Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.08.2025 11:07

Útilega í Hveragerði 20 júlí til 23 júlí

Við byrjuðum útilegu árið okkar á því að fara í Hveragerði og það var mjög gaman. Við fórum í sund á Þorlákshöfn,Hveragerði og Selfossi.

Benóný bíður spenntur eftir nýju rennibrautunum sem eiga að koma í Þorlákshöfn og verða vonandi opnaðar í september.

Við kíktum á Jóa og Þórhöllu þar sem þau voru í sumarbústað og borðuðum með þeim og krakkarnir kíktu á báta með Bjarka og Emil og Jóa og

ég tók spil við Þórhöllu og Eyrúnu upp í bústað mjög gaman.

Irma og Nonni vinafólk okkar og fjölskylda voru í Þorlákshöfn í útilegu og við kíktum á þau einn daginn.

Borðuðum á Hofland Eatery sem er með bestu pizzurnar á Íslandi og æðislega kósý og flottur staður.

Spiluðum við krakkana á kvöldin og skoðuðum okkur um Hveragerði.

 


Hér erum við í heimsókn hjá Jóa og Þórhöllu í sumarbústaðnum í Selvík.


Hér erum við á leikvelli .

 


Hér er hjólhýsið okkar í Hveragerði það er alveg yndislegt að tjalda þar og þjónustan er frábær og maðurinn sem rekur tjaldstæðið er alveg svakalega almennilegur.

 


Hér erum við að spila Partners.

Næst liggur leið okkar til Akureyrar.

Flettingar í dag: 12238
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1417
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 2293515
Samtals gestir: 87782
Tölur uppfærðar: 14.9.2025 08:48:55

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar