Það var yndislegt veður á nýársdag og við fengum okkur göngutúr frá skóginum á tjaldstæðinu í Ólafsvík yfir í skóginn sem er lengra inn í Dalnum.
það er leynd paradís að labba þarna svo fallegt og eins og maður sé komin inn í ævintýri.
 |
|
Hér erum við að labba á milli skógana.
 |
|
Emil inn í skóginum.
 |
|
Ronju finnst þetta svo gaman.
 |
|
Það er ótrúlega fallegt að labba þarna í gegn.
 |
|
Hér eru feðgarnir Emil og Benóný .
 |
|
Þeir standa við þessa rétt sem er svakalega falleg og vel gerð.
 |
|
Hér erum við hjónin saman búnað labba hringinn með Ronju og Benóný.
 |
|
Stelpurnar mínar þær Embla og Freyja fengu þessar mórauðu gimbrar í nýjársgjöf frá Friðgeiri
á Knörr en þær heimtust seint og vorum við búnað hafa orð á því við Friðgeir að okkur langaði
í mórauða gimbur og hann gerði gott betur og afhenti þeim tvær sem Siggi og Kiddi fóru og
náðu í hjá honum. Stelpurnar voru að hjálpa til í haust að smala hjá Friðgeiri og fengu þetta
að launum í staðinn ekkert smá fallegt og rausnarlegt af honum. Embla á þá minni og
Freyja á þessa stærri.
 |
|
Hér sést sú stærri betur.
 |
|
Við fórum á þrettánda brennuna að kveðja jólin.
 |
|
Benóný kom líka með okkur.
 |
|
Það var svo vegleg flugveldarsýning líka.
Af fengi tímanum að segja þá voru það 32 sem ég sæddi og af þeim héldu 25
Ég sæddi 8 fyrir Sigga og það héldu 4 af þeim
Í heildina voru þetta semsagt 40 sæddar og héldu 29 af 40.
 |
|
Dorri var mjög seinn af stað og héldum við að við gætum ekkert notað hann en svo fór hann
að lokum í gang og var notaður á 8 kindur. Það þurfti endilega að vera ein kind að ganga upp í gær
16 jan svo hún verður seinust að bera hjá okkur .
Hann er með C 151 og gulan fána.
 |
|
Steini fékk 8 kindur. Við vorum í erfiðleikum með hann því hann er svo skyldur mikið af
fénu okkar svo við gátum ekki notað hann á margar en hann fór til Bárðar á Hömrum og var
notaður vel hjá honum og svo voru fleiri sem komu með kindur til Bárðar og fengu að setja í hann.
Steini er undan Garp og Mávahlíð. Hann er arfhreinn H 154
 |
|
X er undan Klaka og Bríet og hann var notaður á 5 kindur.
Hann er hlutlaus með gulan fána.
 |
|
Kútur hans Sigga er undan Kát sæðingarstöðvarhrút.
Hann fékk 4 kindur. Hann er með H 154 og gulan fána.
 |
|
Guðmundur Ólafsson er undan Guðmundu og Breiðflóa.
Hann fékk 7 kindur. Hann er með H 154 og gulan fána.
 |
|
Dallas er í eigu Óla Helga Ólafsvík og við fengum hann lánaðan því hann er
af Dalalínunni og hann fékk 5 kindur. Hann er með ARR og gulan fána.
 |
|
Hér er Sómi sem er undan Snúru og Brimil sæðingarstöðvarhrút og hann er
alveg óskyldur öllu hjá okkur svo við gátum notað hann vel og ég hef mikla
trú á honum svo hann fékk flestar kindur eða 12 stykki.
Hann er með ARR og gulan fána.
 |
|
Álfur er undan Álfadís og Bjarka sæðingarstöðvarhrút og er með ARR og gulan fána.
Hann fékk 3 kindur.
 |
|
Kakó sá mórauði fékk eina kind hann er hlutlaus. Koggi sá hvíti er undan Slettu og Laxa sæðingarstöðvarhrút
og er með N 138 og H 154.
 |
|
Tarsan fékk 4 kindur hann er með ARR og gulan fána og er undan Móbíldu og Gullmola sæðingarstöðvarhrút.
 |
|
Prímus er hlutlaus og er undan Val og við fengum hann frá Hjarðarfelli sem lambhrút.
Hann fékk 2 kindur. Hann fór svo á Álftavatn til Jökuls og verður í eigu hans því við
erum búnað full nota hann hjá okkur.
Sæðingarhrútar sem við eigum von á að fá lömb undan eru eftirtaldir.
Fursti með eina kind.
Faldur með eina kind.
Hlekkur með eina kind.
Hrókur með 3 kindur.
Völusteinn með 2 kindur.
Fáni með eina kind.
Hróður með 2 kindur.
Magni með 2 kindur.
Goði með 3 kindur.
Bryti með 3 kindur.
Verkur með 3 kindur.
Flói með 3 kindur.
Samtals með sæðingum voru notaðir 24 hrútar og það var allt saman handteymt í kindurnar því það var
löngu fyrirfram ákveðið og pælt hverjir ættu að fara á hverja kind upp á skyldleika og ræktun.
Það voru tvær lambgimbrar hjá okkur sem ég sá aldrei ganga og ég hætti að leita í þeim í dag 17 jan
svo þær fá að vera geldar annars eru 3 aðrar sem ég ætla að hafa geldar því ég vil að þær fái að
stækka meira og verða þá bara fallegri kindur næsta haust.
 |
|
Fengum þá Jón Viðar og Lárus Birgisson í heimsókn í fjárhúsin í dag og hér eru þeir með Sigga og Kidda
í fjárhúsunum inn í Tungu. Jón Viðar hafði samband við mig í vikunni og boðaði komu sína og Lárusar að þeir
ætluðu að fá sér rúnt á Snæfellsnesið í heimsókn til nokkra bænda og það var okkur heiður að
taka á móti þeim og sýna þeim samyrkjubúið okkar í Tungu hjá Sigga. Það var mikið spjallað og gaman að hlusta
á allar upplýsingar og fróðleik sem þeir hafa mikla reynslu af sauðfjárræktinni gegnum tíðina og deila með þeim
ættum og skoðunum okkar á ræktuninni.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|