Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.03.2025 18:54

Febrúar vetrafrí í Húsafelli

Jæja ég er ekki alveg búnað vera standa mig í að vera blogga það hefur einfaldlega bara verið svo fljótur að líða tíminn og mikið að gera að ég á erfitt með að 

gefa mér tíma í að setjast niður við tölvuna og fara að blogga en núna ætla ég loksins að gefa mér tíma í það.

 

Við byrjuðum 14 febrúar á því að fara í vetrafrí og fara í Húsafell í sumarbústað og það var alveg einstaklega ljúft og skemmtilegt.

Erika vínkona Emblu kom með okkur og við sóttum þær og Benóný á sveitaball sem þau fóru með félagsmiðstöðinni sem var

í Logalandi rétt hjá Húsafelli svo þau þurftu ekki að taka rútuna aftur til Ólafsvíkur. Á föstudeginum áttu svo krakkarnir tíma hjá 

tannlækni í tannréttingum í Rvk og Emil fór með þau en ég og Ronja vorum eftir í bústaðnum. Á laugardeginum var okkur boðið

í 3 ára afmæli hjá Mattheu Katrínu frænku upp á Akranesi og við fórum og það var mikil veisla og  alltaf mjög gaman að koma til Steinars

bróðir Emils og Gullu og krakkana þeirra.

 


Hér eru stelpurnar alveg að elska að vera í pottinum í Húsafelli.

 

Hér er kakan hennar Mattheu Katrínar.

 


Við fórum í göngutúr um Húsafell og það var milt og fallegt veður en frekar kalt.

 


Hér eru vinkonurnar Embla og Erika í Kraumu.

Það var mjög kósý fórum þangað þegar það var komið kvöld.

 


Stelpurnar gerðu smá bál og grilluðu sykurpúða voða gaman hjá þeim.

 


Svo kósý hjá Ronju Rós og Emil í pottinum hún Ronja var alveg að elska heita pottinn og fór í hann mörgum sinnum á dag.

 


Fórum að skoða Barnafossa.

 


Emil og Benóný flottir feðgar.

 


Ég við fossana og það var frekar kalt svo maður virkar allur stífur eins og sést á myndunum he he.

 


Embla og Erika frekar kuldalegar að sjá.

 


Ronja að gefa fimmu við höggmynd á stein eftir Pál Guðmundsson listamann Húsafelli.


Freyja Naómí og Ronja Rós að pósa.

 


Skoðuðum líka krikjuna og kirkjugarðinn.

 


Fórum í þessa sundlaug í Húsafelli og hún er orðin mjög breytt síðan við fórum seinast það er til dæmis búið að 

taka rennibrautina sem var og svo er allt orðið miklu flottara og fínna inni og klefarnir mikið breyttir.

 


Hér sést hún og hún er alveg ótrúlega kósý og flott og fannst okkur hún ekkert síðri heldur en að fara í Krauma

og þú getur líka pantað drykki hér og fengið úti .

 


Við spiluðum svo við stelpurnar á kvöldin mjög gaman.

Við vorum í bústaðnum frá fimmtudegi til mánudags og það var alveg svakalega gaman og kósý.

Flettingar í dag: 855
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4577
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1554905
Samtals gestir: 77921
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:34:37

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar