Við keyrðum svo norður og komum við á Blöndósi og fórum í sund það er svo yndisleg sundlaugin þar við erum búnað fara oft í hana og finnst svo vinalegt að fara þangað og fá sér kaffi í heitapottinum og stytta leiðina norður með að teygja úr sér þar svo er leikvöllurinn þar líka svo skemmtilegur fyrir krakka.
Þegar við komum norður var ekkert laust í rafmagn á Hömrum svo við enduðum með að keyra út á Hauganes og gistum þar eina nótt það var mjög snyrtilegt tjaldstæði en svo um morguninn lét vinafólk okkur vita að það væri búið að losna í rafmagn á Hömrum svo við brunuðum þangað og komumst í rafmagn .
 |
Hér erum við búin að koma okkur fyrir á Akureyri á Hömrum.
 |
Hér eru stelpurnar að leika sér í tækjunum sem er alltaf svo gaman.
Freyja,Ronja og Díana .
|
|
Steinar,Gulla og Matthea komu og gistu í bílnum sínum á Hömrum og voru í tvær nætur með okkur.
Við kíktum rúnt á Húsavík á laugardeginum og tókum rölt um bæinn og krakkarnir skelltu sér í tækin.
 |
Ronja að fara í bolla tæki á Húsavík. Það var mjög kalt á Húsavík þegar við fórum þangað aðeins 8 til 10 stiga hiti
svo við vorum ekki lengi þar.
 |
Sama dag fórum við aftur inn á Akureyri og kíktum í Kjarnaskóg í þetta fallega múmín hús.
 |
Það var mjög gaman og miklu heitara inn á Akureyri.
 |
Alltaf svo gaman að fara inn í Kjarnaskóg það er svo fallegt þar.
 |
Við fórum svo með Steinari og Gullu 27 júlí í Daladýrð dýragarðinn þar er alltaf gaman að koma og krakkarnir elska það.
 |
Ronja að hoppa í heyið.
 |
Hér eru þau að kíkja á naggrísina og hænurnar.
 |
Göngutúr á Hömrum við fengum svo æðislegt veður svo hlýtt og mikil sól.
 |
Það er svo fallegt hér.
 |
Hér erum við að spila kubb við Irmu og Nonna þau komu inn á Akureyri og fleiri með þeim .
 |
|
Hér erum við að spila með Irmu,Teddu,Nonna,Millu og Freyju.
 |
Við skelltum okkur í Bjórböðin fyrir norðan með Irmu,Nonna,Millu og Teddu.
Það var mjög skrýtin en skemmtileg upplifun sem var mjög gaman að prófa.
 |
Hér erum við tilbúin að fara prófa þetta. |
 |
Það var sem sagt bara bjór í svona baði og svo fórum við saman ég og Emil ofan í það og svo mátti
maður fá sér bjór úr krananum á meðan.
 |
Elsku besti Marri Már frændi kom til okkar í útilegu hann er sonur Magga bróðirs og Rut og þau voru að fá sér hjólhýsi sem mamma hennar Rut átti og þau
mættu til okkar á Hamra og voru með okkur í nokkra daga.
 |
Svo flottur í útilegu.
 |
Fórum með Benóný loksins í Glerárlaug en hún var búnað vera lengi á listanum yfir sundlaugar sem honum langaði að prófa.
 |
Ronja var alveg að elska að leika sér í vatnstækjunum á Hömrum.
 |
Fórum á svakalega flottan leikvöll á Akureyri í Oddeyrarskóla.
 |
Marri Már sáttur að hjóla með frænku sinni.
 |
Maggi grillmeistari.
 |
Hér erum við að labba niður í bæ á Akureyri.
Það var farið í sund á hverjum degi og farið inn á Akureyri, Þelamörk og Hrafnagil til skiptis.
 |
Hér er Ronja Rós að róla.
 |
Hér er Ronja Rós að hjóla niður í Kjarnaskóg.
 |
Fórum að horfa á Íþrótta álfinn í Kjarnaskóg og það vildi svo skemmtilega til að hann er góður vinur Magga bróðirs og var í hjólhýsi
hliðin á okkur svo við kynntumst honum um verslunarmannahelgina mjög gaman.
 |
Hér er Ronja Rós svo lukkuleg með Íþróttaálfinum og Marra og Magga.
Gaman að eiga svona mynd af þeim saman.
 |
Benóný og Freyja að fara í kúluna í tívolí sem var á Akureyri yfir helgina.
 |
Það var oft farið í sundlaug Akureyrar en Benóný og stelpurnar elska hana.
 |
Hér erum við á Akureyrarvelli á tónleikunum um kvöldið og þeir voru svakalega flottir og gríðalega mikið af fólki.
Það var ekkert pláss í brekkunni eða stúkunni svo við settumst bara niður við sviðið á túnið.
 |
Hér er Ronja að leika sér með dót sem Irma og Nonni áttu og hér er seinasti dagurinn okkar á Akureyri við fórum
út að borða á Greifanum með Irmu,Nonna og Sigurði Pétri svo fórum þau að pakka saman og við ákváðum svo í hvatvísi að
færa okkur snöggvast yfir á Egilsstaði og keyra seint um kvöldið. Ég ætlaði að mæla mér mót við Birgittu kinda vinkonu mína og við hittumst aðeins
þegar við vorum að koma upp út sundi og þá var hún að fara í sund á Þelamörk en við ætlum að fara svo norður leiðina aftur til baka og þá ætluðum við
að kíkja í okkar árlegu heimsókn til þeirra á Möðruvelli en því miður breyttust plönin og við fórum svo eftir Egilsstaði suður leiðina heim svo við verðum að
eiga heimsókn til þeirra inni að sinni en það er nú aldrei að vita nema við förum eitthvað norður aftur áður en þetta ár klárast.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|