Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2011 Apríl

27.04.2011 13:23

Fyrstu lömbin og daman 4 vikna

Hér eru fyrstu sæðingarnir sem komu hjá okkur undan Kveik 2 hrútar.

Svo kom svört gimbur undan Fannari og var hún bara ein því miður ég var að vonast eftir að fá mórauðan hrút en svo varð ekki því Þruma var einlembd.

Benóný lukkulegur.

Skvísan orðin 4 vikna gömul.

Ég ætla að byrja á því að óska ykkur Gleðilegra páska og sumars sem virðirst ætla að ganga hægt í garð því hér er búið að vera skítakuldi. Jæja það er allt að gerast sauðburðurinn er að fara á fullt 6 maí en fyrst eru það 7 kindur sem ég sæddi og er spenningurinn allveg í hámarki hjá mér núna að bíða eftir þeim. Nú vakna ég til að gefa litlu og svo er tekin rúntur inn í sveit þess á milli og kíkt á rollurnar rosa gaman ég elska þennan tíma hann er svo skemmtilegur. Við fórum til Bárðar um daginn að kíkja á lömbin hjá honum og er hann kominn með slatta af sæðingum og þar má nefna 3 lembinga undan Sokka og eitthvað undan Kost og Borða svo það verður spennandi að fylgjast með því. Við fórum svo í páskamat hjá mömmu í hádeginu og svo til Steina og Jóhönnu um kvöldið svo það var aldeilis étið þann daginn. Jæja kíkið nú á myndirnar og kommentið að vild eitthvað skemmtilegt.

23.04.2011 23:38

Sauðburður víða byrjaður og Emil fer að róa á Kristborginni.

Jæja spennan magnast óðum því nú er komið tal hjá sæðisrollunum en það átti ein tal í dag en ekkert er skeð enn. Ég fór því bara rollurúnt til bændanna í Ólafsvík og er þar allt á fullu við byrjuðum að fara til Óla,Sigga og Brynjars og er þar allt komið á fullt, það eru komin 15 lömb og allt gengið vel og engin afföll og fékk Benóný að koma með og var hann allveg sjúkur í lömbin og óhræddur við rollurnar og ætlaði bara að æða í að klappa þeim en það var ekki allveg hægt að treysta því emoticon . Gummi fæðingarlæknir var mættur á staðinn við að aðstoða rollu hjá þeim og gekk allt vel því næst fórum við með Gumma í fjárhúsin hans og skoðuðum sæðingana sem eru komnir hjá honum og var einn gemlingur með hrút og gimbur undan Kveik og annar með 2 undan Kalda. Hjá Óla og þeim var einmitt líka sæðingar undan forrystu hrútnum og 2 hrútar undan Kóng svo það verður gaman að sjá þetta í haust.

Benóný lukkulegur að klappa lambi hjá Óla og þeim.

Hlíð hjá Gumma með gráan hrút og doppótta gimbur undan Kveik.



Emil er að fara róa á þessum bát frá Ólafsvík hann var að koma með hann úr Stykkishólmi og hingað hann verður á honum í sumar og er ég rosalega fegin því, þá verður hann heima en ekki í Sandgerði eins og hann var því Þórsnesið er að róa þaðan núna.


Hulda amma með dömuna. Það eru svo fullt af myndum í albúmi svo endilega kíkið.

18.04.2011 16:30

Mokað undan,Lömb hjá Óla og systkinin saman.

Það er mikið verk fyrir höndum næstu daga því nú er byrjað á því að moka undan eða fyrir framan fyrst því það er búið að safnast svo mikið fyrir framan fjárhúsin sem er búið að renna út og er það hellings vinna að taka það fyrst og svo þarf að taka húsið af traktornum til að komast í að moka undan en það verða allir voða glaðir þegar þetta er búið og kominn þessi fíni áburður á túnin. Það byrjaði þó ekki vel því það bilaði hjá þeim Emil og Bóa fyrst fór eitthvað í traktornum og svo brotnaði undan sturtuvagninum en það fylgir þessu náttúrulega alltaf svona skemmtileg heit það getur aldrei gengið bilunarlaust enda gömul tæki.


Það er svo byrjaður sauðburður hjá Óla,Sigga og Brynjari og komu 4 stálslegin lömb fyrst. Óli fékk tvær gullfallegar gráar gimbrar og Siggi 2 lömb veit ekki hvaða kyn en annað var móflekkótt.

Hér er hann með aðra gimbrina kanski þið getið hjálpað okkur að litgreina hana held að hún sé mógrá eða eitthvað.


Hér er Benóný Ísak svo stoltur stóri bróðir með litlu systur.

13.04.2011 18:02

Skvísan 2 vikna og fór í heimsókn til langömmu og ég fer aftur að gefa kindunum.

Jæja það ríkir mikill hamingja hjá okkur núna Emil er búnað vera heima síðan á sunnudaginn því það er búið að vera brælustopp og er það allveg frábært að hafa hann heima. Benóný og litla daman eru allveg yndisleg þau eru svo góð. Ég fór svo í fjárhúsin að gefa í gær og aftur í dag og var það mjög ljúft að komast aftur út og fá smá rollulykt og nú get ég farið að gefa aftur því hún sefur svo vel og hann fær útrás að hlaupa í jötunni og horfa á traktorinn en það er aðalmálið núna hann vill bara fá að fara í traktorinn og stýra og flauta ekta sveita strákur. Við fórum svo loksins í heimsókn til Dagmars langömmu sem er búnað bíða heillengi eftir að fá að hitta prinsessuna og varð hún afskaplega ánægð þegar við komum og var hún mynduð með hana og Benóný Ísak. Sigrún og Raggi voru hjá Dagmar og fengu að máta skvísuna líka og það var tekið mynd af þeim líka og Raggi ljómaði allveg þegar hann var með hana í fanginu. Freyja keypti svo fyrir okkur gardínur í herbergið hans Benónýs og eru þær komnar upp núna og ljós sem við keyptum í ikea svo núna er herbergið allveg tilbúið og er ég allveg þrusu ánægð með það og auðvitað tók ég myndir af því svo það er um að gera að kíkja í albúmið og skoða myndirnar.

Myndarleg skvísa í fötunum sem amma Freyja og afi Bói gáfu henni.

Algjör gaur hann Benóný að skoða systu sína.

Stolt langamma með prinsessuna sína.

04.04.2011 23:21

Daman viku gömul, Kíkt í fjárhúsin og Leifur afi kemur í heimsókn.

Jæja þá er prinsessan orðin viku gömul og Emil er farinn á sjó í Sandgerði og verður í ótakmarkaðan tíma. Ég verð að viðurkenna að ég er rosalega stressuð yfir því en dagurinn í dag gekk samt eins og í sögu þau voru bæði yndisleg og vona ég að allir dagar verði svona þangað til hann kemur heim. Við fórum svo út á rúntinn á laugardaginn o hva það var gott að komast út og auðvitað var ferðinni heitið inn í Mávahlíð og fór ég aðeins að fá mér smá rollu lykt og gefa þeim brauð svo kíktum við inn í bústað til Maju og litla svaf eins og engill allan timann. Á sunnudaginn fórum við svo líka rúnt inn í sveit og sprautuðum seinni sprautuna við lambablóðsóttinni og var veðrið allveg yndislegt og ég gat verið viðstödd allan timann því bæði börnin sváfu svo vært út í bíl guð hva það er skrýtið að vera allt í einu tveggja barna móðir þetta tekur tíma að venjast he he. Í dag kom svo Maja og Karítas með pabba í heimsókn til að skoða nýjasta barnabarnið sitt og var hann bara hinn rólegasti og fékk malt sem hann elskar og svo ætlaði Donna allveg að éta hann og Benóný stóð yfir honum og fór með þessa svaðalegu ræðu á máli sem engin skyldi nema hann. Það var svo tekið mynd af pabba með litlu og Benóný og virtist hann allveg taka eftir henni og svo sýndum við honum myndir af rollunum í tölvunni og hann gat sagt okkur að mislitu hrútarnir væru ljótir he he og hvíti Moli væri flottur og svo greindi hann líka litinn á Rambó og sagði að hann væri golsóttur svo það er en mikið sem hann skilur. Við böðuðum líka litlu í fyrsta skiptið í gær og var hún ekkert allt of hress með það en aftur á móti var Benóný hinn ánægðasti og hjálpaði henni að busla svo endilega kíkið í myndaalbúmið og skoðið þetta allt saman.

Litla sæta prinsessan.

Leifur afi með Benóný Ísak og prinsessuna.

Verið að sprauta, Emil allveg orðinn pró í þessu.

02.04.2011 14:52

Litil prinsessa komin í heiminn

Jæja þá er biðinni lokið og litil prinsessa komin í heiminn. Hún kom 28 mars kl 9 að kveldi og var hún ekki svo lítil eftir allt saman því hún var 14 merkur og 51 cm. Mjög dökk á hörund og með svart hár. Allt gekk rosalega vel og fórum við heim eftir 2 nætur á Akranes spítala og Benóný var í pössun hjá Maju og Óla og var allveg í essinu sínu honum finnst svo gaman hjá þeim. Við vorum farin að sakna hans rosalega mikið þó svo að þetta væru bara tveir dagar var það eins og heil eilíf og vorum við rosalega spennt að komast heim og sjá hann. Maja kom svo með Benóný og var hann hálf feiminn við okkur fyrst en svo kom þetta allt saman og hann spáði svo sem ekki mikið í systur sinni fyrst en núna er hann bara rosalega góður við hana og vill bara gera A við hana. Það var reyndar rosalega skrýtið hvað hann virkaði stór núna þegar maður er kominn með eitt svona lítið, hann sem var svo lítill bara fyrir 2 dögum síðan ýkt skrýtið orðinn stóri bróðir.

Benóný svo góður við systur sína.

Litla sæta prinsessan okkar.

Sætu systkynin saman.
  • 1
Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188505
Samtals gestir: 69640
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar