|
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum fyrir innlitið á síðuna okkar.
Hér eru Benóný Ísak, Embla Marína, Freyja Naómí og Ronja Rós og kisan Malla á aðfangadag.
Þetta voru frekar óvenjuleg og skrýtin jól hjá okkur. Það voru allir veikir hjá okkur nema ég .
Embla byrjaði seinasta daginn í skólanum fyrir jólafrí og svo fórum við til Reykjavíkur 21 des og þá
veiktist Freyja eftir að við fórum suður þegar ég var búnað gefa og hleypa til þá brunuðum við inn
í Þorlákshöfn því það var búið að opna nýju rennibrautirnar sem Benóný er búnað vera bíða eftir svo lengi
og þau voru mjög ánægð með þær við Freyja, Aron vinur hennar og Benóný fórum og það var mjög gaman.
 |
|
Benóný mega spenntur að fara í sund í Þorlákshöfn.
 |
|
Hún er eina rennibrautin á Íslandi sem er með keilu svo eru tvær aðrar líka mjög gaman að fá svona
rennibraut því hún er næst því að vera eins og á Akureyri með svona einstaka öðruvísi rennibraut.
|
|
Embla er enn veik og hefur verið mjög lasin svo hún kom með Emil suður daginn eftir því Emil var á sjó á
sunnudeginum. Ég fór með Benóný í bíó á sunnudagskvöldið á Avatar 3 og hún var alveg geggjað góð.
Freyja svaf allt kvöldið og var komin með hita en ég gaf henni svo verkjalyf daginn eftir svo hún og
Aron gátu farið í skemmtisvæðið í smáralind og svo kom Emil , Embla og Ronja til Reykjavíkur
eftir að Emil var búnað gefa kindunum og hleypa til og þegar þau komu suður
þá fóru Freyja og Aron með Ronju í skopp en svo eftir það var Freyja alveg búin á því og svaf
það sem eftir var af deginum.
Við Emil fórum svo að versla jólagjafir og Benóný fór í sund í
laugardalslauginni á meðan og við pöntuðum svo brauðstangir fyrir hann og hann fékk sér að
borða en var frekar slappur og kalt og þá kom í ljós að hann var kominn með hita líka og svo
þegar leið á kvöldið var sama sagan með Emil og hann var líka kominn með hita og beinverki.
Á Þorláksmessu ákvað ég að vakna snemma og klára Bónus og bruna svo heim með Benóný og
Freyju og Aron því Freyja og Benóný voru orðin svo veik og svo þurfti ég að drífa mig heim til að hleypa
til og gefa. Emil átti svo erfitt með að keyra vestur því hann var orðinn svo slappur og þegar hann kom
heim fór hann beint upp í rúm og var alveg sigraður. Svona gekk þetta yfir jólin hjá okkur og þau voru
mjög veik og Ronja veiktist svo á aðfangadagsmorgun þá var hún komin með hita. Ég ákvað strax að
hugsa jákvætt og segja við mig sjálfa ég má ekkert vera að því að vera veik og ég ætla ekki að vera veik
og ég er ekki enn búnað fá neitt og fékk í staðinn styrk til að geta séð um að hjúkra þeim og sinna
kindunum og fengitímanum og Jóhann aðstoði mig við það og Siggi en svo kom að því að flensan
náði Sigga líka á aðfangadagskvöld og hann var veikur á jóladag og annan í jólum en er að lagast
núna og það á við um Emil líka og Benóný. Embla var orðin hitalaus á jóladag og var þá fyrst að ná
sér alveg búnað vera veik í viku. Ronja er enn veik núna og Freyja er líka enn með hita slöpp og í dag er 27 des.
 |
|
Hér er Gummi Óla og Viskí.
 |
|
Hér er Ronja Rós hjá Ömmu og afa á aðfangadag.
|
|
Við gátum þó farið í mat á aðfangadag til Freyju og Bóa með því móti að allir tóku verkjalyf og hitalækkandi
áður og voru þá nokkuð hress og gátu borðað jólamatinn og svo fórum við heim og opnuðum pakkana en Ronja
var svakalega lasinn þegar við komum heim og ég gaf henni þá hitalækkandi og þá gat hún notið þess að opna
pakkana en svo var hún slöpp aftur um kvöldið eins og hin líka svo þetta voru mjög skrýtin jól.
 |
|
Hér eru skvísurnar okkar.
 |
|
Hér er Ronja að opna inn í sveit hjá ömmu og afa og það sést hér að hún
var orðin ansi föl og slöpp greyjið.
 |
|
Benóný fékk þetta fallega vesti frá þeim og buxur.
 |
|
Hér er jólatréið okkar það var keypt gervi jólatré núna í ár og við
erum mjög ánægð með það fengum það í Húsasmiðjunni í Borgarnesi.
 |
|
Hér erum við komin heim og Ronja Rós alsæl að opna pakkana.
Hún var svo slöpp fyrst en svo lagaðist hún eftir að ég gaf henni hitalækkandi.
 |
|
Freyja Naómí að opna gjöfina frá okkur .
 |
|
Embla Marína að opna frá okkur .Við gáfum þeim 66 norður skelbuxur og vettlinga.
 |
|
Benóný Ísak var mjög rólegur og frekar slappur .
 |
|
Það er alltaf svo kósý að kveikja upp í arininum.
 |
|
Nú fer að líða að því að fyrstu sem við sæddum ættu að fara
sýna hvort þær haldi en það var ein sem gekk upp í dag svo hún hefur
verið byrjuð fyrr því hún var sædd 12 des og gekk upp í dag 27 des.
Það fer að styttast í hringinn og það er ein kind eftir að ganga og svo eru
5 lömb eftir .
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|