Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

19.04.2025 21:09

Afmæli Emblu og Emils og fleira.

Jæja það virðist vera orðið svolitið langt á milli bloggana hjá mér núna en vonandi fer ég nú að verða duglegri að setja inn en ég ætla halda áfram frá því sem var að gerast í mars hjá okkur

stelpurnar hafa verið duglegar að fara á hestbak bæði í reiðhöllinni og svo líka í útreiðartúra inn í sveit til Freyju og Bóa.

 


Hér eru Freyja og Vigdís aftastar svo Embla og svo Erika að teyma Ronju.

 


Hér er Ronja Rós svo glöð að hafa fengið að fara á hestbak.

 


Smá tiltekt í fjárhúsunum fara með plastið á haugana það var 25 mars.

 


Embla Marína okkar varð 14 ára þann 28 mars.

 


Við Embla vorum svo óheppnar að við veiktumst báðar af alveg hrikalegri upp og niður veiki og vorum með það alveg í 5 daga

og svo var slappleikinn svo lengi að það var ekki haldið neitt afmæliskaffi fyrir hana á afmælisdaginn en svo var amma Freyja svo

æðisleg að bjóða okkur í smá köku og kaffi því við vorum en að ná okkur af veikindunum.

 


Hér er Ronja Rós með eina hænu en þær eru alveg einstaklega gæfar.

 


Emil var svo fertugur 1 apríl og það var bara opið hús fyrir þá sem vildu fagna með honum deginum og hér eru

þau saman Emil og Embla og Embla fékk líka afmælisveisluna sína með pabba sinum.

 


Hér er svo afmælisdrengurinn með skemmtilegu gjöfina sem Irma og Nonni gáfu honum.

 


Við hjónin skelltum okkur svo helgina eftir í menningarferð til Reykjavíkur og fórum í fyrsta sinn í þjóðleikhúsið og sáum sýninguna 

Eltum veðrið og hún var alveg frábær mjög skemmtilegt.


Hér er sýningin alveg mögnuð mæli hundrað prósent með henni.

 


Kiktum í heimsókn á Marra Má litla frænda sem er búnað vera svo lengi í útlöndum

og það var svo gaman að sjá hvað hann hefur stækkað og þroksast mikið.

Hann er svo glaður og brjálað að gera hjá honum að uppgötva heiminn og elskar fugla svo við 

gáfum honum dansandi hænu he he sem hann alveg elskar hún hitti alveg í mark hjá honum.

 


Við héldum svo áfram úr Reykjavík og fórum á Hótel Varmaland og hittum þar bræður Emils sem fögnuðu svo

með honum afmælinu hans. Marínó og Fríða og Jóhann og Þórhalla gistu með okkur á hótelinu en Steinar 

bróðir Emils kom og borðaði með okkur en fór svo heim um kvöldið því það voru veikindi heima hjá honum.

Það var annað fólk líka á hótelinu sem var að fagna 60 ára afmæli og þannig endaði Emil með þessa blöðru he he.

Það var alveg frábært að vera á þessu hóteli svo fallegt og kósý og frábær morgunmatur og matur.

Það voru svo líka heitir pottar og sána mjög kósý.

 


Hér er búið að skipta upp kindunum í hópa fyrir seinni sprautu af blandaða bóluefninu frá Keldum.

 


Hér eru Emil og Siggi að sprauta. Þetta var 7 apríl.

 


Ronja Rós dugleg að hjálpa mömmu sinni að sópa grindur.

 


Hér er Ronja Rós að þrífa vatnsstampinn svo dugleg.

 


Hér er Benóný Ísak fyrir utan katta kaffihús sem er í Reykjavík og honum er búið

að langa mjög lengi að fara þangað og við létum loksins verða af því að fara með hann þangað

og það var mjög skemmtileg upplifiun.

 


Hér er Ronja á kaffi húsinu að klappa einni kisunni.

 


Benóný alsæll með þetta.

 


Emblu Marínu fannst líka gaman á kisu kaffihúsinu og við fengum okkur heitt kakó og köku.

 


Við héldum svo áfram að labba niður í bæ frá kaffihúsinu og upp að Hallgrímskirkju en það hefur

líka verið eitthvað sem Benóný hefur alltaf langað að gera en það er að fara upp í turninn og sjá hvað það er hátt niður

því það er einn fallturn í Köben í Danmörku sem á að vera jafn hár og honum langaði að sjá hvort hann yrði lofthræddur.

 


Hér er hann kominn upp og lýst ekkert á hvað þetta er hátt he he.

 


Þann 16 apríl bar Doppa hans Sigga rétt fyrir miðnætti gimbur og hrút

og þetta eru mjög væn og falleg lömb. Doppa var fenginn áður en hún kom inn í fjárhús til Sigga 

svo við vissum ekki hvenær væri von á að hún myndi bera nákvæmlega.

 


Hér er Ronja Rós og Brynja Katrín frænka hennar en hún kom með okkur í fjárhúsin í dag 19 apríl.

Þær voru svo duglegar að gefa og hjálpa til.


Frænkurnar saman að klappa lambinu.

 


Fórum í göngutúr í blíðunni sem var í dag.
Flettingar í dag: 8820
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 5810
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 1613031
Samtals gestir: 78511
Tölur uppfærðar: 20.4.2025 14:28:01

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar