Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.09.2025 14:45

Lambadómar 22 sept

Mánudaginn 22 sept komu Árni Brynjar Bragason og Anton Torfi Bergsson og dæmdu hjá okkur lömbin.

Það er alveg heilagur dagur hjá okkur og stelpurnar fengu frí í skólanum til að vera viðstaddar og hjálpa okkur

enda líka mikil vinna í kringum þetta og allir með sitt hlutverk og svo auðvitað að hafa skoðun á því hvað verður næsti ásettningur.

Við áttum 128 lömb í heildina .

Það vantar 5 af fjalli sem hafa farist yfir sumarið.

Það var keyrt á 3 lömb yfir sumarið

Eitt festist í grindunum og heltist svo það var ekki skoðað

Ein gimbur sem hefur fótbrotnað og var lóað rétt fyrir smölun.

Einn lambhrútur sem hafði lagt mikið af og þótti ekki marktækur til stigunar og svo

bættust tveir lambhrútar við sem náðu ekki 30 í ómv svo við létum ekki stiga þá.

Annars voru hin öll skoðuð 115 lömb 

Við höfum svo glatað 3 kindum sem skiluðu sér ekki núna í haust en lömbin komu það eru

Ósk, Mávahlíð og Nadía.

 


Embla tók myndir fyrir mig því ég var að skrifa. Hér er Torfi að mæla.

 


Emil og Árni kátir.

 


Hér er allt komið á fullt Kiddi dregur til Torfa og Siggi tekur svo á móti

og Emil sækjir svo næsta og koll af kolli. Embla finnur fyrir mig þyngdina og undan

hverju lambið er svo ég geti skrifað það. Erika og Freyja eru að passa hlerann hjá lömbunum

fyrir aftan sem á eftir að skoða. Tók eftir því þegar ég var að skoða blöðin að ég gaf

Árna óvart upp 58 hrúta en það voru tveir teknir út sem náðu ekki 30 í ómv svo það voru 56 stigaðir í heildina.

 

56 hrútar dæmdir.

 

1 með  90,5 stig

1 með 89,5 stig

1 með 89    stig

3 með 88,5 stig

1 með 88    stig

7 með 87,5 stig

6 með 87    stig

4 með 86,5 stig

5 með 86    stig

5 með 85,5 stig

7 með 85    stig

8 með 84,5 stig

3 með 84    stig

3 með 83,5 stig

1 með 83    stig

 

Meðaltal af stigun er alls 86 stig.

 

Lærastig hjá lambhrútum hlóðar svo

 

7 með 19 læri 

9 með 18,5 læri

23 með 18 læri

16 með 17,5 læri 

1  með 17 læri 

Meðaltal af lærastigun er 18

 

ómvöðvi hljóðaði svona

 

1 með 40

2 með 39

2 með 38

2 með 37

5 með 36

7 með 35

6 með 34

11 með 33

9 með 32

7 með 31

4 með 30

Meðaltal af ómvöðva var 33,7

 

Meðalþyngd hjá hrútunum var 51,9 kg

Meðaltal lögun 4,3

Meðaltal ómfitu 3,6

Meðaltal malir 9

 

Gimbra stigun þær voru 59 stigaðar.

 

Meðaltal fitu var 3,7

Meðaltal þyngd var 45,7 kg

Meðaltal heildarstig 43,4

 

Lögun hljóðar svona :

 

27 með 4,5

28 með 4,0

4 með 3,5

 

Ómvöðvi hljóðar svona :

 

Allar gimbrar voru með 30 í ómv og yfir.

 

1 með 39

2 með 38

3 með 37

9 með 36

6 með 35

10 með 34

10 með 33

9 með 32

7 með 31

2 með 30

 

Meðaltal ómvöðva var 33,8 alls

 

Frampartur hljóðar svona :

 

9 með 9,5

33 með 9,0

16 með 8,5

1 með 8,0

 

Meðaltal frampartur 8,9

 

Læri hljóða svona : 

 

4 með 19 læri 

16 með 18,5 læri

21 með 18 læri

15 með 17,5 læri 

3 með 17 læri

 

Meðaltal læri 18

 

Við erum mjög ánægð með útkomuna í ár og er hún svipuð og í fyrra en er að skila sér hærra  þyngdin er meiri núna og ómvöðvin er meiri og jafnari

svo ræktunin er að skila sér vel og við vorum að nota mjög marga hrúta núna eins og áður og margir nýjir sérstaklega þá sæðingar hrútarnir en þó voru það heima hrútar sem voru að skila hæðst stiguðu lömbunum en það er bara skemmtilegt hrós fyrir okkur að þeir séu að standa sig vel þó það sé auðvitað nauðsynlegt að koma nýju hrútunum inn og arfgerðinni sem fylgir þeim og það gengur flott hjá okkur enda erum við búnað taka sýni úr öllum lömbum svo við vitum hvað öll lömb og kindur eru með hjá okkur.

Núna tekur bara við skemmtilegur tími að velja ásettning og spá og speklura og það getur líka reynst erfitt þegar úr mörgu er að velja þá þarf að vanda valið.

 


Þessi gimbur er til dæmis svakalega falleg á litinn en stigaðist þó ekki eftir væntingum en verður

samt sett á hún er tvílembingur undan gemling og þau gengu bæði undir 40 kg og 42 kg sem er mjög flott hjá gemling

Hún er 42 kg þessi og 32 ómv 2,7 ómf 4,0 lag 8 frampart og 17 læri. Það verður bara að nota góðan hrút á hana til að bæta gerðina.

 


Hér er Embla strax farin að vinna í að spekja gimbrarnar og það gengur mjög vel strax búnað ná þrem

án þess þó að vita hverjar þær eru og hvort þær séu hluti af ásettningi en stundum ræðst hann af því líka hvernig karektar þær eru

og hvort þær verði gæfar.

 


Hér er hluti af gimbra hópnum.

 


Hér er einn hrútur sem við vorum að skoða sem er undan Perlu og Bruna sæðingarstöðvarhrút hann er með C 151

Ég náði bara ekki nógu góðri mynd af honum.

Tvilembingur 57 kg 35 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 108 fótl 

8 9 9,5 9 9,5 18,5 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig.


Hér er Bríet hans Kristins mynd tekin 26 ágúst hún er með lömb undan Klaka okkar og 

þessi lömb stiguðust svakalega vel og Kiddi setur þau bæði á til ásettnings.

 

Gimbrin er 48 kg 38 ómv 3,4 ómf 4,0 lag 110 fótl 

9,5 frampart 18,5 læri 9 ull 8 samræmi.

 

Hrúturinn er 55 kg 38 ómv 3,3 ómf 5 lögun 108 fótl 

8 haus 9 H+h 9,5 B+útl 10 bak 10 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur 8,5 samræmi alls 89,5 stig.

 

Siggi fékk líka mjög flotta stigun og er með 49 kg meðalvigt af lömbunum sem er rosalega flott.

 

Hæðst stigaði hrúturinn hjá okkur er grár hrútur sem er arfhreinn H 154 undan Mávahlíð og Garp sæðingarstöðvarhrút og hann

hefur meira segja átt meira inni því Mávahlíð hefur drepist snemma í sumar því ég hef ekkert séð hana.

Hann stigaðist 90,5 stig.

Ég á svo eftir að skoða þetta betur næst þegar við rekum inn og taka fleiri myndir.

Flettingar í dag: 2216
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 3914
Gestir í gær: 94
Samtals flettingar: 2388662
Samtals gestir: 88459
Tölur uppfærðar: 2.10.2025 23:54:25

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar