Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2013 Janúar27.01.2013 08:59Endurbætur á Mávahlíðinni og heimsókn í fjárhúsin hjá Jóa,Gunnu og Rabba á Sandi.Það var fallegt vetrarveður í Mávahlíðinni í gær og sólin skein yfir. Ég fór og tók myndir fyrir eigendur svo þeir gætu séð flottan frágang á endurbótum á sláturhúsiniu og hlöðunni. Jónas frændi og Siggi í Tungu eru báðir smiðir og þeir sáu um að laga þetta svona fínt. Hér sést svo þakið og gaflinn. Það er búið að loka fyrir gluggann sem olli þessum skemmdum til að byrja með og einnig er búið að styrkja hlöðu dyrnar. Þetta ætti því að vera til friðs það sem eftir er að vetri. Það var fallegt útsýnið á Snæfellsjökulinn í sólskininu úr Mávahlíðinni. Emil fór nú á dögunum í heimsókn til vinnuveitandann sinn hann Jóa á Hellissandi. Hann er með rollur með Gunnu systir sinni og manninum hennar Rabba. Jói fékk hjá okkur 3 gimbrar í haust og fór Emil að kíkja á þær og kindur hjá honum því miður komst ég ekki með vegna veikinda barna okkar en ég á eftir að gera mér ferð seinna og kíkja á þær hjá honum. Emil tók myndir fyrir mig og getið þið séð þær hér inn í albúmi ásamt fleiri myndum af endurbótunum í Mávahlíð með því að smella hér. 22.01.2013 00:05Börnin okkar í janúar og skírnin hjá Bjarka Stein.Við fórum suður seinasta laugardag í skírn hjá Þórhöllu og Jóhanni bróður Emils og fékk litli sæti kúturinn fallega nafnið Bjarki Steinn. Það var skírt í Guðríðarkirkju og veislan fór fram heima hjá þeim. Þetta var rosalega kósý skírn og falleg. Veislan var líka rosalega flott og góðar kökur og kræsingar. Benóný var allveg í essinu sínu að hitta Jakob og fá að leika sér með Bósa ljósár kallinn sem Jakob á. Það eru svo myndir af skírninni með því að smella hér. Hér er svo flotta fjölskyldan með nýskírðan prinsinn Bjarka Stein. Benóný með uppáhalds frændum sínum Jakobi og Jóhanni. Það er sko brjálað að gera hjá Emblu í dúkkuleik með dúkkurnar. Emelía skvísa í afmælinu sínu í íþróttahúsinu. Jóhann töffari að kveikja á kertunum í veislunni sinni. Hér er litla 6 vikna. Hér er Benóný Ísak á sama aldri. Hér er svo Embla á sama aldri. Gaman að sjá munin á þeim og hvað Benóný er allt önnur útgáfa heldur en þær en hann er líka svo líkur mér og pabba en stelpurnar eru allveg eins og Emil. Það eru svo fleiri myndir í albúmi bæði af afmælisveislunni hjá Emelíu og Jóhanni og svo af sætu börnunum okkar með því að smella hér. Kveð að sinni Dísa. 15.01.2013 19:04Enn meiri skemmdir í veðurofsa í MávahlíðÞað var heldur betur læti í veðrinu í gærkveldi og í morgun. Ég komst ekki inn eftir að gefa fyrr en um hálf 3 leytið því það var svo mikill snjór og slabb í Stekkjarholtinu. Þegar ég kom inn í Tungu var mér litið inn í Mávahlíð og sýndist mér þá gaflinn á sláturhúsinu vera farinn af en ákvað að drífa mig bara að gefa og fara svo inn eftir og skoða þetta betur. Þegar ég var búnað gefa kíkti ég í kíkirnum og blasti við mér ófögur sjón það reyndist vera rétt það sem ég hélt. Gaflinn var allveg farinn af svo ég brunaði inn eftir og skoðaði þetta. Hér byrjaði þetta allt í fyrri veðurofsanum þá fór hlerinn úr glugganum fyrir ofan hurðina sem varð til þess að þakið sprakk upp. Það fór svo svona í fyrra skiptið. Svona fór þetta svo í gær ekki fögur sjón að sjá. Gaflinn liggur eiginlega í heilu lagi hliðina á eins og sjá má hér. Ekki hefur fokið neitt drasl út, því það var ekkert þarna inni nema plast sem var heft fast við veggina og einhverjir timbur hlerar. Æ það er voða sorglegt að horfa upp á þetta svona að þetta sé bara grotna niður í hverju óveðrinu sem kemur því hlaðan er í góðu standi það þyrfti bara að skipta um þak á henni. Setti þetta hér inn svo aðrir eigendur jarðarinnar gætu skoðað myndirnar af þessu og eru fleiri myndir hér inn í albúmi. Skrifað af Dísu 12.01.2013 11:27Heimsókn í Hraunháls og Eystri leirárgarða og daman mánaðargömul.Litla gullið okkar er mánaðar gömul í dag. Þau sýndu okkur líka kýrnar sem eru í öllum litum. Ég held bara að ég hafi ekki séð eins fjölbreytta liti í kúm eins og hjá þeim. Hér er ein fallega skjöldótt held ég að sé sagt. Hér er einn Frosta sonur hjá þeim, allveg gríðalega langur hrútur. Það eru myndir af ferð okkar hér inn í myndaalbúmi. Jæja en erum við að fara að rúntast og liggur leið okkar núna á Eystri Leirárgarða til Hannesar vin okkar. Við fengum auðvitað að kíkja í fjárhúsin hjá honum sem eru allveg gríðalega flott og vel skipulögð. Góður hey ilmurinn tekur á móti okkur þegar við komum inn af hánni hjá honum sem hann blandar saman við heyið. Við byrjuðum á því að skoða gemlingana sem eru allveg gríðalega stórir og við sáum þessa 3 sem við létum hann hafa í haust og þeir eru allveg í rosalega góðu yfirlæti og búnað stækka vel. Veturgömlu kindurnar eru líka allveg svakalega stórar enda man ég það þegar við heimsóttum hann í fyrra að þær voru allveg tröllvaxnar sem gemlingar. Ég seldi honum einmitt 2 í fyrra og sáum við þær núna og þær voru báðar tvílembdar sem gemlingar í vor og skiluðu honum báðra yfir 30 kíló í sláturhús ekkert smá flott. Það sem toppaði allveg ferðina var þessi hrútur en þetta er Grái hrúturinn sem Hannes fékk hjá Sigga í Tungu í haust. Hann er undan Grábotna og Svört sem er undan svörtum Kveik syni. Eins og sjá má er þetta lambhrútur og ekkert smá þroskamikill og með gríðalega mikill hornahlaup. Það verður spennandi að sjá hvað kemur undan honum í haust. Hér eru svo myndir af ferð okkar til Hannesar og fleira með því að smella hér. Jæja af okkur að segja þá erum við en á með hrútana í og sá ég eina ganga upp í gær sem átti að hafa fengið með Blika Gosa syni en hún fékk þá með Brimill í gær. Ein sem átti að fá með Móflekk hans Óla Tryggva gekk upp í fyrradag og fékk Stormur að lemba hana svo vonandi kemur hún bara með gimbrar svo það verði ekki hníflóttir hrútar. En sem komið er þá á þetta vera svona nema að einhverjar fleiri gangi upp. Stormur Kveik sonur fékk 11 Draumur Topps sonur fékk 8 Bliki Gosa sonur fékk 6 Kjölur Sigga Kletts sonur fékk 6 Brjánn Topps sonur fékk 7 Brimill Borða sonur fékk 5 3 fóru í Klett hjá Óttari 2 í Botna hans Óttars 1 sædd með Prúð 3 sæddar með Soffa 3 fóru í Móflekk Óla Tryggva 3 fóru í Hraunháls í 3 hrúta Svo ég notaði 14 hrúta. Ég sem ætlaði að nota færri í ár en svona er þetta maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt. 07.01.2013 21:54Frændsystkynin hittast öll og þrettándinn.Þessi frændsystkyni hittust öll saman í fyrsta sinn nú á föstudaginn og eru þau öll á sama árinu. Það verður fjör hjá okkur á líðandi ári að hittast með gullmolana okkar. Óskírður hjá Þórhöllu og Jóhanni,óskírð hjá okkur og Birgitta Emý hjá Steinari og Unni. Hún er 6 mánaða. Svakalega flott uppstilling hjá þeim. Birgitta var allveg búin á því og sofnaði og kippti sér ekkert upp við að láta raða í kringum sig. Það eru svo fleiri myndir af þessum dúllum hér í mynda albúmi. Á þrettándanum fórum við á brennu og Embla Marína og Benóný Ísak klæddu sig upp í búninga. Embla átti reyndar að vera jarðaber og Benóný trúður en hún vildi með engu móti vera í búninginum svo Benóný var alsæll að fá að vera jarðaberið. Við fórum svo með þau í nokkur hús að sníkja í gogginn með Emelíu og Jóhanni. Þeim fannst þetta rosalega gaman og mikið sport en urðu þó fljótlega þreytt enda klukkan að nálgast háttatíma að verða 8. 05.01.2013 11:55Áramót 2012 og Rolluflakk til kynbóta.Ætla að byrja á því að segja Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla og ég þakka kærlega fyrir innlitið á síðuna á liðnu ári. Við höfðum það rosalega gott yfir áramótin. Við borðuðum öll saman heima hjá okkur og það var 4 rétta hlaðborð sem sagt nautakjöt,marinerað læri að hætti Steina, hjarta kjöt og síðast en ekki síst léttreyktur lambahryggur. Í forrétt var svo brauð með graflax og karrý síld. Skotið var svo upp og Benóný svaf það af sér en Embla vaknaði og fékk að horfa út um gluggann bara því hún var svo ný vöknuð og það var líka einstaklega kalt úti. Unnur og Steinar létu ekki kuldann á sig fá og fóru út með Birgittu sætu og hún fylgdist með öllum látunum. Það var skotið upp fyrir Benóný á nýársdag en hann varð skelfingu lostinn og vildi bara fara inn. Þanning það var bara ágætt að hann skildi sofa áramótin af sér greyjið. Það eru svo myndir af áramótunum og fleiru hér inni í albúmi. Það var mikið lagt á sig milli jóla og nýárs í vonsku veðri. Þá lá leið okkar inn í Hraunháls með 3 kollóttar til að fá kynbætur úr gæðahrútunum hjá Guðlaugu og Eybergi. Það var svaka bylur á leiðinni inneftir og mikið slabb og héldum við að við kæmust ekki aftur til baka en það lá betur við á leiðinni heim því þá var búið að moka og salta og allt annað að keyra þá. Siggi og Emil að henda upp í bíl hjá Bóa. Við fengum bílinn hans lánaðan inn eftir. Embla og Benóný aftur í með rollurnar á pallinum og þær að kíkja yfir á þau. Hér erum við í fjárhúsinu hjá Óla á Mýrum. Þar fórum við með 4 kollur í móflekkóttan hrút sem Óli Tryggva á. Óli sá þær aldrei lemba og ekki við heldur en ég óska þess að hann hafi klárað þær því annars ganga þær heldur seint. Af sæðingunum að segja gekk það ekki nógu vel sem komið er. 3 voru sæddar fyrst og hélt ein af því. 9 voru sæddar þegar ég var að eiga og héldu bara 2 af þeim 1 með Soffa og 1 með Prúð. 3 sæddi ég sjálf 15 des og var ein frá mér og 2 frá Sigga og gekk ein frá Sigga upp í gær og ég er að deyja úr spenningi að fara í fjárhúsin í dag og sjá hvort hinar haldi sem sagt ein mórauð frá mér og svört frá Sigga. Það eru svo myndir hér af rollu stússinu okkar með því að smella hér.
Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is