Við enduðum svo á því að tjalda á Hvolsvelli það var eina tjaldsvæðið sem var laust í rafmagn enda vorum við mjög
seint á ferðinni og það var allt fullt á Vik og Skógum svo var Marri greyið vaknaður og alveg brjálaður en náði svo að
sofna aftur svo við náðum að keyra inn á Hvolsvöll um nóttina og vorum komin um 1 leytið og ég fór út að leita að
stæði og rafmagni en var svo heppin að hitta stelpu sem var að vinna á tjaldstæðinu og hún fann fyrir mig rafmagn svo við
gátum komið okkur fyrir þessa nótt. Hér á myndinni er Ronja og Marri að leika sér úti á Hvolsvelli.
Embla hitti Karitas vinkonu sína á Hvolsvelli og þær vildu fá að halda áfram í útilegu saman og foreldrar Karítas voru
alveg til í að fá Emblu með svo Karítas hefði félagsskap í útilegunni þeirra svo við urðum við þeirri ósk og leyfðum henni að fara með þeim
svo hún fór aftur til baka það sem við vorum búnað fara og átti svakalega góða daga með þeim í geggjuðu veðri og æðislegum félagsskap sem
var alveg dekrað við þær. Við fórum svo í sund á Hellu fyrir næsta stað.
Annars lá leið okkar yfir á Borg í Grímsnesi næst.
 |
Hér erum við komin í sól og blíðu á Borg og hittum aftur vinafólk okkar sem var með okkur á Egilsstöðum.
 |
Hér er Emil og Rut búnað vera í göngutúr á Borg.
 |
Maggi að leyfa Marra að máta hjólið með sér.
 |
Það var æðisleg kvöldsólin og krakkarnir úti að leika og hér erum við með vinafólki okkar
og Ronja Rós með leikfélaga frá leikskólanum hana Margréti Máney og Kristmund Frey frænda sinn.
 |
Núna erum við komin yfir í Mosskóga það er mjög flott að vera þar og við tókum eina nótt þar meðan við vorum að stússast í Reykjavík
að kaupa skólatösku fyrir Ronju og fartölvu fyrir Benóný sem hann þarf að hafa áður en hann byrjar í framhaldsskólanum í Grundafirði.
 |
Við fórum með Ronju og Freyju í skopp það er alltaf jafn gaman fyrir krakka að fara þangað.
 |
Ronja Rós elskar að klifra og hér er hún komin upp á topp svo dugleg.
 |
Hér erum við svo komin heim 12 ágúst og búnað parkera hjólhýsinu í stæðið okkar.
Það var nóg að gera að ganga frá og þrífa þvott eftir þessa löngu útilegu og gott að komast heim.
 |
Ég fór svo daginn eftir að skoða nýja fallega litla frænda minn sem er alveg dásamlegur og bræðir alla.
Maja systir er semsagt orðin amma og Steini hennar var að eignast son 24 júlí sem er afmælisdagurinn hans Ágústar bróðir svo hann
fékk litla frænda í afmælisgjöf.
 |
Ronja Rós svo stolt frænka. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|