Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.01.2026 12:36

Útkoma úr sæðingum og fleira

Það var yndislegt veður á nýársdag og við fengum okkur göngutúr frá skóginum á tjaldstæðinu í Ólafsvík yfir í skóginn sem er lengra inn í Dalnum.

það er leynd paradís að labba þarna svo fallegt og eins og maður sé komin inn í ævintýri.

 


Hér erum við að labba á milli skógana.

 


Emil inn í skóginum.


Ronju finnst þetta svo gaman.

 


Það er ótrúlega fallegt að labba þarna í gegn.

 


Hér eru feðgarnir Emil og Benóný .

 


Þeir standa við þessa rétt sem er svakalega falleg og vel gerð.

 


Hér erum við hjónin saman búnað labba hringinn með Ronju og Benóný.


Stelpurnar mínar þær Embla og Freyja fengu þessar mórauðu gimbrar í nýjársgjöf frá Friðgeiri

á Knörr en þær heimtust seint og vorum við búnað hafa orð á því við Friðgeir að okkur langaði 

í mórauða gimbur og hann gerði gott betur og afhenti þeim tvær sem Siggi og Kiddi fóru og 

náðu í hjá honum. Stelpurnar voru að hjálpa til í haust að smala hjá Friðgeiri og fengu þetta

að launum í staðinn ekkert smá fallegt og rausnarlegt af honum. Embla á þá minni og

Freyja á þessa stærri.

 


Hér sést sú stærri betur.

 


Við fórum á þrettánda brennuna að kveðja jólin.

 


Benóný kom líka með okkur.

 


Það var svo vegleg flugveldarsýning líka.

Af fengi tímanum að segja þá voru það 32 sem ég sæddi og af þeim héldu 25

Ég sæddi 8 fyrir Sigga og það héldu 4 af þeim 

Í heildina voru þetta semsagt 40 sæddar og héldu 29 af 40.

 


Dorri var mjög seinn af stað og héldum við að við gætum ekkert notað hann en svo fór hann

að lokum í gang og var notaður á 8 kindur. Það þurfti endilega að vera ein kind að ganga upp í gær

16 jan svo hún verður seinust að bera hjá okkur .

Hann er með C 151 og gulan fána.

 


Steini fékk 8 kindur. Við vorum í erfiðleikum með hann því hann er svo skyldur mikið af

fénu okkar svo við gátum ekki notað hann á margar en hann fór til Bárðar á Hömrum og var

notaður vel hjá honum og svo voru fleiri sem komu með kindur til Bárðar og fengu að setja í hann.

Steini er undan Garp og Mávahlíð. Hann er arfhreinn H 154

X er undan Klaka og Bríet og hann var notaður á 5 kindur.

Hann er hlutlaus með gulan fána.

 


Kútur hans Sigga er undan Kát sæðingarstöðvarhrút. 

Hann fékk 4 kindur. Hann er með H 154 og gulan fána.

 


Guðmundur Ólafsson er undan Guðmundu og Breiðflóa.

Hann fékk 7 kindur. Hann er með H 154 og gulan fána.

 


Dallas er í eigu Óla Helga Ólafsvík og við fengum hann lánaðan því hann er

af Dalalínunni og hann fékk 5 kindur. Hann er með ARR og gulan fána.

 


Hér er Sómi sem er undan Snúru og Brimil sæðingarstöðvarhrút og hann er

alveg óskyldur öllu hjá okkur svo við gátum notað hann vel og ég hef mikla

trú á honum svo hann fékk flestar kindur eða 12 stykki.

Hann er með ARR og gulan fána.


Álfur er undan Álfadís og Bjarka sæðingarstöðvarhrút og er með ARR og gulan fána.

Hann fékk 3 kindur.

 


Kakó sá mórauði fékk eina kind hann er hlutlaus. Koggi sá hvíti er undan Slettu og Laxa sæðingarstöðvarhrút

og er með N 138 og H 154.

 


Tarsan fékk 4 kindur hann er með ARR og gulan fána og er undan Móbíldu og Gullmola sæðingarstöðvarhrút.

 


Prímus er hlutlaus og er undan Val og við fengum hann frá Hjarðarfelli sem lambhrút.

Hann fékk 2 kindur. Hann fór svo á Álftavatn til Jökuls og verður í eigu hans því við

erum búnað full nota hann hjá okkur.

 

Sæðingarhrútar sem við eigum von á að fá lömb undan eru eftirtaldir.

Fursti með eina kind.

Faldur með eina kind.

Hlekkur með eina kind.

Hrókur með 3 kindur.

Völusteinn með 2 kindur.

Fáni með eina kind.

Hróður með 2 kindur.

Magni með 2 kindur.

Goði með 3 kindur.

Bryti með 3 kindur.

Verkur með 3 kindur.

Flói með 3 kindur.

Samtals með sæðingum voru notaðir 24 hrútar og það var allt saman handteymt í kindurnar því það var

löngu fyrirfram ákveðið og pælt hverjir ættu að fara á hverja kind upp á skyldleika og ræktun.

Það voru tvær lambgimbrar hjá okkur sem ég sá aldrei ganga og ég hætti að leita í þeim í dag 17 jan 

svo þær fá að vera geldar annars eru 3 aðrar sem ég ætla að hafa geldar því ég vil að þær fái að 

stækka meira og verða þá bara fallegri kindur næsta haust.


Fengum þá Jón Viðar og Lárus Birgisson í heimsókn í fjárhúsin í dag og hér eru þeir með Sigga og Kidda

í fjárhúsunum inn í Tungu. Jón Viðar hafði samband við mig í vikunni og boðaði komu sína og Lárusar að þeir

ætluðu að fá sér rúnt á Snæfellsnesið í heimsókn til nokkra bænda og það var okkur heiður að

taka á móti þeim og sýna þeim samyrkjubúið okkar í Tungu hjá Sigga. Það var mikið spjallað og gaman að hlusta

á allar upplýsingar og fróðleik sem þeir hafa mikla reynslu af sauðfjárræktinni gegnum tíðina og deila með þeim

ættum og skoðunum okkar á ræktuninni.

 

Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2036
Gestir í gær: 2
Samtals flettingar: 2830123
Samtals gestir: 90453
Tölur uppfærðar: 18.1.2026 00:32:55

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar