Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

23.08.2025 08:20

Útilega hélt áfram og núna á Egilsstöðum 4 til 9 ágúst


Þá erum við mætt á Egilsstaði við vorum komin þangað seint um kvöldið og fegnum frekar óþægilegt stæði en

svo er þetta mynd seinna þegar við vorum búnað færa okkur í annað stæði sem við gátum pantað í lengri tima.

 


Við fórum og kíktum á Ágúst og Írisi á Felli í Breiðdal.

 


Hér er Embla búnað koma sér vel fyrir með eina kisuna frá þeim.

 


Ronja líka með kisu og hund.

 


Leið okkar lá svo í Vök með Ágústi og fjölskyldu.

 


Benóný Ísak fékk sér kók.

 


Freyja Naómí með drykk líka.

 


Embla Marína.

 

Ronja Rós með krap.

 


Emil og Ágúst í Vök.

 


Stelpurnar skemmtu sér vel hér er Freyja, Magdalena og Embla.

 


Hér er Benóný Ísak kominn í hreyndýragarð rétt hjá Egilsstöðum.

 


Þessi var svona unglinga hreyndýr og var í vondu skapi og vildi ekki láta klappa sér og stelpurnar eru hér hálf skelkaðar á svipinn he he.

 


Hér er Ronja að gefa þeim að borða.

 


Svo gaman að kíkja í þennan garð svo falleg dýr.

 


Hér er Ronja komin upp í tré hún elskar að klifra.

 


Svo flott hreyndýr.

 


Við kíktum rúnt inn á Seyðisfjörð og vinafólk okkar með okkur og við tókum rölt um bæinn.

 


Við enduðum svo rúntinn að fara í sund á Eskifyrði og kíktum á refinn sem er þar á Mjóeyri það vildi til að ég var með

smá harðfisk í poka og hann kom strax til okkar. Ég elska refi við vorum alltaf með yrðlinga inn í Mávahlíð þegar ég var krakki

því pabbi var refaskytta og hann kom alltaf með yrðlinga og við vorum með þá allt sumarið og svo fóru þeir um haustin en

komu svo alltaf reglulega í heimsók yfr veturinn mjög skemmtilegt og þeir eru svo skemmtilegir karektar svo stríðnir og mikill leikur í þeim.

 


Ágúst kom og kíkti á okkur og Maggi og Rut komu austur líka til okkar og eru með hjólhýsið hliðina á okkur.

Við tókum spil og áttum góðar stundir saman fyrir austan svo lá leið okkar áfram suður því það spáði betra veðri þar.

Hér erum við komin á Höfn í Hornafirði og við stoppuðum þar til að fá okkur að borða og auðvitað að fara í frábæru sundlaugina þar

og það var fengið sér humarsúpu sem var alveg himnesk hún var svo góð.

 


Við keyrðum svo fram hjá Jökulsárlóni. Við vildum bara halda áfram að keyra á meðan Marri Már hans Magga

svaf því hann er alveg einstaklega erfiður í bíl og hatar að sitja fastu og grætur bara og grætur ef hann er vakandi í bíl.

 


Við teygðum úr okkur á Kirkjubæjarklaustri og keyptum okkur að drekka.

 


Við enduðum svo á því að tjalda á Hvolsvelli það var eina tjaldsvæðið sem var laust í rafmagn enda vorum við mjög 

seint á ferðinni og það var allt fullt á Vik og Skógum svo var Marri greyið vaknaður og alveg brjálaður en náði svo að 

sofna aftur svo við náðum að keyra inn á Hvolsvöll um nóttina og vorum komin um 1 leytið og ég fór út að leita að

stæði og rafmagni en var svo heppin að hitta stelpu sem var að vinna á tjaldstæðinu og hún fann fyrir mig rafmagn svo við

gátum komið okkur fyrir þessa nótt. Hér á myndinni er Ronja og Marri að leika sér úti á Hvolsvelli.

Embla hitti Karitas vinkonu sína á Hvolsvelli og þær vildu fá að halda áfram í útilegu saman og foreldrar Karítas voru 

alveg til í að fá Emblu með svo Karítas hefði félagsskap í útilegunni þeirra svo við urðum við þeirri ósk og leyfðum henni að fara með þeim

svo hún fór aftur til baka það sem við vorum búnað fara og átti svakalega góða daga með þeim í geggjuðu veðri og æðislegum félagsskap sem

var alveg dekrað við þær. Við fórum svo í sund á Hellu fyrir næsta stað.

Annars lá leið okkar yfir á Borg í Grímsnesi næst.

 


Hér erum við komin í sól og blíðu á Borg og hittum aftur vinafólk okkar sem var með okkur á Egilsstöðum.

 


Hér er Emil og Rut búnað vera í göngutúr á Borg.


Maggi að leyfa Marra að máta hjólið með sér.

 


Það var æðisleg kvöldsólin og krakkarnir úti að leika og hér erum við með vinafólki okkar

og Ronja Rós með leikfélaga frá leikskólanum hana Margréti Máney og Kristmund Frey frænda sinn.

 

Núna erum við komin yfir í Mosskóga það er mjög flott að vera þar og við tókum eina nótt þar meðan við vorum að stússast í Reykjavík

að kaupa skólatösku fyrir Ronju og fartölvu fyrir Benóný sem hann þarf að hafa áður en hann byrjar í framhaldsskólanum í Grundafirði.

 


Við fórum með Ronju og Freyju í skopp það er alltaf jafn gaman fyrir krakka að fara þangað.

 


Ronja Rós elskar að klifra og hér er hún komin upp á topp svo dugleg.

 


Hér erum við svo komin heim 12 ágúst og búnað parkera hjólhýsinu í stæðið okkar.

Það var nóg að gera að ganga frá og þrífa þvott eftir þessa löngu útilegu og gott að komast heim.

 


Ég fór svo daginn eftir að skoða nýja fallega litla frænda minn sem er alveg dásamlegur og bræðir alla.

Maja systir er semsagt orðin amma og Steini hennar var að eignast son 24 júlí sem er afmælisdagurinn hans Ágústar bróðir svo hann

fékk litla frænda í afmælisgjöf.

 


Ronja Rós svo stolt frænka.
Flettingar í dag: 7605
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1417
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 2288882
Samtals gestir: 87776
Tölur uppfærðar: 14.9.2025 07:02:05

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar