Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.03.2025 21:49

Öskudagur og fleira í mars


Ronja Rós var regnboga fiðrildi á öskudaginn og valdi búningin alveg sjálf og setti þetta saman því það var 

pils og vængir í einni pakkningu og svo valdi hún hárið og einhyrninga spöngina sér.

 


Svo vildi hún láta mála sig líka voða fín.

 


Þann 9 mars var sprautað með blandað bóluefninu frá Keldum fyrri sprautuna í féð.

 


Hér er Siggi að sprauta og Kiddi og Emil að halda og merkja hvað er búið. Við hólfuðum þær niður í þrjá hópa 

og þrengdum að þeim svo þetta væri sem minnst áreiti fyrir þær og það hefur alltaf gengið mjög vel hjá okkur að gera það svona

og þetta alveg skot gekk hjá okkur og við vorum mjög fljót að sprauta allt í húsunum.

 

 


Elsku Myrra okkar er orðin 13 ára gömul og hún er búnað vera mikið veik og því miður

lagaðist hún ekkert eftir viku kúr á lyfi sem átti að hjálpa henni en það náði ekki að hjálpa

henni svo ég fór með hana aftur til dýralæknis 12 mars og þá kvaddi hún okkur eftir 13

góð og frábær ár sem hún veitti okkur og það var mjög erfitt og sárt að missa hana og þá

sérstaklega fyrir Benóný Ísak sem svaf með hana á hverju kvöldi og hún var svo yndislegur

karakter að hún hefur svæft Benóny frá því að hann var lítill og svo þegar hann var sofnaður

þá kom hún alltaf upp í rúm til mín og svaf hliðina á mér alla nóttina en hún var ekki mikið

fyrir að láta taka sig upp eða ná sér nema á hennar forsendum hún var mjög sjálfstæð kisa

en heimtaði mikla athygli hjá mér og oftast þegar börnin voru sofnuð þá átti ég að gefa henni

athygli og klappa henni því nú var komið að hennar tíma. Hún elskaði harðfisk og fann lyktina af honum

liggur við áður en opnaður var ískápurinn þá var hún komin.

Hennar verður sárt saknað en minningin hennar lifir með okkur.

Flettingar í dag: 855
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4577
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1554905
Samtals gestir: 77921
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:34:37

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar