Við fjölskyldan fórum til Billund í Danmörku 16 júni og vorum í 10 daga. Það var æðisleg ferð og við vorum alveg heilluð af Danmörku hún er svo falleg og lík Íslandi nema það er betra veður og svakalega mikið af trjám allsstaðar svo náttúran er mjög falleg. Við vorum í sumarbústað í Lalandia og það tók okkur örfáar mínótur að labba upp í Lalandia sem er svakalega stórt með Vatnsleikjagarði og allsskonar afþreyingu fyrir börn hopputeyju,keilu,skauta,klifur,boltaland og margt fleira ásamt veitingarstöðum svo þetta er alger paradís fyrir krakka. Það voru líka geitur í girðingu sem mátti klappa alveg rétt við bústaðinn okkar.
Jóhann bróðir Emils og fjölskylda fóru líka og var bara einn bústaður á milli okkar að labba á milli. Við fengum æðislegt veður með sól og hita og einn dag sem
kom alvöru rigning eins hellt væri úr fötu en það stóð ekki lengi í einu.
 |
Hér er ferðalagið að hefjast.
 |
Komin í flugvélina og allir orðnir svo spenntir.
 |
Hér stendur Benóný við Lalandia og þar er svakaleg vatnsrennibraut.
 |
Ronja inn í garðinum sem rennibrautin er og þar var líka hoppubelgur.
 |
Það voru skemmtileg leiktæki rétt hjá bústaðinum og hér er Ronja að klifra.
 |
Búnað grafa sig ofan í sandinn það er alltaf vinsælt.
 |
Við fórum í legoland.
 |
Hér erum við í leikfangalest í legolandi.
 |
Krökkunum fannst svo gaman enda fullt af skemmtilegum tækjum.
 |
Ronja fann Gurru grís.
 |
Benóný fannst mjög gaman.
 |
Hér erum við í röð að fara í einn rússibana.
 |
Hér er annar rússíbani sem við erum að fara í.
 |
Krakkarnir fóru í þennan hann var mjög skemmtilegur.
 |
Ronja mátti ekki fara í þennan rússíbana svo við vorum bara í sprautu dóti á meðan.
 |
Benóný og Embla að fara í fallturn.
 |
Bjarki og Freyja líka.
 |
Emil og Ronja voða spennt.
 |
Benóný að byggja lego fyrir Ronju.
 |
Ronja Rós fór í svona klifur grind með sipp línu og henni fannst það svakalega gaman það er í Lalandia við bústaðinn okkar.
 |
Hér er Embla í því líka og Freyja var eina sem beið heillengi til að síga niður sipplínuna því Embla og Benóný gátu ekki beðið vildu fara niður.
Freyja þurfti að bíða í klukkutíma greyjið eftir að næsti hópur væri tilbúin að síga niður.
 |
Við fórum road trip til Djurs Sommerland og það var æðislegur garður og starfsfólkið var svo vingjarnlegt og allt upp á 10 í þessum garði mæli hiklaust með að gera sér ferð þangað við vorum í 1 og hálfan klukkutíma að keyra þangað frá Billund.
 |
Benóný Ísak var svakalega ánægður með Djurs.
 |
Hér er hann við skiltið á garðinum.
 |
Hér erum við komin í dýragarð.
 |
Þetta var æðislegur garður við keyrðum á bílnum okkar í gegnum garðinn og skoðuðum dýrin.
 |
Það var svona líkön af jurassic park.
 |
Jóhann og Emil kátir í dýragarðinum.
 |
Þetta var svakaleg upplifun að keyra í kringum þessi stóru dýr.
 |
Hér erum við í minigolfi í Lalandia.
 |
Ronja Rós í minigolf.
 |
Freyja að fara pútta.
 |
Benóný Ísak.
 |
Það var skautasvell inn í Lalandia sem var mjög skemmtilegt og ekkert smá slétt og sleipt.
 |
Ég skellti mér með henni og reyndi að rifja upp gamla takta þegar maður var að skauta á vaðlinum
í Mávahlíð sem krakki en ég var frekar eins og belja á svelli ha ha.
 |
Freyja að fara í klifurvegginn sem var líka inn í Lalandia.
 |
Hér er Ronja Rós að klifra.
 |
Legohúsið.
 |
Komin inn í húsið og þar var sko allt í lego.
 |
Benóný,Bjarki og Freyja að kubba.
 |
Ronja í kubba fossi.
 |
Freyja búnað byggja.
 |
Ronja búnað byggja.
 |
Benóný í lego húsinu.
 |
Hér er bílaleigu billinn okkar við bústaðinn.
 |
Emil og Ronja að labba í Lalandia sem er fyrir aftann þau.
 |
Komin inn í vatnsleikjagarðinn.
 |
Mjög flottur garður og stór.
 |
Ronja Rós alveg að elska þetta.
 |
Fékk að prófa vera með hafmeyjusporð það var mjög mikið sport en erfitt að synda með hann.
 |
Fórum í keilu.
 |
Freyja keilumeistari.
 |
Emil rústaði okkur í keilunni.
Þetta var seinasta kvöldið okkar og svo fórum við til Íslands snemma daginn eftir og þar með var þessari
frábæru ferð lokið og við vorum öll svakalega ánægð með hana og mælum hiklaust með að fara í sumarhús í Lalandia.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|