirvara .

 


Hér eru þau af störfum Kiddi á hliðinu og Siggi að draga og Jökull að klippa og 

Leonie Sophie að taka ullina fyrir okkur. Ég mætti aðeins seinna því ég átti

tíma með Myrru kisuna okkar til dýralæknis hún er búnað vera eitthvað skrýtin

hölt á öðrum fæti og búnað vera mikið pissa inni í rúmin hjá okkur og sófann svo

nú er hún komin á lyf og fékk sprautu svo vonandi lagast hún.

 


Hér er Jökull og þær voru alveg rólegar þegar þær voru komnar í fangið á honum enda hann líka

svo rólegur og fór svo vel að þeim að þetta skot gekk hjá okkur.

 


Það var svo líka tekið af hrútunum og það er alltaf spennandi að sjá hvernig þeir koma undan ullinni.

 


Hér eru lambhrútarnir sá mórauði var slakastur en það var alveg vitað hann var bara keyptur fyrir litinn

Siggi á hann og keypti hann og einn af þessum hvítu í haust.

Hinir eru bara mjög fínir og má segja að þessi hviti femsti sem heitir Álfur og er undan Bjarka sæðishrút hafi komið

mest á óvart því hann virkaði ekkert svo læramikill í ullinni en þegar hún var farinn leit hann best út svo var það hinn

hvíti hann Koggi sem er undan Laxa og virkaði bestur var aðeins slakari en við héldum. Tarsan frá Hraunhálsi hefur bætt sig

líka og leit vel út það er þessi kollótti. Siggi á hinn hvita upp við vegginn og hann er frekar grófur á herðar.

 


Ronja sést hér í bátnum með pabba sínum en Emil er skipstjóri á þessum bát sem heitir Lilja SH.

 


Hér er hún kát með pabba sínum í skipstjóra sætinu að skoða bátinn.

 

Flettingar í dag: 855
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4577
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1554905
Samtals gestir: 77921
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:34:37

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar