Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.09.2025 09:57

Kinda göngutúr 17 sept

Fór í göngutúr og sá nokkrar nýjar sem ég hef ekki séð áður eins og Tusku, Zetu og Maju. Nú er spennan aldeilis farin að segja til sín aðeins tveir dagar í að fara að smala á föstudaginn Búlandshöfðann. 


Rakst líka á veturgömlu hrútana hér er hrúturinn hans Sigga hann Trölli 24-445 undan hrút frá Lalla Hellissandi nr 22-006 og móðirin er frá Hoftúnum nr 21-049.

 


Kakó 24-444 undan Tónn 23-221 frá Álftavatni/Hoftúnum og Nútellu frá Ásklifi 5/Hoftúnum.

 


Álfur 24-003 undan Bjarka 23-922 og Álfadís 21-015.

 


Koggi 24-002 undan Laxa 19-903 og Slettu 23-020.

 


Tuska með gimbur undan Fastus 23-941 og hún er kollótt.

 


Hrúturinn á móti er sívalhyrndur en þetta virka mjög þétt og falleg lömb.

 


Zeta 24-011 er með gimbur undan Sand 24-948.

 


Hér er sú gimbur hún er kollótt það virðist mikið vera að koma kollótt undan sæðingarhrútunum.

 


Blesa 20-009 

 


Hrútur undan Blesu og Vind 23-004.

 


Hér er hinn á móti.

 


Hér eru þeir saman.

 


Hér eru hrútarnir hennar Viktoríu eða hún á þann flekkótta en hinn er undan Draumadís og Vind.

Viktoría er svo yndisleg kind ég náði að labba að henni og gefa henni klapp.

 


Þeir voru mjög forvitnir en þorðu þó ekki að koma alveg til mín.

 

Hér er Botnía hans Sigga með hrút undan Reyk 22-449.

 


Botnía er svo falleg kind.

 


Hér er hrúturinn hennar með svo fallegan kraga.

 


Hér er hinn á móti.

 


Sá svo Týru aftur með lömbin sín.

 


Maja 24-017 með hrút undan Örvari 23-638.

 


Gimbur undan Sól 23-008 og Böggul 21-911.

 


Hin gimbrin á móti.

 


Mér finnst svo töff að taka svona myndir og fá blörraðan bakgrunn. Ég var 

að reyna fá Sól til að koma til mín og það tókst næstum en fyrst hún treysti sér ekki bakkaði

ég varlega til baka.

 


Þessi er frá Sigga en ég er ekki alveg klár á því hver þetta er en hún er með mjög vænan hrút.

 


Hér sést hann betur.

 


Týra og gimbrin hennar undan Álf 24-003. Gimbrin er með R 171.

 


Hrúturinn á móti hann er með N 138 og R 171.
Flettingar í dag: 3424
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 4316
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 2344227
Samtals gestir: 87874
Tölur uppfærðar: 17.9.2025 18:06:01

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar