Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2010 Nóvember28.11.2010 10:55Afmæli Leifs 27 nóv og Benóný á hestbaki.Jæja gaurinn fékk að prufa að fara á hestbak með pabba sínum og var allveg í essinu sínu og vildi helst bara láta þá hlaupa. Svaka stuð á mínum. Pabbi Leifur Þór átti svo afmæli í gær og var 67 ára og var smá kaka og kaffi inn á Dvalarheimilinu og fórum við og kíktum og fengum okkur köku. Það er svo búið að vera alsherjar breytingar fyrir gamla fólkið því á föstudaginn voru allir fluttir á nýja flotta dvalarheimilið og sváfu fyrstu nóttina og var misjafn tónn í fólki eftir hana sumir voru svaklalega ánægðir en aðrir kvörtuðu yfri kulda en það er nú bara fyrst. Þetta er allveg glæsileg bygging og ekkert smá flott fyrir alla. Það eru núna allir með svakalega stór og flott herbergi með baðherbergi innan í og svaka svalir til að fara út sem var ekki fyrir allavega ekki hjá pabba hann var bara í smá kompu svo þetta verða svaka viðbrigði fyrir hann og sérstaklega því hann lagði sig alltaf í einum hornsófa í gamla og núna eru bara nýjir og nýtískulegir sófar sem hann kanast ekkert við en þetta á allt eftir að aðlagast til betra vegar. Á heildina litið held ég að allir séu yfir sig ánægðir með þessa breytingu. Jæja ég er búnað leyfa rollunum að ganga inn og út í viku og er ég ekki frá því að þær séu bar ánægðari og það er bara mjög vinalegt að sjá þær tínast inn leið og þær sjá mig keyra upp afleggjarann á Mávahlíð. Senn líður svo að sæðingarnámskeiðinu sem ég fer á þriðjudaginn og segi ég ykkur frá því þegar þar að kemur bless í bili og endilega kíkið á myndaalbúmið þar er myndir af nýja Dvalarheimilinu og herberginu hans pabba. Leifur Þór og ég með Benóný Ísak. 22.11.2010 22:37SæðingarhrútarJæja nú er maður búnað fá Biblíuna í hendurnar eða þar með sagt hrútaskránna og er ég aldeilis búnað leggja höfuðið í bleiti og skoða fram og aftur. Það verður erfitt að velja og er ég allveg ákveðin í að taka Kveik og Fannar en veit ekki svo hvort ég eigi að prufa Kalda upp á frjósemisgenið eða kanski Laufa og svo er ég svo heit fyrir Hriflon en það segja svo margir að það séu kolvitlaus lömb í skapinu undan honum svo ég var þá að spá í að taka frekar Borða hann lofar líka svakalega góðu. Já það er sko endalaust hægt að hringsóla með þetta en þið sem kíkið inn á síðuna endilega segið ykkar skoðun á hrútunum með þvi að skrifa í álit og hvaða hrúta þið ætlið að velja því það er svo gaman að heyra aðrar skoðanir og pæla í þessu. Ég er búnað skrá mig á sæðingarnámskeiðið sem verður 30 nóv á Hesti og hlakka ég voða mikið til að fá að læra þetta. Jæja ég skellti svo loksins myndum af honum Benóný Ísak í okt og nóvember því ég á það til að gleyma mér allveg í rollumyndunum svo ég varð að leyfa honum að njóta sín núna he he og eru þær inn í myndaalbúminu. Hann er nefla aldeilis að færa sig upp á skaftið og er þvílíkur grallari og prílar út um allt og tættir allt og hlíðir engu þó hann sé skammaður heldur tryllist bara meira. Þvílíkt ákafur að borða epli. 14.11.2010 00:24Heimsókn hér og þar í fjárhúsinJæja þá er maður búnað fara smá leiðangur og skoða og taka myndir í fjárhúsunum hjá hinum bændunum. Ferð okkar byrjaði hjá Viðari og Steina sem eru með rollurnar sínar hjá Sæmundi út á Rifi og það var mjög gaman að skoða þar. Þeir eru með harðplastaðar jöturnar sem er ekkert smá sniðugt upp á sópa og þrífa enda er Viðar snillingur á þessu sviði. Það eru svo myndir af þessu í albúmi og ásettningsgimbrunum þeirra. Hér sjáiði jötuna hjá þeim. Næst var ferð okkar heitið til Snorra Rabba sem er með rollurnar sínar í Ólafsvík bak við Hábrekkuna ekkert smá skemmtilegur staður og bara synd að það má örugglega ekki vera með rollur þar nema í eitt ár í viðbót. Hann er með 6 gimbrar sem hann setur á og 4 rollur og einn lambhrút svo hann er bara rétt að byrja og vonandi fær hann að vera þarna áfram því þetta er allveg draumastaður fyrir hann bara rétt bak við húsið hans. Það eru svo myndir af þessu í albúmi og ásettningsgimbrunum hans. Hér er ásettningurinn hans Snorra. Því næst var ferð okkar heitið til þeirra Óla,Brynjars og Sigga og þar byrjar maður á því að setjast niður og fá sér kaffisopa í flottu kaffistofunni þeirra sem er flísalögð og með sjónvarp og allar græjur. Þeir eru aldeilis búnað gera flott hjá sér stækka og endurskipaleggja grindurnar svo þeir kæmu fleiri rollum á hús og lítur þetta bara ljómandi vel út hjá þeim. Ég fór og tók nokkrar myndir og skoðaði ásettninginn hjá þeim. Hér er hluti af flottum gimbrahópnum hjá þeim. Siðast en ekki síst þá endaði ferð okkar hjá óðalbóndanum honum Guðmundi sem er búnað vinna hörðum höndum við að rýja allar kindurnar sínar og eru handbrögðin allveg til fyrirmyndar og engin dauð af hans völdum he he nei það sá ekki einu sinni skráma á þeim og líta þær allveg ljómandi fallega út svona nýsnyrtar. Hér er ein vel myndarleg og nýkomin frá ullarsnyrtistofu Gumma. Hér er svo ein mynd af honum Bjarka frá Gumma hann gaf mér allveg gullfallega mórauða gimbur með 18 læri. Skrifað af Dísa 12.11.2010 10:38Senn líður að sæðingum.Mig langaði að deila hérna fróðleiksmolum sem eru í hrútaskránni í sambandi við sæðingar. Hrútaskránna 2010 er svo hægt að nálgast á buvest.is. Blaðið kemur svo út eftir helgi svo spenningurinn magnast og þetta verður blaðið sem maður sofnar með á næstunni upp í rúmi he he Til þess að ná sem hæstu fanghlutfalli í sauðfjársæðingum er mælt með eftirfarandi aðferð: Daginn áður en á að sæða er farið í húsin fyrir hádegi og athugað hvaða ær eru blæsma. Þær ær sem þá eru að ganga verður of seint að sæða. Seint kvöldið áður eða snemma daginn sem á að sæða eru teknar til þær ær sem á að sæða og þær settar sér í stíu nærri hrútunum. Það ættu að líða 6-20 klst. frá því að ærnar eru valdar þangað til þær eru sæddar. Þessi háttur er svo hafður á alla dagana sem sætt er. Þegar kemur að sæðingunum er gott að vera búinn að gefa á garðann svo ærnar séu rólegar og fjárhirðirinn ætti að fara einn með sæðingamanninum í húsin. Hiti í húsunum ætti að vera rétt fyrir ofan frostmark. Sæðinguna ætti svo að framkvæma í góðu ljósi án þess að ærnar séu dregnar eða reknar til í húsinu. Forðist að neinir aðrir en sæðingamaðurinn og fjárhirðirinn séu að þvælast í fénu. Það hefur sýnt sig skila mjög bættum sæðingaárangri að hafa hrút í nálægð við ærnar þegar sætt er. Ég kynnti mér líka hvenær yrði haldið sauðfjársæðingarnámskeið ef menn hafa áhuga á því. Sauðfjársæðinganámskeið verður haldið að Hesti í Borgarfirði þriðjudaginn 30. nóv. nk. og hefst kl. 13.00. Skráning fari fram hjá Lbhí í s.433 5000 / 433 5033 og / eða á endurmenntun@lbhi.is. Einnig á skrifstofu BV í s. 437-1215. Skráningarfrestur er til 25. nóvember. Fékk þessar uppýsingar allar inn á Búvest.is 03.11.2010 09:32Ásettningsgimbrarnar hjá Bárði og Sigga í Tungu.Jæja ég fór á dögunum að heimsækja Bárð að Hömrum og skoðaði hjá honum ásettningsgimbrarnar sem er afar fallegur hópur 30 talsins já það er sko almennilegt ég væri sko allveg til í að fá að setja svona margar á en þegar allt er í vafa með jörðina hjá mér og hversu lengi við fáum að vera með rollurnar er það ekki hægt. En aftur að gimbrunum. Bárður er með svakalega vel gefin hóp margar sæðisgimbrar sem má nefna undan Freyði, Hróa, Raft og Grábotna. Því næst fórum við svo í heimsókn út í Tungu og skoðuðum ásettningin þar sem er ekki síðri flottur þar eru 4 gimbrar hver annari fallegri og var Svarti hrúturinn hans Hreins undan Kveik að gefa svaka þunga í lömbin þar má nefna 2 hrúta undir einn rollu báðir yfir 60 kíló og voru lömbin líka ákaflega bollöng og vel gerð. Ég held að Siggi setji 2 gimbrar á undan honum og einn hrút gráan sem heitir Gráni og er hann afskaplega langur og flottur. Hann er einnig með hrút undan Vafa hans Eiríks sem er mjög fallegur. Það eru svo fullt af myndum í myndaalbúminu bæði af gimbrunum hans Bárðar og Sigga svo endilega njótið þess að skoða. Hér er ein sem ég var allveg svakalega hrifin af hjá Bárði ég held að hún sé undan Hróa annars leiðréttir Bárður mig bara í athugasemd ef svo er ekki. Hér er svo Gráni hans Sigga og eins og myndin gefur til kynna er hann afar falleg og bollöng skepna.
Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is