Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2015 Febrúar18.02.2015 12:14Fósturtalning 2015Já sæll hvað ég hef ekki verið að standa mig í blogginu á þessu ári. En það er aðeins ein leið til að bæta það að BLOGGA feitt núna... Það fór framm fósturtalning hjá flestum hérna á Nesinu seinast liðinn laugardag og var útkoma víðast hvar góð þar sem ég hef heyrt. Bárður toppar frjósemina á hverju ári og er núna með 17 þrílembur. Hjá mér og Bárði var ekki frjósamt sæðið úr Hæng sæðingahrút við fengum bæði einlembur frá honum. Rollur plús gemlingar eru 79 í heildina. Hjá mér eru 6 í heildina með 3 7 með 1 1 ónýt 43 með 2 Það var talið í 56 rollum Gemlingarnir voru allir með lömbum sem áttu að fá Þeir eru 23 í heildina 3 hafðir geldir 4 með 2 16 með 1 Veturgömlu eru inn í tölunni hjá rollunum og þær voru allar með 2 nema ein með eitt sem ég sæddi og ein er með 3. Glaumur hans Sigga er faðir hjá 3 sem eru þrílembdar svo er Myrkvi,Tvinni og Fróði kollótti hrúturinn sem ég keypti af Heydalsá. Gimbrin sem ég keypti af Ragnari á Heydalsá er sónuð með 2 svo ég er mjög ánægð með kaupin mín sem ég gerði hjá honum. Smá svona innlegg í hversu mörg lömb ég mun fá undan hvaða hrút ef allt gengur eftir. Fróði undan Stera kollóttur keyptur af Heydalsá eru 18 lömb Tvinni Saum sonur 24 lömb Bliki Gosa sonur 15 lömb Glaumur Draum sonur 27 lömb Marel Guffa sonur 29 lömb Korri Garra sonur 5 Kjölur 3 lömb Hektor forrystu hrútur 2 lömb Mugison Soffa sonur 2 lömb Jóker sæðingur 2 lömb Saumur sæðingur 3 lömb Myrkvi sæðingur 6 lömb Bekri sæðingur 2 lömb Hængur sæðingur 7 lömb Þá er það upptalið. Ég er mjög ánægð með veturgömlu eða tvævettlurnar þær eru orðnar það í ár undan Blika voru allar sónaðar með 2 þó þær séu nú bara 3 þá er ég mjög sátt því ég fór varlega í að setja á undan honum út af frjóseminni. Einnig er ég með gemlinga undan honum sem eru allir með lömbum og einn sónaður með 2 svo ég get verið óhrædd um að nota hann áfram. Það var svolítið skondið að af einlembunum eru 4 sæddar 2 með Hæng 1 Saum og ein með Myrkva. Þessar þrjár sem voru eftir eru svo allar kollóttar og fengu með Fróða kollótta. Það er alltaf eitthvað rugl á þessu 123 og þess vegna hef ég ekki bloggað lengi og núna get ég ekki sett inn myndir á bloggið svo ég verð bara að sleppa því í þetta skiptið en þið getið séð myndir inn í albúmi af sónanum og gamlar myndir frá áramótunum http://isak.123.is/pictures/ Látum þetta duga í bili kveðja Dísa.
Flettingar í dag: 316 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188505 Samtals gestir: 69640 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is