Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

26.05.2025 04:55

Sauðburðar samantekt 2025

Jæja þá er loks komið að því að taka saman sauðburðinn og blogga. Það er bara búið að vera svo brjálað að gera bæði heima og í sauðburði að ég varð að nýta tímann sem ég hafði auka til að hlaða upp orku svo núna þegar sauðburði er lokið 25 maí get ég sest niður og rifjað upp síðast liðinn mánuð sem er búnað líða mjög hratt og skemmtilega.

Sauðburður hófst hjá okkur 27 apríl og byrjaði að krafti með sæðis lömbum og gekk mjög vel.

Við fengum 6 lömb undan Eilíf og þau voru öll mjög stór og falleg og við fengum svo fullt af öðrum sæðingarlömbum líka.

Mér fannst kollóttu sæðislömbin áberandi þroskamikil og falleg í heildina.

Annars voru lömbin yfir höfðuð mjög frísk og fljót á fætur og frábært að fá svona æðislegt vor og geta sett allt út bara nokkrum dögum eftir burð.

Við settum hrútana út í girðingu 24 apríl og geld féið eins og ég var búnað blogga um í fyrra bloggi.

Því var svo fljótlega sleppt út úr girðingunni og lambféið sett í girðinguna fyrst meðan það var að aðlagast að passa lömbin sín og svo var

því sleppt alveg út. Sauðburður fór vel af stað í byrjun og allt gekk vel en svo fór að líða á seinni helminginn og þá fengum við svolítið af því

að fá annað fóstrið löngu dautt eða úldið sérstaklega hjá þrílembunum. Við misstum svo einn gemling sem var búnað bera fyrir viku hann 

fékk einhverja bráða sýkingu og við gáfum honum pensilin og parafine olíu en það virkaði ekki svo hún dó hjá okkur en það náðist að venja

lömbin hennar tvö undir aðrar kindur. Síðan var það ein kind sem fór út með þeim fyrstu og hún fannst allt í einu dauð út á túni eins og

hún hafi verið bráðkvödd því hún var eins og hún hafi verið að labba og bara lagst á magann og dáið. Það var reyndar mjög heitt þennan dag

svo það gæti eitthvað spilað inn í það. Lömbin hennar eru orðin það stór að þau fá bara vera ein og þau fylgja öðrum kindum en það leiðinlega við 

þetta er að þetta var Blæja kindin hennar Ronju sem var alveg einstaklega gjæf.

Annars fyrir utan þetta var þetta skemmtilegur sauðburður og leið mjög hratt það var aðeins ein sem lét bíða aðeins eftir sér í restina.

 


Hér er Zeta gemlingur með fallega gimbur undan Sand sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér eru Freyja og Ronja með Blæju sem var svo blíð og góð. Lömbin hennar eru undan Eilíf sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér vorum við mæðgurnar að sjá muninn á lömbunum til að sjá að lambið sem Embla heldur

á er dökk mórautt undan Refill frá Hraunhálsi og hitt lambið er svart sem ég held á en það var mjög erfitt að sjá 

muninn en hann sést þó allavega höldum við það annars kemur það í ljós í haust.

 


Ég fékk þessa flottu vinnumenn í fjárhúsin Margréti Máney og Kristmund Frey og

þau voru svo dugleg að skoða lömbin og hjálpa til.

 


Hér er Ronja Rós að sýna þeim lömbin og þetta er gimbur undan Gibba Gibb og Frosta sæðishrút mjög falleg.

 


Og auðvitað fengu þau prins póló hjá Dísu sinni.

 


Hér er algert kraftaverkalamb sem var nánast dáið en stelpurnar nudduðu það og nudduðu þangað til þær komu í það lífi og það

var svo tekið heim til okkar og Ronja var með það undir sæng og Emil gaf því smá Wisky lögg he he og viti menn það náði sér og Siggi

gaf því svo brodd með magaslöngu tvisvar og lét það ná krafti til að standa sjálft áður en við fórum með það til mömmunnar.

Mamman var svo góð sem er gemlingur að hún jarmaði allann tímann eftir því og við héldum jafnvel að hún myndi ekki vilja það því

við vorum búnað taka það svo lengi frá henni en svo var ekki hún var alveg yndisleg og tók því strax og var svo þakklát fyrir að við skildum

bjarga því. Þetta var alveg magnað því lambið var nánast dautt þegar ég sagði stelpunum að hafa þolinmæði og nudda það og voru þær

á tímabili að gefast upp og spurja mamma eigum við að halda áfram og sem betur fer gáfust þær ekki upp og náðu að bjarga því það hefur 

nefnilega kólnað niður og var frekar slappt þegar það fæddist svo það þurfti að fá að hitna.

 


Hér er Ronja aftur með Blæju sinni svo sorglegt að hún hafi þurft að missa hana svo einstök kind.

 


Svo falleg gimbur undan Frosta sæðingarstöðvarhrút og Gibba Gibb.

 


Hér er Ída sem liggur svo pen hún er einmitt hin kindin sem við misstum og það er líka mikil missir hún var mjög falleg kind og sérstök á litinn og bara gemlingur að byrja lífið.

 


Hér eru gimbrarnar hennar Lóu hennar Freyju og undan Kakó hans Sigga. 

Þær voru komnar alveg út og því miður var keyrt á aðra þeirra.

 


Lömbin eru svo gjæf við stelpurnar.

 


Snilld að hafa svona sauðburðarvagn með öllu því nauðsynlegasta á sama stað.

 


Hér erum við að klippa klaufar í fína klaufsnyrtistólnum sem Bói útbjó fyrir okkur fyrir nokkrum árum

og hann er búinn að nýtast vel. Emil sér um að klippa og ég held við kindurnar og klappa og róa niður svo þær séu rólegar í stólnum á meðan.

 


Það er nóg að gera að hafa skipulagð á sýnatökunni áður en maður markar lömbin.

Emil raðar upp fyrir mig og ég tek sýni og marka svo.

 


Branda með lömbin sín undan Bögull sæðingarstöðvarhrút.

 

Guðmunda Ólafsdóttir hér með gimbrina sína undan Breiðflóa en hún

var sónuð með 3 en kom bara með þessa stóru gimbur og svo úldin fóstur.

Þessar ær voru settar út 10 maí.

 


Kóróna með lömbin sín undan Kát sæðingarstöðvarhrút.

 


Ösp hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Tarsan.

 


Álfadrottning með lömbin sín undan Pistil sæðingarstöðvarhrút.

 


Blesa með lömbin sín undan Vind okkar.

 


Rósa með hrútinn sinn bak við sig sem er undan Elliða sæðingarstöðvarhrút og svo fóstrar hún undan Jobbu og Breiðflóa hrút.


Mávahlíð með lömbin sín undan Garp sæðingarstöðvarhrút.

Þessar ær fóru fljótlega út í kringum 4 maí það var svo yndislegt veður.


Panda með lömbin sín undan Brimil sæðingarstöðvarhrút.

 

Rúsína með 2 hrúta undan Bögull sæðingarstöðvarhrút.

 


Gibba Gibb með gimbrarnar sínar undan Frosta sæðingarstöðvarhrút.

 


Perla með lömbin sín undan Bruna sæðingarstöðvarhrút.

Það eru mjög falleg og þétt að sjá.

 


Emil og Kristinn að setja út og ég tek myndir af því sem er sett út.

 


Kaka með lömbin sín undan Pistil sæðingarstöðvarhrút.

 


Ein krútt mynd af móðurástinni milli þeirra.

 


Hér er Dögg hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Eilíf sæðingarstöðvarhrút.

 


Við fengum svo leikskólann Krílakot þar sem ég vinn í heimsókn í vinnuna mína núna

það var gaman fyrir þau að koma og sjá hvað ég geri þegar ég er búin að vinna á leikskólanum

þá fá þau að sjá hvað ég geri í fjárhúsunum. Það var alveg yndislegt að fá þau í heimsókn og

þau fengu meira segja að vera vitni af fæðingu sem ég þurfti að grípa inn í og veita fæðingarhjálp

og það fannst mörgum spennandi bæði börnum og starfsfólkinu he he. Ég var svo lánsöm að fá 

Selmu og Svönu vinkonur mínar til að aðstoða mig við að taka á móti krökkunum og sýna þeim lömbin

svo þetta gekk allt saman mjög vel og svo var skellt í hópmynd af þeim í endann á heimsókninni.

 


Melkorka með hrútinn sinn undan Kakó hún var með gimbur líka en við urðum fyrir því óláni 

að hún komst undir eitthvað gat hjá jötunni og datt ofan í haughúsið og þegar hún fannst var það of seint og hún dó.

 


Hér er Tuska hans Kristins með lömbin sín undan Fastus sæðingarstöðvarhrút.

 


Ronja Rós með Ósk hún er með lömb undan Topp sæðingarstöðvarhrút.

 


Ég þurfti að skjótast með Benóný til Reykjavíkur og draumur hans var að veruleika að fara í sund á Kjalarnesi og hún kom á óvart hvað hún var 

falleg og kósý laug mæli alveg hiklaust með að prófa hana og það er mjög fallegt útsýni úr henni út á sjóinn.

 


Einstök með lömbin sín undan Kogga.

 


Agúrka með falleg lömb undan Örvari hans Óla í Ólafsvík.

 


Fengum skemmtilegan lít á þessa gimbur undan Strönd og Álf. Hún er með svart eyra og smá kraga yfir hálsinn.

 


Hér er Bryndís sem Helga litla barnabarn Kristins á .

Hún er með þennan fallega flekkótta hrút undan Vind.

 


Sól með lömbin sín undan Bögull sæðingarstöðvarhrút.

 


Evrest með gimbur undan Hólmstein sæðingarstöðvarhrút þessa gráu svo fóstrar hún hrút fyrir Sigga undan Muggu og Frosta sæðingarstöðvarhrút.

 


Skvísan hún mamma Hulda frá Mávahlíð varð 75 ára núna 18 maí.

Í tilefni dagsins fór ég með hana rúnt inn í sveit og heimsókn til tengdamömmu í sveitina þar og enduðum

svo daginn á að fara borða á nýja matsölustaðnum Matarlyst sem var alveg frábært, mjög góður matur og allt til fyrirmyndar.

Maja systir og fjölskyldan hennar komu líka með okkur að borða og börnin mín.

Mamma er á dvalarheimilinu í Ólafsvík og hefur það svakalega gott þar og er mjög ánægð og það er hugsað mjög vel um hana þar.

 


Ósk með lömbin sín undan Topp sæðingarstöðvarhrút ég er ótrúlega spennt yfir þeim.

 


Freyja að klappa Moldavíu.

 


Gyða Sól kom með tvær gimbrar undan Brúnó og ein er svartgolsubotnótt.

 


Hér sést hún betur hún er mjög þykk og falleg.

 


Rúmba er með dökkmórauða gimbur undan Brúnó og fóstrar hrút undan Snærós

 


Fríða gemlingur með hrútinn sinn undan Kogga.

 


Aska gemlingur líka með hrút undan Kogga.

 


Harpa gemlingur með hrút undan Ídu og Tarsan sem hún fóstrar því hennar lamb drapst í fæðingu.

 


Elka gemlingur með tvær gimbrar undan Kakó.

 


Milla gemlingur með lömbin sín undan Svala.

 


Grá og svört gimbur frá Kristinn undan Randalín og Reyk.

 


Draumadís hans Kristins með lömbin sín undan Vind.

 


Álfadís hans Kristins með hrút undan Vind.

 


Margrét með lömbin sín undan Tarsan en svo fékk hún eitt fósturlamb frá Ídu sem dó svo hún verður með 3 í sumar.

 


Ronja Rós útskrifaðist af leikskólanum Krílakoti 22 maí.

 


Hér eru þau útskriftarhópurinn saman. Athöfnin fór fram í Safnaðarheimilinu í Ólafsvíkurkirkju og það heppnaðist mjög vel og var gert í fyrsta sinn núna annars

hefur þetta alltaf farið fram í leikskólanum en hugsa að þetta verði komið til að vera það var svo flott að gera þetta hér.

 


Hér er skvísan með fallegu myndina sína sem hún málaði.

Af lömbunum að segja þá endaði talan mjög jöfn eða 57 hrútar og 57 gimbrar

og það var tekið sýni úr öllu sem þurfti að taka sýni og Siggi fór með sýnin fyrir okkur og sig í dag upp á Hvanneyri.

Svo er seinasta ærin enn inni en ég set hana út á morgun það er hún Prinsessa. Hún kom með tvær gimbrar gráa og hvíta.

 

Núna verður svo strax á dagskrá hjá okkur að fara huga að fermingunni hennar Emblu Marínu sem verður um Hvítasunnuna

og ég er búnað setja það alveg á bið meðan sauðburður var en núna þarf ég að fara klára allt í sambandi við hana.

 

Emil og Benóný fóru til Danmörku á sunnudaginn það er útskriftarferðalag hjá bekknum hans Benónýs.

Ætla að láta þetta duga af bloggi í bili.

 

 
 

 

 

Flettingar í dag: 2223
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 2510
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 1772432
Samtals gestir: 80376
Tölur uppfærðar: 28.5.2025 23:56:43

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar