Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

01.10.2025 16:37

Hrútasýning veturgamla í Tungu 2025

Mánudaginn 29 september fór framm hrútasýning veturgamalla kl 17:30 í fjárhúsunum hjá Sigga í Tungu.

Dómarar voru Sigvaldi Jónsson og  Logi Sigurðsson. Ingibjörg ( Bibba ) var ritari .

Það voru 14 hrútar sem mættu og aðeins 1 kollóttur sem var frá okkur.

Hvítir voru 8  hyrndir

Mislitir voru 5 hyrndir

Ég ákvað að breyta út af vananum og gerði kjúklingasúpu og var með doritos snakk, rifinn ost og sýrðan rjóma ásamt brauði

Þurý frænka gerði fyrir okkur skúffuköku. Ég kom með rjómatertuna með marsipani sem ég var með í afmælinu

hjá Ronju og Siggi var með flatkökur með hangikjöti og ég var líka með box með piparkökum.

Súpan dugaði alveg meira en nóg ég var með 12 lítra af súpu. Bárður lánaði okkur kaffivél og kaffi könnur og Kristin kom með þær til okkar.

Það voru um 30 manns í heildina sem komu.

Við þökkum kærlega fyrir skemmtilega sýningu og þökkum öllum þeim sem aðstoðuðu á sýningunni.

Þökkum Sigga í Tungu fyrir að leyfa okkur að halda sýninguna í frábæru fjárhúsunum hans.

 


Hér er verið að skoða mislitu hrútana.

 


Hér er verið að ómskoða og svo stiga hrútana og Bibba skrifar niður stigunina.

 

 


Hér er búið að ákveða besta veturgamla hrútinn í mislita flokknum 2025.

Það er hann Kakó frá Sigurði í Tungu sem er besti misliti hrúturinn.

 

Kakó er vel dökkur og gefur fallega mórauð lömb.

Hann var keyptur af Hoftúnum í fyrra undan Tónn 23-221 og 21- 025 Nútella GGK

Kynbótamat hans er 100 gerð 98 fita 109 frjósemi 110 mjólkurlagni.

Stigun hans hljóðaði svona :

97 kg 32 ómvöðva 6,5 ómfitu 4,0 lag 122 fótl

8 8,5 8,5 8 9 17,5 8,5 8 8,5 alls 84,5 stig

 

Í öðru sæti var hrútur frá Lárusi og Kristínu Gröf Grundarfirði.

Stigun hans hljóðaði svona : 

85 kg 32 ómvöðva 5,5 ómfitu 3,5 lag 124 fótl

8 8 8,5 8 8,5 17,5 8,5 8 8 alls 83 stig.

 

í þriðja sæti var hrútur frá Ingibjörgu og Valla Innri Látravík .

Stigun hans hljóðaði svona :

76 kg 30 ómvöðva 3,9 ómfitu 4 lag 123 fótl

8 7,5 8 8 8,5 17,5 8,5 8 8 alls 82 stig.


Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana.

 


Það var bara einn kollóttur að keppa og það var hann Tarzan okkar og 

hér er Emil að taka á móti bikarnum fyrir besta kollótta hrútinn 2025.

 

 

Tarzan keyptu við af Hraunhálsi í fyrra og var hann 85 stig en hann hækkaði sig verulega núna sem veturgamall.

Hann er undan Gullmola 22-902 og Móbíldu.

Stigun hljóðaði svona : 

95 kg 37 ómvöðva 4,9 ómfitu 4,5 lag 116 fótl

8 9 9,5 9 9 19 8,5 8 9 alls 89 stig.

 


Hér er verið að þukkla hvítu hyrndu hrútana og bera saman við mat dómarana.

 


Hér er Álfur frá okkur og Kidda sem var settur á vegna þess að hann er með R171.

Álfur er undan Bjarka sæðishrút og Álfadís .

Hér er Kiddi,ég og Pétur Steinar með Álf besta hyrnda veturgamla hrútinn og svo er Emil með Kogga

sem er líka frá okkur og hann er í öðru sæti Koggi er undan Laxa sæðishrút og Slettu.

 


Hér sést Álfur betur.

Stigunn hjá Álf hljóðaði svona : 

94 kg 42 ómvöðva 6,5 ómfitu 4,5 lag 115 fótl

8 9 9,5 9,5 9 19 9 8 9 alls 90 stig 

 


Hér er Álfur svo hvítur og fallegur.

 

Í öðru sæti var svo hrútur frá okkur undan Slettu og Laxa sæðishrút sem heitir Koggi.

 


Hér er mynd sem var tekin af honum rétt fyrir smölun.

Stigun hjá Kogga hljóðaði svona :

98 kg 37 ómvöðva 4,1 ómfita 117 fótl

8 9 9,5 9 9,5 18,5 8 8 9 alls 88,5 stig.

 

Í þriðja sæti var hrútur frá Jón Bjarna Bergi sem hann keypti frá okkur í fyrra og er 

undan Rúsínu og Svala frá okkur.

78 kg 35 ómvöðva 5,0 ómfitu 4,5 lag 116 fótl

8 9 9 8,5 9 18,5 8 8 9 alls 87 stig.

 


Hér er sá mjallahvíti og hann heitir Hvítur og er þessi sem var í þriðja sæti frá Bergi.

 

Í fjórða sæti var hrútur frá Lalla og Kristinu Gröf Ytri

86 kg 35 ómvöðva 6,8 ómfitu 4,5 lag fótl 117

8 8,5 9 8,5 9 19 7,5 8 8,5 alls 86 stig.

 


Hér eru dómararnir Logi Sigurðsson og Sigvaldi Jónsson.

 


Kiddi og Emil kátir.

 


Stefanía Bláfeld og Pétur Steinar .

 


Hildur og Sól.

 


Freyja og Birta létu sig ekki vanta og fylgdust með.

 


Embla og Ísafold og Erika stóðu súpuvaktina fyrir mig.

 

 

Hér eru þrír ættliðir saman. Mamma Kristinar og Kristin og dóttir hennar Bylgja.


Hér eru farandsbikararnir sem veittir eru fyrir bestu hrútana í þessum þrem flokkum.

 


Hluti af kræsingunum sem við vorum með á sýningunni.

 


Stelpurnar í stuði og vinkonurnar svo gaman hvað þær eru með mikinn áhuga

og taka þátt í sauðfjárræktinni með okkur .

 


Jón Bjarni Bergi og Þórsi og Elfa Hellissandi.

 


Hér ein mynd frá verðlauna afhendingunni fyrir besta hvíta hyrnda en Pétur Steinar tók við bikarnum fyrir okkur

hjá Guðmundi Ólafssyni þegar hann hélt í Álf fyrir okkur og svo er Emil með Kogga í öðru sæti hliðin á honum.

Það má segja að þetta hafi verið mikil sigur fyrir samyrkjubúið okkar í Tungu að fá verðlaun fyrir alla flokka í hús.

Siggi fyrir mislita og við fyrir hvítu og kollóttu. Það var svo mikið að gera hjá okkur eftir hrútasýninguna því 

það fór í slátur hjá okkur daginn eftir svo við þurftum að flokka allt og fara yfir hvað væri til lífs og hvað færi í sláturhús.

En þetta var frábær dagur þó væri mikil vinna en samt gleði og gaman.

 

 

 

Flettingar í dag: 2216
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 3914
Gestir í gær: 94
Samtals flettingar: 2388662
Samtals gestir: 88459
Tölur uppfærðar: 2.10.2025 23:54:25

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar