Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

25.12.2025 23:29

Freyja 12 ára 12 des og sæðingar hefjast

Yndislega og duglega Freyja Naómí okkar var 12 ára þann 12 des og við fórum til Reykjavíkur 10 des og gistum tvær nætur í Reykjavík því Freyja fór til tannlæknis þann 11 des og Embla líka svo fékk Freyja teina á afmælisdaginn sinn. Við eyddum svo deginum í Rvk að gera eitthvað smá afmælis og svo brunuðum við heim því ég átti pantað sæði fyrir kindurnar og ég sæddi þær um kvöldið.

 


Hér er afmælisskvísan í nýju peysunni sem við gáfum henni og svo gáfum við henni buxur og sokka í stíl.

 


Þá er Freyja okkar komin með teina og er bara mjög ánægð með þá.

 


Við fórum á nýjan stað sem við höfum ekki farið áður og krakkarnir voru

svo ánægðir og fannst mjög gaman í VRworld sem er staðsett rétt hjá skeifunni Rvk.

 


Svo gaman hjá þeim.

 


Hér eru tvö svona tæki sem kostar meira í en þau eru þess virði þau fara upp í loft og og hreyfast upp og niður og eitt

tækið fer í hringi og á hvolf og þú ert í rússibana mjög skemmtilegt.

 


Hér eru Freyja og Aron besti vinur hennar hann kom með okkur til Reykjavíkur núna rétt fyrir jól.

 

 

 


Hér eru þær sem voru sæddar fyrsta daginn.

Það voru þrjár sem fengu með Verk og þrjár með Hrók.

Við hleyptum til á fyrstu þann 9 des og það voru 4 sem gengu þá.

 

10 des var ein sem við hleyptum á.

 

13 des voru svo fáar að ganga að ég tók ekki sæði og hleypti á eina sem var þá.

Við sæddum svo til 19 des og það voru 32 sæddar hjá okkur og svo sæddi ég 8 fyrir Sigga.

Svo samtals hjá okkur öllum voru þetta 40 ær sæddar.

 

Við notuðum Magna, Fald, Hrók, Völustein, Verk, Goða, Flóa, Bryta, Mána, Hlekk, Hróður , Fána og  Fursta

svo það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.

 

Við byrjuðum svo að hleypa til 20 des .

Það voru 5 að ganga þá .

 

Annars hefur bara gengið fínt og við erum auðvitað að leita á hverjum degi og teyma svo einn og einn hrút eftir því hvaða 

kind hann á að fara á því það er allt útpælt frá skyldleika og hvað passar saman hvernig við röðum í þær.

Kristinn lenti í því óláni að vera með brjósklos og þurfti að fara í aðgerð í desember svo hann hefur þurft að taka því rólega og einbeita

sér að ná sér . Aðgerðin tókst vel og honum líður mun betur núna.

Ég hef fengið mikla aðstoð hjá Sigga og hann hefur leitað fyrir mig á morgnanna og svo þegar ég kem þá færum við þær sér í stíu

sem á að sæða og svo gef ég þeim og fer heim og sæði svo eftir hádegi.

 

Flettingar í dag: 2843
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 3238
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 2753911
Samtals gestir: 90287
Tölur uppfærðar: 26.12.2025 05:50:28

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar