Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2013 Ágúst26.08.2013 22:41Bland í ágústTöffarinn okkar fékk þessa flottu kórónu á leikskólanum á afmælisdaginn sinn. Birgitta frænka svo dugleg að ýta Freyju. Freyja er að núna aðeins farin að komast upp á lagið og farin að hlaupa um allt og tosa í blómin og svona. Hún er svo búnað læra að sýna hvað hún er stór rosa dugleg og lyftir höndunum upp og þegar maður klappar verður hún svo montin þessi elska. Svo eru það stóru fréttirnar af henni Emblu en hún er hætt með bleyju. Hún fékkst til að fara einu sinni á koppinn og hefur ekki hætt síðan. Ég er ekkert smá stolt af henni og hún þurrkar sér sjálf og girðir sig og maður þarf ekkert að hjálpa henni neitt. Hún bíður spennt núna eftir að fá pabba sinn heim svo hún geti sýnt honum hvað hún er orðin stór og já auðvitað ætlar hún líka að fá dúkku í verðlaun. Emil er búnað vera róa núna á Skagaströnd í viku en fer vonandi að koma heim bráðum við erum öll farin að sakna hans allveg rosalega mikið. Maggi bróðir kom og kíkti í heimsókn og færði krökkunum pakka og það var mikil hamingja. Benóný fékk legó og Embla dóta hest sem labbar. Maggi býr í bænum og er að læra lögfræði og vinna á lögfræðistofu með svo það er gaman að fá hann aðeins í heimsókn áður en allt stessið og vinnan byrjar hjá honum enda brjálað að gera. Það eru svo fleiri myndir hér af krílunum okkar og fleiru með þvi að smella hér. Ég fór á rúntinn minn í dag að kíkja á rollurnar og haldiði að ég hafi ekki gleymt myndavélinni og auðvitað var allveg týpiskt að ég myndi missa af einhverju. Já Dóra kom hlaupandi á móti bílnum með þrílembingana sína og svo stillti hún sér svo flott upp með þá og ég var ekkert smá fúl að hafa ekki myndavélina með. En ég er hér með aðrar myndir sem ég náði um daginn. Svört hans Sigga í Tungu með hrút og gimbur. Tvílembingar undan Eygló gemling. Eygló er þrílembingur undan Gosa sæðishrút og Ronju. Móra Freyju og Bóa með gráa gimbur en það virðist vera týndur hrúturinn hennar Hrútur og gimbur undan Heklu og Brimil frá Bóa og Freyju. Þetta er einhvað ókunnugt annað hvort frá Knörr eða Gaul og lýst mér allveg rosalega vel á þennan hrút hann virkar allveg rosalega fallegur. 19.08.2013 00:04Benóný 4 áraStóri strákurinn okkar orðinn 4 ára Vá hvert fór tíminn eiginlega. Við héldum upp á afmælið núna á sunnudaginn en hann á afmæli á morgun 19 ágúst. Hann var svo ánægður elsku kallinn að fá alla pakkana og allt sem honum langaði í eins og playmó flugvél,mótorhjól,bát,löggubíl og bara nefdu það en það stóð þó mest upp úr legó flugvél sem Hafrún og fjölsk gáfu honum. Það komu fjölskyldur okkar og vinir og allir áttu góðan og skemmtilegan dag saman. Einn allveg búinn á því eftir daginn með allt dótið hjá sér upp í mömmu og pabba rúmmi. Hulda amma gaf Emblu þessa fallegu úlpu og húfu fyrir veturinn og var skvísan ekkert smá ánægð með flottu úlpuna og húfuna. Ég allveg mega sátt með geggjuðu peysuna sem Brynja frænka prjónaði fyrir mig. Það verða viðbrigði núna fyrir Benóný og Emblu því nú eru allir hvolparnir farnir á nýju heimilin sín og þau skilja ekkert í því afhverju það eru engir hvolpar lengur. Það eru svo myndir hér af afmælinu og þessu öllu með því að smella hér. Ég rakst svo á nýjar rollur núna um daginn á rúntinum. Hér er Lotta með gimbrina sína og hrútinn sem gengur undir henni frá Frigg en Lotta stal honum af Frigg í vor. Hér er Kápa með lömbin sín gimbur og hrút undan Kjöl hans Sigga. Hér eru Mýslu synir og Storms Kveikssonar. Ég er búnað vera binda mér vonir við þann flekkótta að hann verði góður því hann er svo svakalega fallegur á litinn. Hér er Eyrún með hrútana sína undan Kjöl. Það eru svo fleiri myndir af þeim með því að smella hér 13.08.2013 13:09Freyja Naómí 8 mánaða og rollu rúnturÞessi skvísa er 8 mánaða og er á fullu að taka tennur og með hita greyjið. Sæti töffarinn okkar fer allveg að eiga afmæli og fékk þessi flottu föt fyrir framm frá Freyju ömmu og Bóa afa. Svo gaman inn í Varmalæk að skoða ungana sem er úti með mömmu sinni. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inni. Rollu rúntur Rakst á þennan flotta grip á rúntinum. Þetta er hrúturinn hennar Frigg og er undan Storm Kveik syni og ég held að hann eigi eftir að verða flottur. Hrúturinn undan Snældu og Brimil. Hrúturinn hennar Mjallhítar og undan Blika Gosa syni. Sæðingar undan Aþenu og Soffa. Tveir Kletts synir undan Svönu. Frá Sigga í Tungu undan Gloppu og Draum. Surtla hans Sigga með gimbur undan Soffa sæðis hrút. Það eru svo fullt af fleiri lamba myndum hér inni. Skrifað af Dísu 08.08.2013 01:15Rollu rúntur,Rvk ferð og hvolparnir.Jæja þá gafst mér góður tími til að setjast hérna niður og fá mér einn kaldann og slaka á með því að skila af mér góðu bloggi og myndum eftir að allt var komið í ró. Eins og hjá flestum sem eiga börn er óreglan orðin allveg svakaleg hér á bæ og börnin fara að sofa einhvern tímann sem þeim hentar og þeim leyft að taka lúr yfir daginn svo maður geti fengið smá pásu fyrir þessum orku miklu fjörkálfum sem þurfa alla athygli sem hugsast getur frá okkur foreldrunum. Þessi tími verður þó senn á enda því leikskólinn mun hefja göngu sína aftur og guð sé lof fyrir hann Því maður verður heldur betur ósofinn eftir 6 vikur með svona litil kríli sem vakna alltaf eldsnemma og fara sofa á öllum tímum kvöldsins og þá nýtir maður tímann sinn vel og vakir langt framm á nætur til að gera eitthvað. Já það gleymdist allveg að vara mann við þessu áður en það var sagt manni að klára dæmið bara og koma með þau öll í röð he he nei nei þau eru allveg yndisleg og fylla líf manns af gleði og hamingju inn á milli og þá gleymir maður öllu streðinu um leið með einu brosi og knúsi frá þessum elskum. Rollu rúnturinn Fékk þennan flotta rollu rúnt um daginn og náði hér góðri mynd af Pöndu með hrútana sína undan Storm Kveiksyni. Fallegu lömbin hennar Rák sem dó snemma í sumar en það virðist ekki hafa aftrað þroska þeirra því þau eru bara vel stór og falleg og þetta verður án efa ásettnings gimbur fyrir þennan lit. Flekka með lömbin sín undan Nasa hans Óla Tryggva. Dóra með þrílembingana sína undan Brján. Hosa gemlingur með hrútinn sinn undan Blika. Gimbrin undan Hriflu og Blika. Það eru svo fleiri rollumyndir með því að smella hér. Sæti Benóný að hjálpa pabba sínum að raka heyið. Embla Marína í Mávahlíð. Hænan hjá Freyju og Bóa flott úti með ungana sína. Stuð hjá Birgittu frænku. Við fórum til Reykjavíkur um versló og fengu krakkarnir þá að upplifa algjört draumaríki. Við fórum með þau í sund og í rennibrautirnar sem Benóný allveg dýrkar og ekki skemmdi fyrir að við fórum með Dagbjörtu,Kjartani,Jóhanni og Emelíu og þá fékk Benóný Emelíu til að fara með sér endalaust í rennibrautirnar og fannst það algert æði. Við fórum svo í bíó með þau á strumpana 2 og tókum meira segja Freyju litlu með og það gekk bara mjög vel. Því næst var farið með þau á Kfc í Mosfellsbæ og þar er svaka rennibraut sem Benóný og Embla elska líka að fara í og það fyndna við þetta er að Benóný borðar ekkert bara kanski eina franska en talar alltaf um að það eigi að fara borða á kfc gott eins og hann kallar það. Þau fengu svo auðvitað að fara í afmælisbúðina hans Benónýs en það er Toys n rus hann elskar hana. Bara að fara þarna inn og skoða er algert himnaríki fyrir börn. Við vorum svo heppin að fá íbúðina hjá Magga bróðir og Erlu lánaða yfir helgina og var það bara æðislega fínt. Skvísurnar okkar. Það eru svo fleiri myndir af þessum krílum hér inni. Hvolparnir stækka óðum og verða senn tilbúnir að fara að heiman. Hér eru þeir í veðurblíðunni inn í Mávahlíð. Það eru svo fleiri myndir af þeim með því að smella hér. Skrifað af Dísa
Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is