Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2014 Desember

28.12.2014 10:11

Jólablogg

Kæru vinir við óskum ykkur Gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári.

Þakka kærlega fyrir innlitið og kommentin á síðuna á liðnu ári.

Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.


Það hafðist á endanum að ná svona þokkalegri fjölskyldumynd án þess að allir væru á iði
grettnir á svip eða grenjandi emoticon


Jólasveinarnir komu og heimsóttu okkur á aðfangadag og færðu börnunum gjafir en þó 
voru ekki allir jafn spenntir að sjá þá eins og sést á þessari mynd hér fyrir neðan.

Freyja var svo hrædd við þá að hún ríghélt í pabba sinn og sagði ég er hrædd við 
jólasveininn og vill ekki sjá hann. En hún fékkst á endanum til að taka við pakkanum hjá
þeim og varð þá rólegri eftir að hún sá að þeir voru bara góðir.

Hér náðist ein góð af krúttunum okkar saman.

Flottar saman Freyja með barnabarnið sitt hana Eyrúnu Ösp.

Jólin voru mjög kósý hjá okkur með nóg af fjöri í kringum krakkana að sjálfsögðu.
Þó fengum við aðeins að kenna á því að Benóný fékk handa og fóta veikina sem er eins og
gin og klaufaveiki bara í mönnum fyrir jól og svo fékk Freyja streftókokka og Emil líka
svo það var í nógu að snúast fyrir jól plús fengitími líka en það leið svo yfir og jólin tóku við.
Mikill spenningur var að opna pakkana en það var gert í röð og reglu svo tækist
að skrifa niður hvað væri frá hverjum.

Ég var svo heppin að Emil gaf mér linsu á myndavélina í jólagjöf svo nú get ég varla beðið
eftir að geta farið og súmað lengst upp í fjall af rollunum og lömbunum það verður æði.

Það eru svo fleiri jólamyndir hér inn í albúmi.


Freyja Naómí var svo  2 ára 12.12. og vorum við með lítið kósý afmæli fyrir nánustu.
Það var mjög gaman og getið þið séð fleiri myndir af því hér inn í albúmi.


Það er búið að vera mikill snjór hjá okkur í desember og muna menn vart eftir svona
miklum snjó svo langt er síðan að það varð svona mikið. Þetta er fyrir framan húsið okkar
við þurftum bókstaflega að moka okkur út.



Við nýttum okkur snjóinn vel og bjuggum til snjóhús fyrir framan þegar við vorum búnað
moka göngin út og það þótti krökkunum mjög spennandi.

Bliki fékk smá jólaskreytingu á fengitímanum.

Ég byrjaði að sæða 7 des með sæði af suðurlandinu og fékk það frekar seint í hendurnar
svo ég sæddi ekki fyrr en 7 um kvöldið og var það orðið heldur seint miðað við hvenær 
ég leitaði. Ég notaði Danna og Jóker og sæddi 5 og 5.

3 héldu með Jóker ein hjá mér og 2 frá Sigga.
Aðeins 1 hélt með Danna og var frá Sigga.

8 des sæddi ég með Saum 5 kindur.

4 af 5 héldu 2 frá mér og 2 frá Sigga og ein frá mér gekk upp.

9 des sæddi ég með Myrkva 3 héldu allar.

4 með Bekra héldu allar.

4 með Hæng og ein gekk upp.

11 des sæddi ég með Hæng 5 kindur.

3 af 5 héldu.

Svo í heildina sæddi ég 31 kind 11 fyrir Sigga og héldu 9 af 11 hjá honum.
Hjá Jóhönnu sæddi ég eina og hún hélt.
Fyrir mig og Bóa sæddi ég 19 og það héldu 11 af þeim.
Heildarútkoman er því 21 af 30 sem halda í allt.

Ég er bara þó nokkuð sátt en hefði viljað fá betri útkomu af fyrsta deginum en það 
getur líka verið að mig hafi skort æfinguna. Mér finnst maður alltaf vera fyrst kominn
upp á lag með að sæða þegar maður er að hætta því maður sæðir svo fáar.

Fengitíminn gengur annars bara vel og er langt kominn á leið. Það var reynt að skipta
jafnt á milli allra lambhrútana til að fá góða reynslu á þá og svo voru Bliki og Glaumur
mikið notaðir líka. Ég á eftir að sjá eina veturgamla ganga sem var geld sem gemlingur 
og svo eru 9 lömb eftir.

Það er skondið að segja frá því að Tvinni Saum son fékk fyrst að kíkja á rollu í ull sem 
kom frá Óttari og vildi hann engan veginn sjá hana sama hvað við reyndum þó var 
þetta fyrsta ærin sem hann átti að lemba svo hann hafði ekki fengið ær sem var snoðuð.
Við reyndum með 4 kindur á ákveðnu milli bili en aldrei vildi hann sjá þær svo prófuðum
við að hleypa hann á eina af okkar kindum sem er rökuð og þá bara hvis bang og lemdi 
hana eins og skot allveg magnað. Hann er þessi hreinhvíti á myndinni hér.

Við vorum orðin óróleg þegar leið á fengitímann því Siggi er með ull á rassgatinu á sínum
kindum hvort hann vildi lemba þær og viti menn Nei ekki til í dæminu Siggi reyndi í yfir
klukkutíma að láta hann lemba en kauði vildi ekki með nokkru móti sjá þær.

Já það má segja að þetta sé hrútur með ákveðin smekk á rökuðu og órökuð eða þó heldur
að hann vilji þær ekki í nærbuxum eins og Bárður sagði við mig he he.

Siggi náði svo að láta hann lemba eitt lamb hjá sér með því að sleppa honum í stíuna hjá
þeim og leyfa honum að vera þar þá stökk hann á eitt þó það væri með ull á rassinum en 
rollurnar vill hann ekki svo Siggi kemur til með að nota hann bara næsta vetur.

Við gátum annars notað hann vel á okkar kindur og hann meira segja dettur aftur fyrir sig þegar hann lembir krafturinn er svo mikill og svo er hann svo láfættur greyjið að það er mesta furða hvað honum gengur vel með þessar stóru rollur.

Jæja rosalega er ég glöð að hafa loksins náð að blogga mig var búnað langa
svo lengi að koma því inn. emoticon

05.12.2014 10:27

Rollurnar teknar inn og rúningur

Jæja aldeilis kominn tími á blogg á þessum bæ. Það er auðvitað svolítið langt síðan
við tókum rollurnar á hús og svo kom hann Gummi úr Búðardal og tók af fyrir okkur.
Hér sjást ærnar á fullu gasi á leið í húsin sín út á Tungu. Hér í baksýn má sjá tignarlegt
Svartbakafellið í allri sinni fegurð. Ég veit ekki hvað það er en ég ber mjög sterkar
tilfinningar til þessa fjals mér hefur alltaf fundið það svo göfugt eitthvað.

Hér má sjá ef vel er að gáð að það glittir í hvita tófu í hlíðinni sem fylgdist með okkur þegar
við vorum að reka af stað rollurnar inn í Mávahlíð. Hún hefði nú ekki verið svona róleg ef 
pabbi hefði verið til staðar hér, hann hefði sko ekki verið lengi að plaffa á hana.

Emil og Jóhanna að gefa ásettningsgimbrunum ormalyf.

Embla búnað eignast nýjar vínkonur.

Emil og Siggi að taka innan úr hornunum á Blika.

Jóhanna að gefa sínum brauð og búnað ná að fá Botnu hans Sigga líka til að fá sér brauð.

Gummi að taka af fyrir okkur og þetta allveg leikur í höndunum á honum hann er svo 
snöggur að taka af.

Gemlingarnir orðnir vel snyrtir og fínir.

Siggi og Emil að vigta ærnar. Það má svo sjá fleiri myndir af þessu inn í albúmi hér.

Elding átti vinningin hjá okkur og er 94 kg og Hrifla undan Hriflon sem  verður tvævettla
núna gekk með 3 undir sér í sumar veturgömul og skilaði allveg afburðar lömbum var 83 kg núna svo það virðist ekki há henni mikið að vera með 3 undir sér.

Hjá Sigga var Svört líka með 3 undir sér allveg afburðar lömb líka var 96 kg. 
Það er allveg stórmerkileg kind og þvílík afurðarær.


Fórum suður um daginn og Benóný hitti litla sæta uppáhalds frænda sinn hann
Alexsander Ísar.

Embla líka svo stolt að fá að halda á honum.

Freyja dugleg að hjálpa mömmu sinni að gefa.

Rakst á þennan fallega fálka inn í Mávahlíð.

Skelltum okkur á fund um kynningu sæðingahrútana á Vegamótum og mér lýst bara vel
á hrútana og það verða miklar pælingar nú næstu daga hvaða hrúta maður á að nota.

Pabbi hefði átt afmæli 27 nóv og fórum við og kveiktum á friðakerti hjá honum í 
minningu dagsins.

Embla ætlar að vera með sama áhugan og mamma sín hún elskar að koma með í 
fjárhúsin og gefa þeim brauð og hey. Er svo dugleg þessi elska.

Ég ætlaði að byrja sæða í dag en það fór allt út um þúfur ég náði ekki að gá um morguninn
hverjar væru nýjar að ganga svo ég pantaði mér Saum og Myrkva á morgun svo nú er bara
krossa fingur og vona að það verði einhverjar að ganga.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi


  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar