Við hittumst heima hjá Sigga í Tungu kl 8 um morguninn og fengum okkur kaffi og röðuðum niður hvert hverjir færu. Við vorum svakalega vel mönnuð af smölum í ár . Emil keyrði þá sem áttu að fara upp á Fróðarheiði þangað og það var farið á tveim bílum. Það voru Kiddi og Kristinn Jökull, Þráinn og Jói.
Siggi og Hannes, Tómas og Davíð.
 |
Hér eru þeir tilbúnir í þetta og blíðaskapar veður til að smala.
Siggi, Davíð, Hannes, Jói, Kristinn, Þráinn, Tómas og Kiddi.
 |
Hér erum við svo seinni hópurinn sem fór upp inn í Fögruhlíð.
Erika, Embla, Freyja, Birta, ég, Maja bak við mig, Óli, Benóný, Hrannar og Bói og Selma fyrir aftann okkur.
 |
Hér er verið að halda upp þetta er mikið streð upp þessi leið það er bara upp upp og upp.
Krakkarnir voru svo svakalega duglegir að labba.
 |
Hér er Selma, Maja og Óli.
 |
Hér erum við komin einn fjórða af leiðinni upp og það er nóg eftir.
 |
Benóný var svo duglegur hann er í engu formi en var svo duglegur að labba og það háði honum aðeins að hann var frekar lofthræddur
að vera kominn svona langt upp.
 |
Selma svo góð að koma með mér að smala og naut þess að fá svona útsýnisgöngutúr í æðislegu veðri.
Það má svo sjá Ólafsvík í baksýn.
 |
Hrannar og Benóný. Hrannar var svo svakalega duglegur og fór með Óla alveg hæðst upp alveg hörku smali.
 |
Hér sjáum við yfir í Kaldnasa og Óli og Hrannar fóru alla leið þangað yfir.
 |
Svo geggjað útsýni þegar það er svona fallegt veður hér má sjá yfir í Ólafsvík.
 |
Maja systir og Selma hér erum við komin næstum alveg upp í neðri og efri Urðir og sjá þaðan yfir í
Borgir og Fossakinnarnar og Kaldnasa. Það voru kindur í neðri Fossakinnunum sem Óli og Hrannar fóru að ná í.
Við þurftum svo að bíða eftir þeim sem fóru upp á Fróðarheiði eftir að þeir kæmu með féið niður Svartbakafellið
og þar stóð Bói, Freyja og Birta fyrir svo þær kæmu ekki aftur upp hjá Svartbakafellinu.
 |
Það voru svo kindur sem Embla og Erika fóru á eftir sem komu upp hjá Bjarnaskarðinu og ég reyndi að fara í veg
fyrir þær og endaði með þvi að hlaupa á eftir þeim yfir allt fjallið frá Urðunum fram hjá Kistufellinu og þríhyrninginum
alla leið yfir að Höfðaskarði sem ég hélt að væri Grensdalirnir en ég var löngu búnað fara fram hjá þeim og komin lengst
inn eftir.
 |
Hér eru þríhyrningarnir.
 |
Hér eru kindurnar sem ég var að elta það var ein mórauð,svartflekkótt, svört og einhver hvít lömb.
Þetta eru greinilega kindur frá Grundafirði frá Bibbu eða Óla á Mýrum þær tóku bara stefnuna inn eftir og gáfust ekki upp.
 |
Hér stungu þær mig af og fóru inn í þessa kletta og ég gat engan veginn farið á eftir þeim þetta var alveg þverhnýtt niður
og ég var orðin alveg áttavillt vissi ekki hvaða leið ég átti að fara en fór á eftir þeim að þessum kletti og sneri svo við og
fann kindagötu sem ég fylgdi og hugsaði ég hlýt að enda einhversstaðar sem ég kemst niður.
 |
Ég var komin það langt að gat séð niður að Höfða bænum svo ég var komin allt of langt frá öllu.
 |
Þarna ef vel er að gáð má sjá rjúpu í steinunum en ég labbaði svo upp þennan grýtta stíg
og þetta var ekki fyrir lofthrædda mjög bratt og erfitt að vera líka á slóð sem maður þekkir ekki en ég fylgdi þessari bröttu kinda
götu og endaði þá upp á Búlandshöfða og labbaði dágóða stund áður en ég náði að ramba á Grensdali.
 |
Hér er ég upp á Búlandshöfða og þegar ég kem nær þessu fjalli sem sést þá kemst ég
niður í Grensdali svo ég var komin dágóða spöl frá mínu svæði.
|
 |
Kom að þessum læk sem er í áttina að Grensdölum svo ég er á réttri leið.
 |
Hér er ég að fara komast á kunnulegar slóðir í Grensdölum.
 |
Það er enn þá æðislegt veður og sólin skín klukkan er orðin hálf 3 svo við erum talsvert lengur
að koma okkur niður en fyrri ár því við erum yfirleitt að koma niður um 2 leitið.
Ég heyrði svo í Maju og þá var hún og Óli og Hrannar enn þá uppi að reyna við einhverjar sem voru óþekkar við þau
að fara niður en þeir sem voru í fellinu voru komnir niður með sínar kindur. Ég hélt leið minni áfram og reyndi að finna
Pöndu,Rakettu og Huppu sem ég á enn eftir að sjá og Emil var búnað sjá þær ofarlega fyrir ofan útsýnispallinn í Höfðanum.
 |
Komin upp að útsýnispallinum og Emil var að hjálpa hinum að reka inn og fara með aðstoð
til Maju og Óla svo Selma kom og skoðaði fyrir mig hvort hún sæi Pöndu og þær en sá þær hvergi
svo ég fór aftur til baka og aftur upp til að kikja alveg upp á fjall aftur.
 |
Ég fann þær svo lengst uppi og náði að fara fyrir þær og reka þær niður að útsýnispallinum.
 |
Hér eru þær að halda áfram.
 |
Hérna eru blautu klettarnir það er mjög erfitt að labba hér það er svo sleift svo maður þarf
að hálf skríða hér undir.
 |
Ég beið hér upp við klettana meðan Siggi og Hannes og Davið fóru upp hinum megin svo þær færu
ekki upp á fjall hinum megin upp sem þær reyndu en Siggi náði að komast fyrir þær og hinir strákarnir
svo þetta hafðist að koma þeim niður. Ég þurfti svo að fikra mig niður á rassinum he he.
 |
Hér sést hversu hátt uppi ég er bilarnir frekar litlir að sjá á veginum.
 |
Hér er óþekktar gengið loksins komið niður og við erum búnað búa til aðhald
niður í kjallaranum á fjárhúsunum inn i Mávahlíð til að króa þær af.
 |
Búnað fanga þær hér inni og Friðgeir kom og bakkaði kerrunni upp að og
raðaði stálgrindarhliðum meðfram svo loksins er búið að fanga þær og stytta okkur
talsvert leiðina að þurfa ekki að reka þær alla leið inn í Tungu.
 |
Hér er Helga litla komin til pabba sins að kikja á kindurnar og
afa Kidda.
 |
Það biðu okkar svo þvílíkar kræsingar þegar við komum niður. Ég pantaði réttartertu
sem Óli sótti fyrir mig í Tertugallerý og svo bakaði ég marenstertu og skyrtertu.
Helga hans Kristins gerði svakalega góða kjúklingasúpu og bakaði súkkulaðihorn sem eru
svakalega vinsæl og góð hjá krökkunum. Jóhanna bakaði svo svakalega fallegar og góðar brauðtertur
svo það var nóg að ljúffengu bakkelsi í boði fyrir alla. Ég þakka Jóhönnu,Freyju tengdamömmu og Helgu kærlega
fyrir að sjá um kaffið fyrir okkur. Þökkum svo öllum sem komu með okkur að smala kærlega fyrir skemmtilega
samveru og hjálpsemi þetta var alveg æðislegt.
 |
Hér er tertan frá Tertugallerý sem var jarðarberja rjómaterta svakalega góð.
 |
Hér er brauðtertan sem Jóhanna gerði hún er með skinku alveg svakalega flott hjá henni.
 |
Hér hefst svo spennan að reka inn og skoða.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|