Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2012 Maí22.05.2012 23:06LOKSINS LOKSINS BLOGG!Kæru blogg vinir þá er komið að því að ég nái loksins að blogga. Ég var farin að skammast mín fyrir hversu löng bið þetta var orðin en það var mál með vexti að krakkarnir höfðu fiktað í tölvunni hjá mér og ég gat ekki tengt hana við sjónvarpið því jú skjárinn er bilaður og hefur verið lengi. Ég hef nefla alltaf reddað mér með að tengja hana við sjónvarpið en ekkert gerðist en svo kíkti Maggi bróðir á þetta og þá var þetta bara stillingar atriði sem tölvu nördið ég hafði ekkert vit á . Sauðburður er sem sagt búnað vera í fullu gangi og er nú að líða undir lok nema það voru 2 gemlingar sem bera ekki fyrr en um mánaðarmótin og svo ein rolla hjá Maju systir sem ber væntanlega líka þá því hún hefur gengið upp. Aðeins ein er eftir núna sem er á tali og ein er eftir hjá Sigga í Tungu líka sem er komin á tal. Það hefur ekki gengið nógu vel alla vega ekki hjá honum Bóa karlgreyjinu hann fékk sko aldeilis að kenna á því þetta árið. Hann byrjaði á því að tvær létu hjá honum mánuð fyrir burð. Hann fékk svo 6 rollur einlembdar en reyndar inn í því var ein með úldið og önnur með dautt svo þær voru skráðar með 2. Enn dundi óheppnin á honum því loksins kom ein tvílembd en þá bar hún fyrra lambinu dauðu af óútskýrandi orsökum en við höldum þó að hún hafi verið farin á stað og naflastengurinn hafi slitanað og svo ekkert meira skeð. En það var ekki nóg Nína rolla frá honum slapp af dauðadeildinni í haust svo hún gæti fært honum gimbur og loksins kom gimbur en fljótlega kom í ljós að hún var ekki heil því þetta var stærðar einlembingur sem gat ekki sogið og skalf öll og var eitthvað föst í framm fótunum svo hún var sprautuð með pensilíni í nokkra daga og gefið selen. Það virkaði þó eitthvað því á endanum náði hún að standa þó hún nötraði smá og sjúga sjálf. Svo núna er hún komin út svo það verður bara að bíða og sjá hvort hún lagist og verði heil í fótunum til ásettnigs í haust. En þetta er ekki búið enn því gemlingurinn hans hún Týra litla fór í keisara eftir að ég var búnað reyna lengi að ná úr henni en ekkert gekk og verður maður að læra af mistökunum að þegar þær eru svona þröngar að ekki reyna það einu sinni bara fara beint með þær undir hnífinn en jæja svo var farið með hana og var fyrra lambið sem ég var búnað vera basla við að ná dautt en hitt náði þó að lifa og komu Freyja og Bói með þau heim. Allt gekk ágætlega hún var farin að borða og hyldirnar farnar en var oft svolítið þanin út þar sem skurðurinn var en svo hjaðnaði það niður en hún mjólkaði þó aldrei nóg svo við urðum að gefa lambinu pela með. Svo viku seinna fannst okkur hún vera blása aftur út og hún var eins og hún væri með doða húkkti við vegginn og andaði ótt og títt og Siggi sprautaði hana með kalki en ekkert lagaðist. Bói hringdi svo í dýra og hann sagði að hann ætti að gefa henni meira pensilín en þegar það átti að gera það, var það of seint því hún kvaddi þennan heim um það kvöld og eftir sitjum við með hann Týra litla sem kemur jarmandi á móti okkur að fá pelann sinn. Hér er hann Týri litli sem vantar nýja mömmu. Ógæfan er ekki allveg horfin hjá Bóa og Freyju því nú bar Móra hennar Freyju 2 lömbum og allir ánægðir með það að það komi 2 en þá tekur rollu gribban upp á því að vilja bara annað lambið og stangar hitt í loftköstum frá sér já þetta er allveg merkilegur fjandi með þessa fjandans óheppni hjá þeim en það er nú ekki annað hægt en bara hlæja af þessu það er í rauninni ekkert sem kemur á óvart lengur..... Nú er sem sagt búið að setja hana í algjört fangelsi svo hún sjái ekki hvort er að sjúga og fær bara hey og vatn fyrir framan sig. En Bói tapar ekki allveg því við erum búnað vera dugleg að venja undir þessar einlembur hjá honum og er ekki nema 3 sem fara með eitt á fjall en hinar fengu ábót svo hann fær eitthvað kjöt í haust Hann er komin með 16 lömb plús þessi 3 sem voru vanin undir en það voru 3 tvílembdar sem lifðu bæði lömbin hjá honum og svo eru 2 gemlingar eftir enn. Ég missti 2 hrúta undan Hriflon sem ég gerði mér svo langa leið til að ná sæði alla leið inn í Haukatungu. Annar þeirra var svo stór og fallegur að það var allveg grátlegt þegar hann dó en svona vill þetta fara það gerðist eitthvað það var svo hrikalega erfitt að ná honum úr henni og ég tók hann heim og blés hann heillengi og loksins tók hann aðeins við sér en náði ekki að standa var svo stór svo við spelkuðum hann en hann náði sér ekki á strik og var tekinn inn í Tungu. Við tókum svo annan Hriflon son undan Hlussu með okkur heim því hann fæddist allt of lítill miðað við gimbrina sem var á móti og hefur hann ekki fengið nóga næringu í móður kviði þvi svo lítill var hann. Við blésum hann og gáfum honum búst og geymdum hann svo heima yfir nóttina en hann var dauður um morguninn og það var sama sagan af hinum sem var tekinn inn í Tungu svo ég á greinilega ekki að fá hrút undan Hriflon til að ná fitunni úr stofninum mínum arrggg... en ég fæ þó eina gimbur. Ég og Emil erum búnað fá 52 lömb alls eða 50 lifandi ég er bara mjög sátt við það. Það voru 3 þrílembdar,14 tvílembdar og 3 veturgamlar með 1 og ein úr sæðingunum með 1 saman 4 einlembdar. Gemlingarnir voru allir með eitt nema einn hjá mér var með 2. Það er svo bara ein rolla eftir hjá mér. Það er algjört gimbra ár í ár hjá okkur eða 38 gimbrar sem sagt í allt hjá okkur Bóa og það eru 28 hrútar nei þetta er kanski bara nokkuð jafnt bara en það verður alla vega vandamál með allar þessar gimbrar í haust að velja hvað verður til ásettnings. Maja er búnað fá allt tvílembt hjá sér eða 3 með 2 og eina veturgamla með eitt og svo er gersemið eftir hún Bríet en hún hefur gengið upp og ber um mánaðrmótin. Maja missti svo eitt lamb úr slefsýki eða einhverri veiki samdægurs og það fæddist ömurlegt. Það er búið að ganga vel hjá Sigga allar með 2 nema ein sem var með eitt og ein með 3. Gemlingarnir með eitt nema einn var með 2 en annað þeirra var svo lítið að það lifði ekki af. Það er svo ein rolla eftir hjá honum. Hjá honum er algjört hrúta ár ég held að hann sé aðeins með 5 gimbrar og rest hrúta. Jæja komin tími á að hætta þessari munnræpu og leyfa ykkur að fara kíkja á myndirnar sem má sjá í albúminu hér og hér þau eru tvö að þessu sinni. Ísabella á leið út með hrútana sína undan Grábotna. Rauðhetta með þríbbana sína ég fékk heldur mikið af svona bíldóttu og eyglóttu í ár en það þykir mér ekki nógu flottur litur. Tilraunin mín með Golsa Rambó á mórauðu rollurnar var ekki að virka fékk bara grátt og bíldótt eins og hér og svo grágolsótt. Jæja Hannes þetta virkaði ég fékk tvo mórauða nú er bara að bíða og vona að hún skili þeim heim í haust og þeir stigist vel he he. Flottur gimbra hópur. Gaman hjá Benóný í sumarbústaðnum hjá Fríðu frænku en ég fékk afnot af honum meðan sauðburðurinn var. Þar var ljúft að leggja sig milli burða og þakka ég kærlega fyrir afnotin af honum. Skrifað af Dísu
Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is