Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2014 Mars31.03.2014 13:12Vor í lofti og fjöruferðSkelltum okkur í fjöruferð og vorum úti í mest allan dag í þessu blíðskapar veðri sem kom loksins. Verð klárlega að fara redda sandkassa á þennan bæ þegar börnin eru farin að moka skrautsteinana kringum pallinn he he. Skelltum okkur út á tjaldstæði að renna og róla. Og í hesthúsin til Steina. Ég fékk svo Steina með okkur í fjöruferð rosalega fannst þeim það gaman og Freyja var að sjá sjóinn í fyrsa sinn svona nálægt og var allveg sjúk að labba niður í fjöru. Það leynir sér ekki brosið hjá henni. Bestu vinirnir saman. Það eru svo fleiri myndir hér inni. 28.03.2014 23:28Embla Marína 3 áraElsku fallega Embla Marína okkar er 3 ára í dag. Innilega til hamingju með daginn þinn. Hún fær almennilega afmælisveislu þegar pabbi hennar kemur heim en hann er að róa í Grindavík núna svo ég var bara með smá kaffi fyrir þá sem áttu leið hjá á afmælisdeginum hennar. Embla fékk þennan svakalega fína kjól frá okkur en hún er búnað vera biðja um kjól sem snýst eins og ballerínu kjóll í langan tíma og varð allveg rosalega ánægð þegar hún opnaði pakkann með þessum. Við fengum Steina, Jóhönnu, Jóhann, Þórhöllu. Eyrúnu og Bjarka í kaffi til okkar og auðvitað Huldu ömmu og Freyju ömmu og Bóa afa og átti hún mjög góðan dag sem endaði með að hún fékk að fara í sveitina til Freyju og Bóa og það elskar hún allveg svo það var til að toppa daginn allveg. Takk kærlega fyrir góðan dag. Það eru svo smá myndir af deginum hér inni. Freyja Naómí elskar að koma í fjárhúsin og hér er hún að spjalla við Huldu sína. Það er búið að vera bara róleg heit í fjárhúsunum og Siggi er farinn að gefa sjálfur svo þetta er allt saman að skríða saman hjá honum. Spenningurinn er allveg að fara gera vart við sig fyrir sauðburð eftir öllum sæðislömbunum og einna helst er ég svo geðveikt spennt að biða eftir lömbunum sem koma undan Mugison þeim móflekkótta. Spennó hvort ég eigi eftir að fá draumalitinn minn mókrúnótt með sokka. Jæja hef þetta nú bara stutt og laggott að sinni og það eru myndir hér inni af kindunum. 10.03.2014 22:00Tekið af rollunum í seinna skiptiðHér er Gummi aftur af störfum hjá okkur að taka snoðið. Það er nú meiri hörku drengurinn hann var að allann daginn langt fram á nótt og svo ætlaði hann að fara á Berg daginn eftir. Það eru svo fleiri myndir hér af rúninginum. Það var líka dugnaður í fólkinu með því Maja var búnað vera vinna síðan 6 um morguninn og átti svo að fara vinna aftur 6 daginn eftir og Emil var nýkominn af sjónum og var þrælað beint inn í fjárhús lant fram á nótt og svo fór hann á sjó um nóttina aftur. Ég aftur á móti var bara alger aumingi með flensu og lá allveg bakk raddlaus og með hita og kulda til skiptis svo ég var ekki viðstödd rúninginn í þetta sinn. Bói var svo líka nýskriðinn úr flensu og harkaði af sér að mæta og hjálpa. Siggi er svo líka allur að koma til og er orðinn svona rólfær að koma upp í fjárhús og fylgjast með og hjálpa. Steini frændi hefði svo orðið 85 ára núna síðast liðinn 6 mars. Allveg órtúlegt að það séu komin 5 ár síðan og manni finnst enn eins og það hafi bara verið í gær liggur við. Hans er sárt saknað og minningarnar af honum eru umkringdar mann á hverjum degi og munu verða um aldur og ævi blessuð sé minnig hans. Hér eru þeir bræður Ragnar , Leifur pabbi og Steini inn í Máfahlíð. Ótrúlegt að þeir séu allir farnir úr þessu lífi og enn stendur Höfðinn á bak við og breytist ei mikið ég spái oft í umhverfinu það er eiginlega alltaf eins nema aurskriður eða grjót hreyfist en mennirnir koma og fara og ný kynslóð tekur við. Ég var svo að klára mína fyrri lotu í skólanum og þurfti að fara í munnlegt próf í fyrsta sinn og var búnað fresta því 2 því ég var algerlega raddlaus. Ég er svo mikil gunga að ég ælaði fyrst ekkert að taka það því ég var svo súper stressuð að ég ætlaði ekki að sofna daginn fyrir af áhyggjum og um morguninn varð ég að drekka 3 bolla af kaffi taka svo treo við hausverknum og lesa undir prófið og því næst að tjasla saman tölvunni því ég er með gamla fartölvu sem skjárinn virkar ekki og ég þurfti að nota annan skjá og svo skalf ég gersamlega á beinunum eftir að skypið myndi hryngja. Náði svo að harka þetta af mér en valdi kolvitlausan miða í prófinu og það datt gersamlega allt út sem ég átti að vita um það og endaði með skammarlegt 5 fyrir prófið og plús það að ég komst að því að ég átti alltaf að fara yfir verkefnin mín og senda honum leiðréttingu í skilakassa eftir hvert verkefni GOD hvað það var geðveikt vandræðalegt hann heldur ábyggilega að ég sé alger vitleysingur en Jæks ég veit þetta þó allavega núna fyrir næstu lotu að ég eigi að gera þetta svona. Til að toppa þennan ágæta dag svo þá fór ég inn í sveit að gefa og var þvílíkt að flýta mér því ég var orðin í tímaþröng við að ná í krakkana af leikskólanum og sem betur fer var Siggi upp í fjárhúsum líka og hjálpaði mér að gefa svo ég náði að vera nógu fljót. Ég hringdi svo í Magga bróðir á leiðinni heim og var að létta af mér stessinu yfir þessu munnlega prófi og það var svona lúmskt slabb á leiðinni og haldiðið að ég hafi ekki bara misst bílinn út af við Geirakot nær sjónum og ég var eitthvað svo lengi að átta mig á því að ég var þögul í símann við Magga og sagði ég held ég sé að fara út af og hann allveg HA já ég er farinn út af og svo sprakk ég úr hlátri þetta var eitthvað svo kjánalegt bíllinn með rassgatið niður og húddið upp í loftið en sem betur fer þá dró snjórinn úr öllum hraðanum svo ég velti ekki. Svo hringdi ég auðvitað bara í Bóa og hann og Smári komu og kipptu mér upp. Það var samt leiðinda veður akkurrat þegar þetta skeði og það hafa örugglega aldrei eins margir verið á ferðinni eins og akkurrat þá því það voru alltaf bílar að keyra framm hjá og athuga hvort það væri ekki allt lagi og það fannst mér allveg aðdáunarvert hvað margir stoppuðu og spurðu. Hér eru sætu okkar að renna með mömmu sinn í Máfahlíðinni. Það eru svo fleiri myndir af þeim hér inni. Hið árlega bollukaffi var hjá mömmu í Blokkinni. Fórum í heimsókn í fjárhúsin hjá Bárði um daginn og Freyja var allveg sjúk í lömbin og eins þau í hana eins og sjá má hér. Það eru svo fleiri myndir af því hér inni.
Flettingar í dag: 316 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188505 Samtals gestir: 69640 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is