Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

26.08.2025 09:25

Kinda rúntur og afmæli Benóný


Það var auðvitað tekinn kindarúntur inn í sveit og skoðað hvað lömbin eru búnað stækka en hér er

Álfadrottning með gimbrar undan Pistil sæðingarstöðvarhrút önnur þeirra er með grænan fána R171.

 


Stelpurnar að klappa Klaka. Klaki er 2022 árgerð.

 


Freyja að klappa Prímus og Klaka.

 


Klaki er svo fallegur og með svo falleg horn.

 


Dögg með svartan hrút sem er með gulan fána og ljósgrænan H154 og svo 

gimbur hvít sem er með gulan fána og grænan R171 þau eru undan Eilíf sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er Sól með gimbur undan Böggul sæðingarstöðvarhrút og hún er með aðra hvíta gimbur á móti.

 


Hér er Ösp með flekkóttan hrút og hvita gimbur undan Tarsan okkar.

 


Jobba 24-014 með gimbrina sína undan Breiðflóa frá Hraunhálsi.

 


Katla 23-007 með gimbrar undan Breiðflóa.

 


Indiana 24-012 með gimbur undan Kát sæðingarstöðvarhrút og hún er með tvær gimbrar og önnur

þeirra er með H 154.

 


Hér er hin á móti.

 


Sól með fallegar gimbrar undan Böggul.

 


Hér eru tvær sem voru gemlingar í vetur og þær voru geldar og eru núna orðnar stórar og fallegar.

 


Harpa gemlingur missti lambið sitt í vor og fóstrar þennan hrút frá Ídu sem dó á sauðburði

hann er undan Tarzan.

 


Hann er tvilembingur undan gemling en er með gulan fána.

 


Hér er svört gimbur undan Draumadís hún er með H 154. Hún er þrílembingur undan Vind okkar.

 


Gráhyrna hans Sigga með hrút undan Kogga okkar.

 


Þessi hrútur er undan Melkorku og Kakó.

 


Hér er Bríet með lömbin sín undan Klaka.

 


Hér er Prinsessa með gimbrar undan Vind 23-004 þær eru báðar með gulan fána og ljósgrænan H 154.

 


Hún er svo blíð að hún kom til Freyju að fá smá klapp og klór.

 


Hér er falleg gimbur undan Sól gemling og Örvari frá Óla Ólafsvík.

 


Hér er Breiðleit hans Sigga með lömb undan Kogga 24-002.

 


Gimbur undan Gurru og Vind 23-004 hún er fæddur þrílembingur .

 


Perla 20-016

 


Hér er hrúturinn hennar Perlu hann er undan Bruna sæðingarstöðvarhrút og hann er 

með gulan fána og H 154.

 


Hér er gimbrin á móti hún er líka með sömu fána gulan og ljósgrænan H 154.

 


Hér er Perla með lömbin sín þau virka mjög þétt og falleg hún kemur reyndar alltaf

með mjög vel gerð lömb.

 


Perla er líka gjæf og kom til Ronju að fá klapp.

 


Snúlla 17-101 hennar Jóhönnu.

 


Hér er önnur gimbrin hún er undan Ósmann sæðingarstöðvarhrút.

Hún er með grænan R171 og H 154.

 


Hér er hin á móti hún er með gulan fána og grænan R 171.

 


Hér er Guðmunda Ólafsdóttir hún er með hrút undan Breiðflóa.

 


Lóa með móflekkótta gimbur undan Kakó þær voru tvær en það var keyrt á hina.

 


Branda 22-012 með hrút undan Böggul sæðingarstöðvar hrút.

 


Hér er gimbrin á móti hún er mjög falleg grábotnótt.

 


Það var svo fallegt veðrið í sveitinni þegar við fórum á kinda rúntinn.

 


Snæfellsjökullinn orðinn frekar sköllóttur núna en hann verður það nú yfirleitt svona síðsumars.

 


Hér náði ég betri mynd af gimbrinni hennar Lóu og Kakó.

 


Hér er Móna Lísa 14-008 með hrútana sína undan Álf 24-003

Annar þeirra er með gula fána og hinn er með gulan og grænan R 171.

 


Hér sjást þeir betur þessi aftari er með R 171.

 


Benóný framhaldsskóla strákur byrjaði í skólanum og líkar bara mjög vel.

Hann var 16 ára þann 19 ágúst og við fórum til Reykjavíkur í tilefni dagsins.

 


Hann fór til tannlæknis um morguninn og fékk þær gleðifréttir að hann má hætta nota góminn

á daginn og þarf bara að hafa hann á nóttinni. Við fórum svo í Húsdýragarðinn.

 


Hér eru Freyja og Benóný að fara í fallturninn .

 


Maggi bróðir og Marri Már komu með okkur og Marri var alveg með dýrahljóðin á hreinu rosa gaman hjá honum.

Eftir húsdýragarðinn fórum við í sund í Laugardagslaug og svo fékk Benóný auðvitað uppáhalds matinn sinn 

sem eru Dominos brauðstangir.


Þann 17 ágúst fórum við í 2 ára afmælisveislu hjá Jón Bjarka frænda Emils sem

er barn Elfu og Jóhanns sem er sonur Dagbjörtu systir Emils.

Það var mjög gaman að fá að hitta hann litla frænda og svakalega flott veisla.

 


Hér er afmælisprinsinn með Emil frænda og Ronju frænku.

 

Flettingar í dag: 12238
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1417
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 2293515
Samtals gestir: 87782
Tölur uppfærðar: 14.9.2025 08:48:55

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar