Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2016 Febrúar

20.02.2016 12:03

Fósturvísatalning 2016

Jæja þá er spennufallið liðið yfir og hann Guðbrandur er búnað koma til okkar og kíkja í
pakkann fyrir okkur.emoticonemoticon


Gemlingar árgangur 2015

18 í heildina

5   með 2
12 með 1
1 geldur

Veturgamlar árgangur 2014

17 í heildina

15 með 2
2   með 1
1  geld

Þriggjavetra árgangur 2013

17 í heildina

3 með 3
11 með 2
3 með 1, 2 af þeim voru sæddar

Fjórðavetur árgangur 2012

10 í heildina 

1 með 3
8 með 2, 1 af þessum er með eitt fóstur dautt sem er að hverfa.
1 með 1 

Fimmvetra árgangur 2011

5 í heildina

Allar með 2

Sexvetra árgangur 2010

9 í heildina

6 með 2

3 með 1. Ein sædd af þeim

Sjövetra árgangur 2009

3 í heildina

2 með 2

1 geld nýbúnað láta sennilega.

Níuvetra árgangur 2007

Er elst og er bara ein og hún er með 2.

Þá er þetta upptalið. Ég held að ég eigi 106 fóstur og Bói 31 eins og staðan er á þessu
núna.

Bliki Gosa sonur á 6 dætur og eru þær allar tvílembdar nema gemlingurinn er með 1.
Svo ég er mjög ánægð með það en það er eftirsjá núna að hafa ekki sett fleiri á undan
honum.

Brimill Borða sonurinn sem ég átti og ég var mjög varkár í að nota á 2 dætur og þær 
eru báðar tvílembdar og Siggi á líka undan honum og er mjög ánægður með þær.
Svo það er óhætt að nota hann enda svakalega stór og fallegur hrútur.

Ég fékk Móra Styrmir svo lánaðan hjá Eiríki Helgasyni og ég er 
svo spennt að fá lömbin í vor.
Hann fékk 8 kindur og það eru 2 með 3, 1 gemlingur með 2 og einn með 1 og rest
af hinum eru með 2. Hann fór svo á eina hjá Sigga og hún er með 3. 
Ég er svo lukkuleg með útkomuna hjá honum og vonast eftir að fá drauma litinn minn
sem er móhosótt og nú ætla ég að nota jákvæðina og hugsa ÉG ÆTLA AÐ FÁ
MÓHOSÓTTA GIMBUR emoticon

Ég á 6 dætur frá Tvinna Saum syni og þær eru allar með lambi 2 af þeim eru með 2.
Ég sæddi núna 3 með Saum svo vonandi fæ ég eitthvað gott þar.

Jæja af sæðingunum að segja þær voru 11.

3 fengu með Saum og eru allar með 2
1 með Grím með 1
2 með Krapa báðar með 1
3 með Kalda 1 með 1,1 gemlingur með 1, 1 með 2
1 með Kölska með 2
1 með Vetur með 2

Í heildina má segja af þessu að það verði 17 sæðisfóstur.

Siggi lét undan hópþrýstingi í ár emoticon og lét sóna he he.
Sá nú ekki eftir því það kom svo rosalega vel út.

Hann er með 30 kindur

5 voru með 3
1 með 1
rest með 2

Gemlingar voru 6

1 með 2
2 geldir
3 með 1

Frábær útkoma hjá honum.

Á næstunni verður svo tekið af hjá okkur snoðið og svo það er alltaf eitthvað 
spennandi að gerast í sauðfjárræktinni.

Bless að sinni................. Það eru svo myndir inn á albúmi sem hann Óli Helgi 
var svo vænn að taka fyrir mig meðan það var verið að sónaskoða. 
Takk fyrir Óli emoticon

20.02.2016 11:42

Öskudagur og Pizzaveisla

Anna og Elsa prinsessur og Iron men. Svona fóru krúttin okkar á Öskudaginn.

Um seinustu helgi komu Unnur og Steinar bróðir Emils vestur með börnin sín og gistu
hjá Jóhanni bróðir Emils. Jóhann og Þórhalla buðu okkur svo að koma og borða með 
þeim með krakkana svo allir gætu hist saman. Það var mjög gaman að sjá alla krakkana
sem eru á svipuðum aldri leika saman. Við horfðum svo á Öldu Dís syngja og auðvitað
rúlla þessu upp hún er allveg mögnuð og ég er allveg klár á því að við sendum hana
út fyrir Íslands hönd og hún vinnur þetta emoticon er búnað spá því fyrir löngu.



Stuð hjá frændsystkinunum í pizzaveislu hjá Jóa og Þórhöllu.

Bjarki Steinn, Birgitta Emý, Embla Marína og Freyja Naómí.

Þetta var mjög gaman að hittast svona öll með börnin og eiga góða stund saman.
Það er svo aðeins fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.
  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar