Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2010 Desember

28.12.2010 18:30

Jól 2010

Jæja við erum búnað hafa það afskaplega gott yfir jólin og borða góðan mat og fara í jólaboð og annað sem jólunum fylgir. Í fjárhúsin höfum við svo farið daglega og verið að hleypa til og eru aðeins örfáar eftir núna. Við erum búnað vera með Móra hans Gumma í láni og einnig Sr Hreinn frá Óttari og svo fengum við Negra hjá Bárði til að hafa í eitthvað af lömbunum svo þetta verður allt nýtt blóð og engin skyldleika ræktun í ár. Það fór svo ekkert rosalega vel með sæðingarnar en það má alltaf búast við því en það héldu þó allavega 7 af 15 og er ég bara rosalega ánægð með að fá einhvað nýtt og fæ ég úr öllum hrútunum sem ég notaði nema Hriflon. Þetta verður spennandi og virkar heil eilíf að bíða fram í enda apríl eftir lömbunum en það er bara gaman að því.

Benóný Ísak duglegur að opna pakkana og Donna ekki síður spennt að hjálpa.

Hér er Karítas í vestinu og með húfuna sem ég prjónaði á hana og gaf henni í jólagjöf.

Sætir saman Benóný Ísak og Olíver.

23.12.2010 12:19

GLEÐILEG JÓL

'Eg ætla bara að hafa þetta stutt og laggott að sinni og óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þakka góð komment og innlit á síðuna á liðnu ári og hafið það sem allra best yfir hátíðarnar. Engin takmörk bara borða nóg og hafa það kósý emoticon

Hér er svo jólamyndin af þeim krílum saman.

11.12.2010 10:56

Benóný fær viftu.

Jæja það er komið dágóður tími síðan að ég bloggaði og er það vegna þess að það er búið að vera nóg að gera undanfarna daga. Ég sæddi 15 rollur og notaði ég Keik, Hriflon, Fannar, Frosta, Borða, Mána og Boga í tvær kollóttar svo nú er bara að krossleggja fingur og vona að einhver að þessum haldi. Allavega reyndi ég að fara allveg eftir bókinni, Bói og Emil fóru 7 á morgnana að gá hver væri að ganga og tóku frá og settu á móti hrútunum svo fór ég 4 um daginn og sæddi í róleg heitum. Já þetta verður spennandi og er ég núna á fullu í að raða saman restinni hvaða hrútur á að fara á hvað og er ég að spá í að fara reyna rækta svolítið mórautt núna og fara með rollur sem erfa mórauðan lit í mórauðan hrút bara að ganni en annars held ég að það verði mest hvítt hjá mér næsta vor því ég nota Mola svo mikið og svo náttla allir hvítir sem ég sæddi með ef það gengur upp. 

Ákvað að setja hérna eina gamla þegar það var alltaf líf og fjör í fjárhúsunum í Mávahlíð hér eru  félagarnir saman að spá og speklura Haukur ,Steini og Bárður.

Að allt öðru svo. Hann Benóný er loksins búnað fá sína langþráðu viftu upp við erum búnað eiga hana síðan að við fluttum og höfum aldrei komist í að setja hana upp og þegar Emil náði í hana upp á loft og setti hana á gólfið lifnaði aldeilis yfir þeim stutta og hann sneri og sneri og hló hló allveg þangað til að hann var kominn með svaka hikstaemoticon
Já hann elskar viftur alltaf þegar ég fer með hann í búð þar sem eru viftur er hann dolfallinn yfir þeim og eins heima hjá Maju systir þá fer hann beint inn í stofu og bíður eftir að kveikt verði á viftunni. Þanning að viftan var sett upp í gær og þegar hann vaknaði í morgun og ég fór með hann inn  í stofu og kveikti á viftunni fyrir hann kom svaka bros og svo talaði hann einhverja rússnesku og stóð svo agndofa yfir þessu í allt að korter og bara góndi og spjallaði voða stuð.

Hér er hann að snúa henni á gólfinu.

Hérna stóð hann svo allveg í draumaheimi.

Hérna er hann svo með Huldu ömmu sinni. Hann er í frumrauninni minni já fyrsta peysan sem ég prjóna og heppnaðist hún bara ágætlega enda með góðri og mikilli hjálp frá Brynju frænku sem fær engan frið fyrir mér he he.

01.12.2010 19:33

Sæðingarnámskeið á Hesti 30 nóv

Jæja þá er ég og Guðmundur Ólafs orðnir útskrifaðir sæðingarmenn. Við skelltum okkur á námskeið á Hesti í gær og byrjuðum að sæða í dag og gekk það bara ágætlega við fundum 2 sem gengu í gær ein að degi til og aðra seint um kvöldið og svo voru 4 að ganga 7 í morgun svo ég sæddi alls 6 í dag og tók sénsin á þessa sem gekk í gær því ég fékk 2 heil strá og því var allveg eins gott að nýta það. Ég sæddi 3 með Kveik og 3 með Hriflon og svo er ég búnað panta mér á morgun líka það er að segja ef það verða fleiri að ganga annars afpanta ég bara í fyrramálið ef það verður engin. Gummi sæddi líka 5 stykki hjá sér svo það verður spennandi að sjá hvort að við höfum gert þetta rétt og hvort þetta heppnist svo nú er bara að biðja og vona. Það eru svo myndir af námskeiðinu inn á myndaalbúminu.

Hér er svo Gummi að spreyta sig.

Ein mynd af grallaranum sem fattaði upp á því að standa ofan í skúffunni til að komast í efri skúffuna og stela kertakveikjaranum hennar mömmu sinnar....
  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar