Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.08.2025 09:05

Kinda rúntur 28 ágúst


Hér er falleg gimbur undan Sælu 23-012 og Örvari 23-638 frá Óla Ólafsvík.

 


Hrúturinn á móti hann er með gulan fána og ljósgrænan C 151.

 


Blóma 22-014

 


Annar hrúturinn hennar undan 24-004 Brúnó.

 


Hinn á móti þeir eru báðir með gula fána. Brúnó er móflekkótti hrúturinn okkar.

 


Gimbrarnar aftur undan Pistil og Álfadrottningu ég er mjög spennt fyrir þeim.

 


Hér eru þær að labba í burtu svakalega þéttar og fallegar að sjá.

 


Þessi er frá Sigga ég náði ekki að sjá númerið hennar til að sjá hver þetta er hún er með fallega svarta gimbur.

 


Hér sést gimbrin betur.

 


Ljúfa með hrútana sína hún á svartan og flekkóttan en þessi grái er að fylgja henni líka.

 


Hann er mjög fallegur og er með í vinstra eyranu svo hann er pottþétt frá Gumma Óla Ólafsvík.

 


Embla fór að kíkja á hana Hildi sem er svo svakalega blíð og svo er hrúturinn hennar líka gæfur.

 


Hér eru stelpurnar allar saman að klappa þeim báðum.

 


Hér er gimbrin hennar hún er þó ekki spök en mjög forvitin og skilur ekkert í þessu þegar við erum alltaf að koma.

 


Hér er Embla Marína að klappa hrútnum og þetta er í fyrsta sinn sem við náum að spekja hrút út í náttúrunni alveg magnað.

 

F


Það var babyshower hjá Karítas Bríet frænku sem er dóttir Maju systir.

Hér er kakan hennar ekkert smá flott. Hún fékk mjög fallegar gjafir og skemmtilega samveru og á von á stelpu í október.

 

Flottar vinkonur á leið í fermingarferðalag í Vatnaskóg

Freyja, Vigdís og Arna þær komu svo heim í gær og skemmtu sér svakalega vel.

 

Flettingar í dag: 12238
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1417
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 2293515
Samtals gestir: 87782
Tölur uppfærðar: 14.9.2025 08:48:55

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar