Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2013 Júní

26.06.2013 23:34

Útskrift Magnúsar Márs

Jæja þá er hann elsku Magnús Már orðinn útskrifaður lögrfæðingur með BA gráðu. Það má með sanni segja að hann sé eins og elsta barn okkar Emils því hann ólst upp hjá okkur frá 11 ára aldri. Við vorum unglingar að ala upp barn sem var að fara á unglingsárin he he svo við erum komin með reynsluna fyrir okkar börn þegar þau fara á unglingsárin sín.

Já hver hefði trúað því að þessi óþekktar angi ætti eftir að komast svona langt í skólamenntun sinni. Hún var ekki björt í byrjun Grunnskóla nei það voru ófáir dagar sem mamma fékk ekki kvörtunarbréf heim að Magnús og Sigrún frænka hans hefðu verið að gera eitthvað að sér. 

Það voru fengnir foreldrar til að sitja yfir bekknum og mamma var fengin í einhver skipti til að sitja með Magga í tíma vegna óspektar í tíma. Þá kom oft upp sú umræða meðal annara að hann væri ofvirkur og það ætti að fara með hann til læknis en mamma lét það um eyrun fjúka og sagði að börn ættu að fá vera börn og það ætti að heyrast í þeim og vera læt, það væri bara eðlilegt og það má sannreyna það á honum Magnúsi í dag því hann er allveg fyrirmyndar maður með gull hjarta.

Ein saga liggur mér ofarlega í huga um skólagöngu hans. Það var þegar Maggi var óþekkur í tíma hjá Ólínu í Ólafsvík. Honum var hent út úr tíma og vísað til skólastjórans sem var þá Sveinn Elinbergsson. Ólína var kölluð stuttu seinna inn og henni bent á marblett sem var þar á stráknum gulur og ógeðslegur og hún spurð hvort hún hafi veitt honum þessa áverka. Ólína hvítnar í framan og roðnar um leið af reiði HVA eruð þið að grínast í mér nei það hef ég aldrei gert en strákurinn stendur fastur á sínu og grey konan gat ekkert sagt því það voru bara hennar orð gegn saklausa drengunum. Það kom svo seinna í ljós að þetta var eldgamall marblettur sem honum datt í hug að nota til að hefna sín á Ólínu því hún henti honum út he he allveg magnað hvað þessi drengur gat verið uppátækjasamur og útsmoginn. Þessa sögu sagði Ólína mér sjálf og ég hlæ enn af henni þegar ég rifja hana upp.

Já Magnús kunni sko að ljúga þegar hann var yngri og þræta var honum einum lagið líkt og það voru margar stundir sem þeir frændur hann og Steini sátu inn í eldhúsi í Máfahlíð og þrættu um allt milli himins og jarðar. Eins þrjóskur og harður sem Steini var lét hann ávalt undan þegar Magnús átti í hlut og fór að hlægja og vissi að þessar rökræður ættu sér engin endalok í þeirra umræðum ef hann léti ekki undan.


Hér er svo meistarinn og gullfallega Erla kærastan hans.

Mamma hélt svo kaffiboð fyrir drenginn sinn og það komu ættingjar og vinir.

Hulda og Freyja Naómí

Hvolparnir dafna fínt og fara nú allveg að opna augun. Þetta er smá tilraun í ljósmyndakeppni um Ballerina kex.

Ein krútt mynd af Freyju sem stækkar og stækkar. Það eru svo fleiri myndir hér inni.
Kveðja Dísa

19.06.2013 18:59

Donna gítur og 17 júní

Jæja þá er loksins komið að því að ég gefi mér tíma til að blogga. Það er búið að vera eitthvað svo mikið að gera og krakkarnir búnað vera veikir svo heimilsverkin hafa hlaðist upp og þegar það kemur sól og gott veður eru þau látin sitja enn meira á hakanum......

Já og svo má ekki gleyma hvolpunumemoticon
Donna gaut 13 júní frá 11 um kvöldið til 2 nóttina 4 hvolpum. 3 rakkar og ein tík en því miður var tíkin holgóma eða með skarð í vör og lifði ekki nema í 2 sólarhringa. Hinir dafna annars rosalega vel.

Hér er hún með alla 4.

Hérna eru svo strákarnir.

Hér er stærsti hlunkurinn.

Hér er þessi ljósi og hann verður örugglega með hvíta blesu.

Hér er sá minnsti. Þessir svörtu verða eins og Donna á litinn og með hvít á bringunni.
Eða ég held það en annars á það eftir að koma í ljós þeir opna augun þegar þeir verða um 12 daga gamlir svo það verður spennandi að sjá þegar það gerist. Núna eru þeir viku gamlir á morgun. Það eru svo fleiri myndir af hvolpunum hér inni.

Ég átti afmæli þann 17 júní og fékk þessa svakalegu peysu frá Emil og krökkunum og ég er allveg í skýjunum með hana finnst hún allveg geggjuð svo gaf Unnur og Steinar mér hárband í stíl rosalega flott. 

Við fórum svo út að borða á Heraford steakhause í boði Jóhanns og Þórhöllu. Allveg rosalega góð þetta var nú ekkert stórafmæli en þetta var rosalega gott að borða þarna og gaman að komast 2 ein út takk kærlega fyrir okkur. Maggi bróðir passaði svo grislingana okkar 3 og Erla og gekk það mjög vel hjá þeim.

Núna fer svo rollu rúnturinn okkar Birgittu að hefjast ekki satt Birgitta he he.

Stuð á Mána og hestinum hennar Köru sem hún verður nú að fara skíra eitthvað.

Svo góð að borða ís sem þau fengu í ísbílnum í góðu sumarveðri loksins.

Freyja aðeins farin að fá að kynnast útiverunni.

Heimalingarnir Sigmundur og Framsókn orðnir gífurlega stórir hjá honum Gumma og fylgjast vel með honum vera að dæla út. Fleiri myndir af þessu öllu hér.

Jæja segjum þetta gott að sinni 
Kveðja Dísa

12.06.2013 09:19

Freyja Naómí 6 mánaða

Litla krúttspengjan okkar 6 mánaða í dag og ég fór með hana í skoðun í gær 
Hún er 6840 grömm og lengd 68 og höfuðmál 43.
Hún fékk ekki sprautu því hún er með eyrnbólgu og er á pensilíni en fær sprautuna í næstu viku.

Það fer nú allveg að fara koma sumar hjá okkur og sólin skín allavega á okkur í dag. Hér er Freyja með fallega hárbandið sem Brynja frænka var að gefa henni og Emblu þetta hvíta ekkert smá flott hjá henni.

Jæja þá er seinasta rollan komin út hún Nala og þá er sauðburður yfirstaðinn í ár og gekk allveg yndislega vel og öll lömb lifðu. Það eru svo myndir hér inni með því að smella hér.

Hestarnir frá Steina,Jóhönnu og Bóa í góðu yfirlæti inn á túni inn í Tungu.

Og skodi ljóti fékk fulla skoðun líka eins gott fyrir hann he he. Mamma var svo yndisleg að fara með hann fyrir mig í gær hér inn í Ólafsvík.

08.06.2013 16:53

Reykjavíkur ferð og sauðburður klárast.


Freyja Naómí stækkar og stækkar og hér er hún alltaf svo glöð með tönnsurnar sínar 2.

Við fórum til Reykjavíkur á Sjómannadags helginni og eyddum góðum stundum með krökkunum og fórum svo út að borða á Caruso með Brynju og Kristmundi. 
Við fengum okkur humarsúpu  og nautasteik allveg rosalega gott.

Reykjavíkur ferðinn fór þó ekki allveg eins og við vildum því við ætluðum í Grindavík en það varð ekkert úr því og svo tók Skodi ljóti upp á þeim óleik að bila hjá okkur svo við þurftum að vera í bænum einn dag í viðbót sem var í fínu lagi en kostnaðurinn við að laga bílinn var algjör blóð peningur svona rétt fyrir sumarið það var ónýt túrbínan og kostaði 260 þús að fá nýja og láta setja hana í. Já það er alltaf eitthvað skemmtilegt sem kemur manni á óvart en það þýðir ekkert að væla yfir því bara njóta lífsins og hugsa um eitthvað skemmtilegra.

Eins og enn skemmtilegra var að það var hringt í okkur á leiðinni suður og þá var búið að keyra á lamb! ARG ekki byrjar það vel en við skulum vona að þetta sé bara upphafið af endinum og vera jákvæð. Bói átti þetta lamb og var það undan Skuggadís og Blika.

Þessi elska var eins árs um daginn. Þetta er hún Birgitta Emý dóttir Steinars bróðir Emils og Unnar. Svo dugleg farin að hlaupa út um allt.

Freyja Naómí í fjárhúsunum. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af Reykjavíkur ferðinni og heimsókn á leikskólann Krílakot hjá Benóný með þvi að smella hér.

Dóra með þrílembingana sína á leiðinni út.

Fallegir tvílembings hrútar undan Eygló gemling og Brján.

Gimbur og hrútur undan Rósulind og Storm. Það eru svo fleiri myndir hér.

Flekka með hrút og gimbur undan Nasa hans Óla Tryggva.

Nala rak lestina og kom með 2 hrúta í nótt 8 júní og þeir eru undan Brimil Borða syni.

Grána hjá Sigga bar seinust hjá honum svakalega stórum hrút undan Storm. Grána greyjið er allveg búin í fótunum svo þetta verður seinasta árið hennar. 

Það er svo loksins hægt að fara bera á túnin milli rigninga.

Óheppnin virðist svo ofsækja okkur því það var hringt í okkur í dag látið vita að útlendingar hefðu verið að labba niður á Hellu í fjörunni og rekist þar á 2 munaðarlaus lömb og dauða rollu. Við fórum strax og gáðum að þessu og viti menn auðvitað varð það að vera ein besta rollan okkar. Það var Rák hans Bóa sem er akkurrat með gimbrina sem ég ætlaði að skipta við hann ef hún kæmi af fjalli og ef hann myndi ekki setja hana á sjálfur. Æ þetta er svo ergilegt nú hættir til að maður fari að vera svartsýnni á jákvæðnina sem ég er alltaf að hamra á við sjálfa mig. En vonandi koma þau heim heil í haust og þá verður dekrað við þau allavega verður gimbrin sett á hjá honum Bóa í staðinn fyrir hana Rák blessunina.

Hér eru lömbin hennar Rák sem eru nú móðurlaus gimbur sú botnótta og hitt hrútur.

Freyja farin að figra sig áfram að prófa ýmislegt og hér er hún í göngugrind sem er allt of stór fyrir hana enn þá.

Farin að fá í fyrsta sinn að borða og finnst það ekkert voða gott en brosir þó he he.

Það styttist óðum í Donnu hún gítur sennilega í næstu viku og við ætlum að hugsa rosalega jákvætt um það og óska þess að allt gangi vel hjá henni núna.

Við skelltum okkur í kvennahlaupið með Dagbjörtu,Emelíu og Emelý. Benóný og Embla voru svo dugleg að labba og skiptast á að vera í kerrunni og fengu þau verðlauna pening
og voru rosalega ánægð. Það eru svo fleiri myndir hér af rest af sauðburði og fleira.

Jæja kveð að sinni emoticon

  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar