Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

09.07.2025 20:15

Útskrift Benónýs úr Grunnskóla og útskrift Ronju úr leikskóla

Jæja þá er loks komið að því að Benóný Ísak er að útskrifast úr Grunnskóla og eru það mikil tímamót hjá okkar manni en hann er þó pínu stressaður hvað felst í því að klára skólann og hvert allir krakkarnir fari en er samt sem áður spenntur að prófa framhaldsskólann og eitthvað alveg nýtt.

Hér er Benóný Ísak að útskrifast 3 júní í kirkjunni í Ólafsvík.

 

Benóný og Emil fóru í útskriftarferð með bekknum hans Benónýs til Kaupmannahafnar og það var alveg frábær ferð með frábærum krökkum og foreldrum sem fylgdu þeim og þessi ferð var mikil upplifun fyrir Benóný því hann fékk að fara í tívolí og marga rússibana og það er búið að vera þrá hans lengi að fara í alvöru rússibana og enn meira gaman að fá að upplifa það með bekkjarfélögum sínum.

 


Hér er útskriftarhópurinn.


Svo stór áfangi að ljúka grunnskólagöngunni.

Ronja Rós útskrifaðist svo af leikskólanum Krílakoti og næst verður skóli hjá henni næsta vetur og hún er svo montin með þetta og bíður spennt eftir að fá að byrja í skólanum eftir sumarið.

 


Hér er skvísan svo flott og við svo stolt af henni.

Hún útskrifaðist 22 maí.


Hér eru svo allar fallegu myndirnar sem þau hafa öll málað eftir leikskólagöngu sína.

Ronja Rós þessa bláu, Freyja Naómí næstu svo Embla Marína rauðu og Benóný gulu allar svo stórglæsilegar.


Hér er önnur útskriftarmynd frá 10 bekk hjá Benóný Ísak.

Ástæðan fyrir því að ég blogga þetta svona seint er að á sauðburðinum setti ég óvart símann minn með kindagallanum mínum í þvottavélina var einhvað svo utan við mig að ég skellti gallanum í þvott og fattaði svo þegar ég fór að leita af símanum að ég hélt ég hafði gleymt honum inn í fjárhúsum og leitaði og leitaði en svo var slökkt á honum og þá kveikti ég á perunni og hljóp inn í þvottahús og stoppaði vélina en það var of seint hann var ónýtur ég reyndi að setja hann í grjón og allsskonar en það virkaði ekki svo fékk ég gamla símann hennar Freyju minnar og þar voru myndirnar stilltar á HEIC file og ég get ekki sett þann file hér inn á síðuna svo ég þurfti að converta þeim í JPEG og það tók mig svo langan tíma að komast í að gera það því forritið var í gömlu tölvunni minni sem var að hrinja á þessum saman tíma svo þetta fór allt í vesen en núna er ég búnað laga þetta og ætla bæta úr þessu blogg leysi sem er búið að vera hjá mér.

Flettingar í dag: 12238
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1417
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 2293515
Samtals gestir: 87782
Tölur uppfærðar: 14.9.2025 08:48:55

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar