Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

01.09.2025 14:35

Kinda rúntur 29-31 ágúst


Hér er Embla að kalla á Einstök til að koma til sín.

Einstök er með hrút og gimbur undan Kogga þau eru bæði með gulan og ljósbláan fána N138.

 


Þessi lambhrútur er undan Viktoríu og kogga hann er með gulan og ljósbláan fána N138.

 


Guðmunda með hrútinn sinn undan Breiðflóa.

 


Hér er gimbur undan Blæju sem hefur gengið sem graslamb því hún dó snemma í vor.

Hún er með gulan fána og ljósgrænan H154.

 


Marri Már litli frændi með Freyju sinni. Marri er sonur Magga bróðirs og þeir feðgar voru

í heimsókn yfir helgina svo gaman hjá Marra að kíkja á kindurnar.

 


Hér eru Ronja Rós, Marri Már og Freyja Naómí að kíkja á Draumadís.

 

Draumadís er svo góð.

 


Fallegi Marri að borða ber.

 


Draumadís með gimbrina sína undan Vind hún er með H154.

 


Píla með hrút undan Klaka.

 


Agúrka með lömb undan Örvari hans Óla Ólafsvík.

 


Hér er hrúturinn hennar.

 


Gimbrin vildi ekki alveg snúa sér við en hér sést hún .

 


Milla 24-010 með lömbin sín undan Svala.

 


Moldavía með gimbur sem hún fóstrar frá Sigga sem er undan Þíðu og Kogga og er með H154.

Hún á hrútinn sjálf sem er móbotnóttur og er undan Brúnó.

Hér sést gimbrin betur.

 


Hrúturinn en hann vildi ekki líta upp var of upptekinn að borða.

 


Margrét með sína hrúta og svo fóstrar hún líka frá Ídu sem drapst á sauðburði og það

má sjá að hún hefur mjólkað þeim þrem mjög vel þeir eru næstum stærri en hún.

 


Svakalega flottir að sjá þeir eru allir undan Tarzan okkar þessir sem eru undan Margréti eru með gulan fána

en undan Ídu er með R171.

 


Þessi gimbur er undan Köku og Pistil sæðingarstöðvarhrút hún er með R171.

 


Panda með lömbin sín undan Brimil sæðingarstöðvarhrút og önnur gimbrin er með R171 og N138

en hin gimbrin er hlutlaus með gulan fána.

 


Hér er önnur hvor gimbrin hennar Pöndu.

 


Hér er Randalín 18-016.

 


Hún er með tvær gimbrar sem eru undan Reyk 22-449 frá Sigga í Tungu.

 


Fallega grá þessi. Hún er með gulan fána.

 


Hér er hin hún er með H154.

Það var svo gaman að sjá hvað það voru margar nýjar komnar niður núna á rúntinum sem ég hef ekki

séð neitt síðan við slepptum út. Þetta fer að verða svo spennandi núna að fylgjast með og taka myndir.

 


Við tókum göngutúr með Magga og fórum að heimsækja mömmu inn á Dvalarheimili og tókum

hana svo í göngu heim til okkar.

 


Það var svo æðislegt veður að við sátum út á palli og hér er Marri Már hjá Ömmu Huldu.

 

 

Flettingar í dag: 12238
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1417
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 2293515
Samtals gestir: 87782
Tölur uppfærðar: 14.9.2025 08:48:55

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar