Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

13.09.2025 20:44

Göngutúr og kindur


Hér er Elka gemlingur með gimbrarnar sínar undan Kakó.

 


Hér er önnur þeirra sem ég er mega spennt fyrir hún er svo falleg á litinn.

 


Hér er Elka með hina gimbrina.

 


Fór aðeins að þjálfa mig fyrir smölun og fékk mér göngutúr upp að Rjómafossi en bara Fögruhlíðarmegin.

Sá ekki kindur mín megin en það voru slatti hinum megin í Svartbakafellinu.

 


Hér er ég búnað labba upp og er á leiðinni niður Rauðskriðugilið.

 


Ég hef aldrei séð Snæfellsjökulinn jafn gráan eins og hann er núna það hefur bráðnað svakalega núna í sumar.


Við Ronja fórum líka í göngutúr daginn eftir og kíktum á ber og það var frekar lítið af þeim 

nema það er nóg af krækiberjum en smá af aðalbláberjum.

 


Henni fannst þetta mjög gaman.

 


Rúsína með hrútana sína undan Bögull sæðingarstöðvarhrút.

 


Þeir eru mjög þykkir og fallegir að sjá.

 


Hér er Blesa hún er með hosóttan hrút og mógolsóttan hrút undan Vind okkar.

 


Þessi gimbur er undan Agúrku og Örvari.

 


Hér er hrúturinn á móti.

 


Hér er Arna gemlingur hún var geld og er orðin svakalega falleg.

 


Hér er Beta gemlingur sem var líka geld og hún er orðin líka mjög stór og falleg 

bæði Arna og Beta eru í eigu Kristins.

 


Hérna er Bryndís hennar Helgu með hrútinn sinn undan Vind.

Ég var ekki búnað sjá hana mjög lengi en núna eru nokkrar að færast niður sem hafa ekki verið áður.

 

Þessi er frá Sigga held þetta sé Nótt og ef þetta er hún þá er þessi gimbur undan Hólmstein sæðingarhrút.

 

 

Hér er Týra 23-022 með lömb undan Álf okkar.

Gimbrin er með R 171 og hrúturinn er með R 171 og H 154.

 


Hér er svo nýjasti íbúinn hjá okkur en það er þessi fallega læða sem við 

vorum að fá okkur og erum búnað leita lengi eftir að finna hina einu réttu og það 

var svo þessi sem ég sá auglýsta til sölu í Hveragerði og við sóttum hana í gær

og það er þvílík hamingja á heimilinu og núna á eftir að finna nafn á hana.

 


Amma Hulda og Ronja Rós svo flottar saman í bláu.

 

 

Flettingar í dag: 12238
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1417
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 2293515
Samtals gestir: 87782
Tölur uppfærðar: 14.9.2025 08:48:55

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar