Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2014 Apríl

25.04.2014 01:05

Gleðilega páska og Gleðilegt sumar


Hér eru krúttin okkar búnað finna páskaeggin sín og allveg tilbúin að fara smakka á þeim. 
Myrra gaut 4 kettlingum á Sumardaginn fyrsta. Ég var á fullu að læra og klára verkefni svo ég þurfti að fá mömmu til að sitja yfir Myrru svo ég gæti skilað verkefninu á réttum tíma og sem betur fer hafðist það allt og mamma hugsaði um Myrru þangað til ég var búin og gat tekið við.
Bæði Myrru og kettlingunum heilsast vel og allt gekk eins og í sögu.

Nú fer spenningurinn að fara ná hámörkum því nú eru aðeins örfáir dagar í sauðburð og hefst hann á fullu núna á sunnudaginn en þá koma fyrstu sæðingarnir. Ég er líka svakalega spennt yfir lömbunum og litunum sem ég mun fá undan honum Mugison sem myndin hér er af en ég á samkvæmt talningunni eftir að fá 18 lömb undan honum. Ú þetta verður svo gaman og spennandi núna að það eru bara skemmtilegur tími framundan emoticon
Það eru svo 2 ný myndaalbúm inn í albúmi það er af páskunum og ferð okkar til Reykjavíkur og einnig myndir af smá heimsókn í Lambafell í Ólafsvík og svo kettlingunum hennar Myrru.
Endilega kíkið á það hér og hér. 

Læt þetta duga í bili því ég á eftir að vera fljót að blogga þegar sauðburðurinn byrjar og svo er ég á fullu núna að skipuleggja Aðalfund hjá Búa sem verður auglýstur á morgun.

Kveð að sinni ....
  • 1
Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188505
Samtals gestir: 69640
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar