Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2014 September

29.09.2014 14:08

Stigun,Kaupferð til Heydalsá og fleira

Þann 23 sept komu þeir Kristbjörn dómari og Sigvaldi mælingarmaður til okkar og stiguðu
og voru skoðuð 48 gimbrar með einni sem var frá Jóhönnu og svo 45 hrútar 
þar af voru 3 frá Maju systir og svo 5 frá Jóhönnu.


Við eigum 98 lömb og af þeim voru 93 skoðuð.

Við vorum mjög ánægð með útkomuna og hljóðaði hún svona:

Fitan var frá 1,7 til 5,4 og er ég allveg mega sátt hvað ég er búnað gera ótrúlega 
breytingu á fitunni hjá mér ég er allveg búnað ná henni ótrúlega vel niður miðað 
við líka þetta feikna beitiland sem við erum með.

Það voru 25 hrútar með 30 í ómv og yfir og hæðst var 34.

Hrútar læri :

1 : 19
5 : 18,5
14 : 18
18 : 17,5
5 : 17
1 : 16,5
1  : 16

Hrútar :

1 : 88 stig
1 : 87,5
3 : 87
4 : 86,5
2 : 86
5 : 85,5
6 : 85
6 : 84,5
6 : 84
1 : 83,5
2 : 83
2 : 82,5
2 : 82
2 : 81,5
1 : 81
1: 79

Svo koma gimbranar og þær stiguðust svona :

Læðsta fitan hjá gimbrunum var 2 og hæðsta var 7,1 he he sem er einlembingur
undan Þorsta sæðishrút og Huldu og hefur haft það allveg rosalega gott.

Það voru 25 með 30 í ómv og yfir og hæðsta var 34.

7 voru með 5 í lag og 14 með 4,5 og 19 með 4 í lag 
6 með 3,5 og 2 með 3 í lag.

2 með 9,5 í framp
22 með 9
23 með 8,5
1 með 8

Læri hjá gimbrum voru svona : 
 
1 með 19 emoticonloksins er markmiðinu mínu náð.
9 með 18,5
16 með 18
18 með 17,5
4 með 17
 
Þetta er þrílembingur undan Saum sæðishrút og Hriflu sem er undan Hriflon og hún 
er 46 kg ómv 31 ómf 2 lag 4,5 frmp 9 læri 19 ull 8.

Hér er mynd tekin 1 sept og hér er Hrifla með þrílembingana sína. Hrútarnir á móti 
gimbrinni stiguðust líka afburðarvel.
Annar er 46 kg 29 ómv 1,7 ómf 5 í lag 
8 9 8,5 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87 stig.
Hinn var 50 kg 30 ómv 3,8 5 lag
8 9 9 9 9,5 19 8 7,5 9 alls 88 stig. 
Þessi gripur var allveg magnaður en með snúin fót og það mikið að ég gat
ekki horft framm hjá því sérstaklega þegar bróðir hans var svo svipaður í 
stigun svo þessi með 19 fór í sláturhús og hinn var settur á.
Þetta var mjög erfitt að láta hann fara allveg ömurlegt.
Hrifla er tvævettla undan Hlussu og Hriflon og er án efa ein af mínum bestu kindum.
Þið getið svo séð fleiri myndir af stiguninni og því hér inni í albúmi.

Það var stigað hjá Bárði deginum á undan okkur og það kom fínt út. 
Ég og Emil fórum og fylgdumst með og ég smellti nokkrum myndum sem 
þið getið skoðað hér inni í albúmi.

Hér erum við komin á Heydalsá til hans Ragnars í þessi líka glæsilegu fjárhús. 
Hér er ég að fara sækja mér flottann kollóttan hrút og móbotnótta hyrnda gimbur.

Hér er allveg bráðsniðug hönnun hjá þeim feðgum til að sortera féið. 
Ragnar hannaði þetta og faðir hans sá svo um að smíða þetta og getið þið séð
betri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Hér er nýji kollinn minn undan Stera sæðishrút og hann er með 18 í læri og 30 í vöðva.

Stendur fallega fyrir mig.

Hér er svo hún Móbotna mín ég er svo geðveikt ánægð með hana mér finnst hún allveg
æði og ekki skemmir fyrir að nú er ég loksins komin með móbotnótt.

Aþena besta rollan mín undan Aríel og Bjart frá Bergi 
er nú að fara kveðja hún er búin í fótunum.
Aþena skilaði núna 2 gimbrum undan Garra sæðishrút og voru þær allveg einstaklega
góðar og jafnar þær voru báðar 53 kg báðar með 34 í vöðva, ein með 2,8 í ómf og svo 
hin með 2,9 báðar með 5 í lag önnur með 9 í frp og hin 9,5. Báðar með 18,5 læri
Báðar með 9 frmp. Svo mér fannst rosalega erfitt að láta hana fara.
Einnig kvöddu hjá okkur Dimma hans Bóa sem er ein spena. 
Ösp frá mér hún er líka ein spena. Silla sem er hálf ónýt gegnur svo oft á fengitíma.
Bolla vegna aldurs.

Þessi er settur á hjá okkur og er undan Maístjörnu og Guffa.
Hann er 87 stig.52 kg 34 í ómv, 2,9 ómf, 4,5 lag. fótl 107
8 8,5 9 9,5 9 18,5 8 8 8,5 

Þessi verður settur á undan Garra og Svört frá Sigga í Tungu.
Hann er þrílembingur og setur Siggi aðra gimbrina á og Óttar fær hina.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

Sláturbílinn kom svo í gær og fóru 37 lömb frá okkur svo núna verður það næsti 
spenningur að bíða eftir sláturmatinu.

Við setjum 18 gimbrar á og Bói setur 5 gimbrar og Jóhanna 1 gimbur.

Ég minni svo á hrútasýningu veturgamla sem verður haldinn á Mýrum kl 17:00
á þriðjudaginn 30 sept sjá nánar hér inni 123.is/bui 



21.09.2014 21:49

Smölun 20 sept Svartbakafell og fleira


Jæja þá er nú heldur betur spenningurinn að styttast því við smöluðum
laugardaginn 20 sept og var ég þá þegar búnað taka forsprett og 
smala Höfðann og hlíðina á fimmtudeginum og 
ná þar yfir 100 stykkjum inn á tún. 
Hér á með fylgjandi mynd er Hyrna tvævettla sem er
undan Snævari með 2 hrúta undan Rafal sæðishrút.

Við vorum vel mönnuð og fór ég hér upp á Fróðarheiði með Sigga,Bóa og Hannesi
frá Eystri Leyrárgörðum sem hjálpar okkur alltaf. Það var líka Friðgeir frá Knörr og
fólk með honum sem fór með okkur. Við gengum upp frá heiðinni og alla leið yfir í 
Svartbakafell og er leiðin aðeins lengri en að fara frá Tungu en hún er mun léttari
bara ein brekka næstum upp og svo er allt næstum niðri í móti.

Séð niður úr Fögruhlíðinni.

Flottur hópur hjá okkur sem var að hjálpa okkur að smala og auðvitað fengu þeir sem
vildu einn kaldan þegar niður var komið. Smölunin gekk mjög vel við misstum einn hóp
en náðum honum aftur og svo kom Friðgeir og hans fólk líka með fleiri kindur.
Það náðist örugglega hátt í 200 til 250 stk þennan dag og af því var um 90 stk
ókunnugt. Það var um 80 stk frá Friðgeiri og svo var frá Heimi í Ólafsvík, Óla á Mýrum
Kvíarbryggju, Önnu Dóru og Jón Bjarna Bergi og meira segja ein frá Álftavatni.

Fjalla garparnir sem eru búnað vera upp í hlíð í allt sumar þeir höfðu það af að komast
alla leið á leiðarenda.

Lömbin virka vel væn og vigtuðum við þau um kvöldið.

Vigtin hljóðaði svona : 

Gemlingar eða veturgamlar voru með meðalvigt 43,86 kg
8 með 2 lömb og 6 með eitt fædd lömb en 5 gengu með 2.
Þessar 5 sem gengu með 2 undir sér voru svona :

Salka með 2 gimbrar alls 85 kg
Zelda með hrút og gimbur 88 kg
Dikta með hrút og gimbur 88 kg
Draumarós var með smálömb sem fæddust í júní 66kg
Ófeig 2 hrútar 95 kg

Ein tvævettla undan Hriflon gekk með 3 undir sér og þau vógu alls 142 kg.
Botnleðja var með 3 undir sér og það var alls 134 kg.
Rán var með 3 undir sér og það var alls 133 kg.

Meðalvigt af öllum lömbunum saman var 47,74 kg. Alls 99 lömb
Það eru svo fleiri myndir af smölun og þessu öllu hér inn í albúmi.


Fjöruferð niður í Hrísum um daginn.

Sessa veturgömul með gimbrina sína.

Skvísa er ein sú spakasta sem ég á ég gat labbað að henni úti og klappað henni þó
ég væri ekki einu sinni með brauð.

Smalaði Búlandshöfðann allveg ein á fimmtudaginn mér lá svo á að fá þær heim emoticon
Hann er mjög brattur á ýmsum stöðum og hér er þetta fyrir neðan veginn og niður
að fjöru þar er álíka bratt niður eins og það er bratt upp í fjöll.
Þetta er nánast ekki mannfært þegar lengra er komist en þá hóar maður bara á 
eftir þeim. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Hér er Botnleðja með þrílembingana sína undan Brján og svo er Frigg með sæðinga
undan Kára og er ég rosalega spennt fyrir þeim.

Betri mynd af Botnleðju með flottu lömbin sín.

Flott útsýni úr Kotketilshöfðanum á Snæfellsjökulinn og Mávahlíðarfjöruna.

Lotta með lömbin sín.

Mjallhvít með hrútana sína sá hviti er undan Ás en hinn var vaninn undir hana og er 
undan Mugison.

Svo ekta íslensk mynd rollur haf og skip á veiðum.

Rán með þrílembingana sína á Mávahlíðarhellunni.

Sjáiði blauta túnið hér og rollurnar fyrir ofan. Já og ég sá glytta í rollurnar og hugsaði
mér gott til glóðarinnar að keyra yfir á túnið til að komast nær og ná mynd en viti menn
auðvitað pikk festi ég mig og eftir dágóða stund sem ég reyndi að losa mig gafst ég 
upp og hringdi í Ragga frænda sem ég hafði séð upp í Fögruhlið og bað hann um að koma
og aðstoða mig og reyndi hann og vinur hans Kjartan að ýta mér en ekkert hafðist.

Svo við þurftum að kalla út Kristmund pabba Ragga og hann kom og hló mikið af 
vitleysunni í mér að halda að ég væri á jeppa og kæmist allt he he. 
En allt gekk vel hann náði að draga mig upp og ég fór allveg á full spítti inn í Ólafsvík
því ég var orðin svo tæp að sækja krakkana á leikskólann.

Bilinn leit líka svona vel út eftir allar torfærunar svo ég var í kappi við tímann að þrífa
hann svo allir myndu ekki fá slag að sjá hann svona he he og auðvitað þurfti Þórður
á sjoppunni akkurrat að vera í dyrunum bak við og spurði auðvitað gáttaður DÍSA 
hvað varst þú eiginlega að gera he he og þegar ég sagði honum hverning á þessu stóð
hló hann hressilega af mér enda ekki annað hægt hver fer að festa sig á túni við að 
taka myndir af rollum svar éggggg. Og já ég náði leikskólanum í tæka tíð og þrífa bílinn.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inni í albúmi.

Við Emil að fara upp í Höfðanum en Emil sneri við enda mjög lofthræddur og ég 
að gera mér of miklar vonir að vera taka hann með svo ég hélt áfram upp en hann 
fór niður og fylgdist með.

Tveir hérna undan Gaga hennar Maju og Blika.

Flottir Guffa synir frá Jóhönnu þeir voru 56 og 54 kg.
Það verður spennandi að sjá stigun á þeim.

Veturgömul frá Sigga með flottan hrút og svo Hríma hennar Jóhönnu með gimbur 
undan Ás sæðishrút. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Jæja læt þetta duga að sinni þetta var bara orðið svo mikið uppsafnað að ég varð 
að koma þessu hér inn. Það verður stigað hjá mér núna á þriðjudaginn svo ég er 
allveg að farast úr spenningi og svo á morgun er rekið inn og gert allt klárt fyrir
stigun svo bara skemmtilegur tími framm undan.

Kveðja Dísa spennta emoticon

14.09.2014 08:21

Benóný fer í Sandgerði í sund og fleiri rollur sjást.


Langþráður draumur Benónýs Ísaks rættist um seinustu helgi.
Benóný er 5 ára gamal sonur okkar og er með dæmigerða einhverfu.
Eins og flest einhverf börn er hann með áráttu. 
Áráttan hans núna er fyrir rennibrautum og 
varð Sandgerði þar efst á blaði og hann þarf að vita nákvæmlega hvar hún er
hvaða stað hún er rétt hjá það er mikið atriði hjá honum að tengja saman staðina.
Og veit hann núna nánast hvar allar rennibrautir eru á Íslandi og hverning þær eru
á litinn og hverju þær eru rétt hjá.

Svo það var mikið atriði hjá okkur að komast í sund í Sandgerði áður en sumarið
yrði á enda til þess að uppfylla þennan draum og er næsti draumur að fara í sund
á Hellu emoticon Já hann velur ekki nálægustu staðina þessi elska he he.

Það var rok og rigning og frekar kalt þegar við fórum í Sandgerði en það aftraði honum
ekki að prófa rennibrautirnar. Eins og þið sem þekkið Benóný  þá hefur Sandgerði
verið allveg í uppáhaldi og samdi hann meira segja lag sem ég setti á Facebook um
sundlaugina í Sandgerði og svo fékk hann líka afmælisköku sem ég reyndi eftir
mestu megni að líkja eftir sundlauginni í Sandgerði og má sjá hana neðar hér á blogginu.

Ég fór á mjög skemmtilegt námskeið sem nýtist vel fyrir þá sem eiga börn með einhverfu
og það heitir Cat kassinn og þykir mér hann mjög spennandi og stefni á að reyna prófa 
gögn úr honum til að nýta mér í að hjálpa Benóný. 
Það eru svo nokkrar myndir hér úr ferð okkar í Sandgerði.


Ég fór í fjöruferð um daginn með gullmolana okkar og það var allveg magnað 
hvað smá tilvera í náttúrunni getur glatt mann. 
Þau allveg elskuðu að hlaupa frjáls í fjörunni og auðvitað fattaði 
minn maður hann Benóný að klifra upp á barð 
og renna sér eins og í rennibraut.

Mikil hamingja hjá þeim að renna sér niður.
Þið getið svo skoðað fallegar myndir af þessu hér inn í albúmi.

Rollu rúnturinn gengur líka áfram og sá ég til lambakóngsins núna nýverðið sem fæddist
fyrstur og er kollóttur hrútur undan tvævettlu og Baug sæðishrút.

Hér er hann ásamt fleiri lömbum.

Svana með fallegu gimbranar sínar undan Garra.

Hér sést niður í Búland sem er fyrir neðan Búlandshöfða Höfða megin. 
Það eru ekki allir sem vita af þessum stað hann er fyrir neðan veg og þarna ganga
Höfða rollurnar mínar þær eru allveg hættar að fara lengra nema aðeins framm í brekku
framan á Höfðanum. Ég er mjög fegin því þá eru þær ekki að hanga á veginum.

Hér sjáiði veginn og Höfðann fyrir ofan og ef litið er niður sést ofan í Búland.
Þetta er mjög garalegt svæði að smala og alls ekki fyrir lofthrædda.
Það er nefla gömul kindaslóð sem liggur hérna niður og meðfram öllum Höfðanum
og er hún ekki mannfær bara rollufær.

Ófeig veturgömul hans Bóa með tvo hrúta undan Mugison.

Uppáhaldshrútarnir mínir undan Hyrnu ég er svo spennt fyrir þeim, þeir eru undan
Rafal sæðishrút.

Hér er Mjallhvít með móra sem var vanin undir og svo hvítan hrút undan Ás.

Flottur hópur hér Fíóna veturgömul með hrút undan Glaum hans Sigga og svo Snælda
með gimbranar sínar undan Brimil Borðasyni.

Drífa með gimbur undan Snævari og svo veturgömul frá Sigga með gráa gimbur og 
það er eina mislita lambið hans Sigga í ár.

Donna er hundurinn okkar og er hún aðal fjárhundurinn minn til að nálgast kindurnar
því það er svo skondið að þær eru svo forvitnar í hana að þær koma mikið nær þegar
hún er nálægt og þá næ ég betri myndum.

Þessar glytti í um daginn upp í Fögruhlíð og eru þetta Skuggadís og Ísabella og svo
Herdís hennar Jóhönnu með þeim. Þær eru svo styggar að ég gat rétt náð myndum af
þeim áður en þær tóku straujið aftur upp í fjall. 
Það eru svo miklu fleiri myndir af
þessu hér inni.

Jæja spennan er allveg að fara með mann núna rétt aðeins vika í smölun.
Ég veit að Birgitta vínkona mín er að smala núna um helgina og réttað hjá þeim
ó hvað þetta er æðislega spennandi tími. 

Jæja læt þetta duga að sinni en skrifa hér fljótlega aftur
kveðja Dísa

02.09.2014 16:06

Rúntur 1 sept



Rauðhetta með lömbin sín undan Glaum hans Sigga og þau eru fæddir þrílembingar en 
þriðja lambið dó á sauðburði. Skondið að þetta árið er þetta eini svarflekkótti hrúturinn sem
ég á hver hafði trúað því he he .

Ég var að taka myndir um daginn með Donnu og það vildi svo skemmtilega til að þessar 
komu hlaupandi til mín ég held að þær séu í eigu Friðgeirs á Knörr.

Gloppa hans Sigga með sæðinga undan Garra.

Hrifla með þrílembingana sína undan Saum sæðishrút.

Mist með rosalega þykka og fallega gimbur undan Ás sæðishrút mér finnst hún vera 
allveg fáránlega sver að framan.

Drífa með gimbrina sína undan Snævari sæðishrút.

Hér bætist ein ný í safnið þetta er hún Dollý hans Sigga í Tungu með gimbur undan
hrútnum hans Óskars í Bug.

Það var dælt út út fjárhúsunum um helgina og dreift á túnin.

Tveir fallegir undan Hyrnu og Rafal sæðishrút.

Mynd af öðrum þeirra nær tekið.

Flottir þessir undan Maístjörnu og Guffa sæðishrút.

Litla Gul hans Sigga í Tungu hún var með 2 hrúta en tapaði hinum nýlega að afvelta.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.
  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar