Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

25.11.2025 20:18

Hrútafundur og tekið af kindunum 23 nóv


Hrútafundur fór framm á Lyngbrekku seinast liðinn fimmtudag og þar voru kynntir sæðingarstöðvarhrútarnir

sem verða á stöðinni í boði þennan fengitíma. Það er alltaf spennandi og fræðandi að fara á fundina og sjá hvað

verður í boði og hverjir eru mest spennandi að nota. Torfi og Árni eru hér að kynna hrútana.

Ég og Siggi fórum á fundinn með Gumma Óla. Emil missti af honum hann er að róa á Skagaströnd og Kristinn var

í Reykjavík og komst ekki að þessu sinni en ég tók niður punkta fyrir þá.

 


Jökull frá Álftavatni kom og tóka af kindunum fyrir okkur á sunnudeginum

og vorum við frekar fámönnuð því Emil er á Skagaströnd og Krisitnn er búnað vera mjög slæmur í bakinu

og má helst ekki gera neitt en hann mætti og var með mér að gefa kindunum ormalyfið og passa hlerann.

Ég dró svo kindurnar yfir í Sigga og hann sneri þeim niður til Jökuls. Stelpurnar og vinkonur Emblu stóðu sig

 vel í að hjálpa okkur að reka kindurnar inn í aðhald til okkar og Freyja sá um að færa þær jafnóðum nær.

Embla var svo í að fara yfir ullina og setja hana í poka eftir að Siggi var búnað kenna henni hvernig hún ætti að flokka.

 


Hér er Embla og Kristinn.

 


Hér eru stelpurnar að passa hlerann og Ronja kom að kíkja með Jóhönnu .

Jóhanna sá um að koma með mat fyrir okkur í hádeginu sem ég var búnað græja kvöldinu áður svo hún gæti hitað hann upp fyrir okkur og hún bakaði köku í eftirrétt.

Jökull gerir þetta svo vel og þær voru svo vel klipptar og flottar .

Það var svo alger snilld að gefa ormalyfið í leiðinni .

 


Freyja er búnað vera svo dugleg að koma með mér að gefa því ég er að vinna til 1 á leikskólanum.

 


Móa hennar Freyju er undan Lóu og Freyja vildi fá á hana skegg eins og Lóa var stundum svo 

það var skilið eftir skegg á henni.

 

Flettingar í dag: 762
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 3726
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 2650436
Samtals gestir: 89596
Tölur uppfærðar: 26.11.2025 02:55:03

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar