Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2011 Júní

19.06.2011 12:52

Skírn 17 júní og heimsókn á Jaðar

Það fór fram skírn hjá okkur 17 júní í Brimisvallarkirkju og fékk daman nafnið Embla Marína og til gamans ætla ég að segja ykkur hvað nöfnin þýða Embla er viðarheiti og er úr norrænni goðafræði. Marína þýðir haf og er úr latínu. Allt fór vel fram og svo var veislan haldin á Ingjaldshóli og vorum við með súpu og bollur sem mamma bakaði og svo voru tertur af bestu gerð að hætti Freyju og ein skírnarterta frá bakaríinu. Veðrið var með ágætum smá rok og sólarlaust en það er bara eins og verið hefur það ætlar að taka seint við sér þetta sumar.
Við þökkum öllum sem að hjálpuðu okkur að gera þetta að svona fallegum degi.
Það eru svo tvö myndaralbúm ný fyrra er heimsókn á Jaðar til Dagmar langömmu og svo til Leifs afa síðan kemur skírnar albúmið.



Skírnarkakan úr Bakaríinu.


Emil afi kom í heimsókn og hér má sjá þrjá ættliði Emil Freyr, Benóný Ísak og Emil Már

Dagmar langamma með gullið sitt og Freyja amma inn á Jaðri.

Leifur afi með prinsessuna

Ein svo í lokin af sætu prökkurunum okkar saman.

11.06.2011 19:01

Sumar seinkun og kuldi

Það er nú ekki sumarlegt yfir að líta og það er hájúní. Hér má sjá álftaparið spóka sig á Mávarhlíðarvaðlinum og hvíta sleikju yfir fjöllum og gult gras.

Það er ekki mikið farið að grænka í hlíðinni aðeins efst upp í klettum hvenær fáum við eiginlega sumarið í ár.

Hér eru sæðingarnir undan Kveik sem ég bind miklar vonir við móðir þeirra Nína sem er í eigu Bóa var með 18,5 í læri og 33 í ómv sem lamb.

Já þetta virka nú ekki amaleg læri emoticon

Ein hérna af gullmolunum saman og já það er loksins búið að ákveða dag til að skýra og verður það á afmælisdaginn minn 17 júní en það er bara einn hængur á að nafnið er ekki búið að ákveða hundrað prósent en það hlýtur að koma he he.

Þessi gemlingur hún Skuggadís hans Bóa er stödd í gámnum hjá honum því lambið hennar þjáist af liðabólgu í bógnum. Vonandi lagast hún eftir pensilín kúrinn.

Hér er svo Benóný kominn í traktorinn hjá Steina frænda og hjálpa Bóa afa að girða.
Það þykir honum sko gaman.
  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar