Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

25.12.2025 22:59

Hitt og þetta í nóvember

 


Ronja Rós að hjálpa til í fjárhúsunum.

 


Steini frændi og Dagbjört skírðu fallega drenginn sinn 15 nóvember og fékk hann nafnið Ólafur Berg 

svo fallegt nafn á fallega frænda. Hann var skírður í Reykjavík og var það mjög falleg og skemmtileg athöfn.

 


Hér eru þau Steini og Dagbjört með hárprúða Ólaf Berg svo falleg fjölskylda.

 


Hér er Marri Már litli frændi svo mikill gaur og orkumikill hann er sonur Magga bróðir og Rut.

Hér er hann í skírninni hjá Ólafi Berg.

 


Þann 29 nóvember fórum við í skírn hjá Módísi Maríu dóttir Karítas frænku og Daníels

það var svo falleg og yndisleg athöfn heima hjá þeim.

 


Módís María Husgaard svo falleg og svo fallegt nafn.

Nú eru Maja og Óli búnað fá bæði nöfn í höfuðið á sér alveg yndislegt svo dýrmætt að fá svona

tvö barnabörn á sama aldri hjá börnunum sínum þá verða þau svo miklir félagar.

 


Maja stolt amma með Módísi Maríu og mamma stolt langamma.

 


Mamma og Ronja Rós með kisu.

 


Hér er verið að reka hestana upp í Fossárdal 30 nóvember og þeir verða þar þangað til þeir eru teknir inn

milli jóla og nýárs.

 


Ronja Rós inn í Tröð út á Hellissandi en þar var dansað í kringum jólatréð og jóalsveinarnir komu í heimsókn

og gáfu glaðning og dönsuðu og sungu með krökkunum.

 


Það var svo heitt kakó líka.

 


Aðventugleði var í Snæfellsbæ og búðir opnar lengur þann 4 desember.

 


Freyja kom með okkur líka það var kósý stemming á Sker Restaurant og gefið heitt kakó úti.

 


Malla kisan okkar stækkar og hefur það kósý hjá krökkunum.

 


Við Ronja á kvöldgöngu í fjörunni þann 8 desember.

 


Búið að vera svo gott veður undarfarið og alveg yndislegt að fara í göngu á kvöldin.
Flettingar í dag: 776
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 3238
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 2751844
Samtals gestir: 90277
Tölur uppfærðar: 26.12.2025 02:54:21

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar