Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2016 Mars29.03.2016 23:19Gleðilega PáskaHér eru krúttin okkar búnað finna páskaeggin sín. Embla afmælis stelpa vildi bara fá að koma í fjárhúsin á afmælis daginn og hitta hana Hröfnu sína sem er allveg einstök kind hún leyfir Emblu að sitja á sér og knúsa sig. Svo þegar Embla kemur í fjárhúsin kemur Hrafna hlaupandi til hennar og eltir hana um krónna ef Embla er með mér að sópa. Bestu vínkonurnar. Hulda mamma lukkuleg með strákana sína Steina barnabarn og Magga son sinn. Steini borðaði með okkur um páskana því Maja systir,Óli og Karítas eru í Flórída. Embla að klappa Drjóla Hæng syninum hans Sigga. Embla að klappa gemlingunum hjá Sigga. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. 29.03.2016 21:24Embla Marína 5 áraFlotta stúlkan okkar hún Embla er orðin 5 ára. Hún er svo frábær í alla staði. Mikil sveita stelpa og elskar að fá að fara í fjárhúsin og hesthúsin með mömmu sinni. Helstu leikföng hennar eru líka hestar og fara í feluleik finnst henni mjög gaman. Kakan hennar var keypt í Okkar bakarí og auðvitað valdi hún hestaköku. Að opna pakkana. Svo gaman að fá Emelíu frænku í afmælið. Flotta prinsessan búnað fá glingur og geimsteina í andlitið og kórónu allveg alsæl með gjöfina sína frá Sigga í Tungu. Það eru svo fleiri myndir af þessu hérna inn í albúmi. 29.03.2016 20:57Árshátíð hjá Benóný Ísak,sumarbústaðaferð og fleiraFyrsta Árshátíð hjá Benóný hjá 1. bekk. Þau voru með Línu Langsokk söngleik. Rosalega flott hjá þeim. Benóný var með eina settningu og tókst vel með það. Við erum svo ótrúlega stolt af honum. Sumarbústaðaferð í Ölfusborgir eina helgina með Steinari,Unni og krökkunum. Við skelltum okkur suður eina helgi og fengum ekki íbúð en gátum fengið bústað svo við skelltum okkur á það og það var mjög gaman. Við fórum upp í Hvalfjörð í útskriftar veislu hjá Erlu hans Magga. Það var rosalega fínt og þvílíkar kræsingar eins og Erlu er lagið. Sætar frænkur Birgitta, Freyja og Embla. Gaman að lita. Kósý í pottinum. Sæti prinsinn hann Alexander Ísar sonur Steinars og Unnar. Benóný vann páskaegg á bingói rosalega glaður. Hér eru gemlingarnir. Þeir dafna mjög vel. Dugleg að hjálpa mömmu sinni í hesthúsunum. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi. 02.03.2016 21:47Seinni rúningurGummi kom til okkar nú í seinustu viku og tók af seinni rúninginn. Allt á fullu. Dóra skemmtilega doppótt eftir klippinguna. Draumarós líka doppótt. Lambhrútarnir fyrir rúning. Farið að losna vel af þeim. Hér eru svo prinsarnir nýrúnir . Skari sá kollótti, Ísak Tvinna sonur, Zorró Glaum sonur fyrir aftan Drjóli Hæng sonur og svo Mávur Blika sonur. Ég varð svo að láta eina svona læra mynd fylgja hér. Drjóli Hæng sonur frá Sigga, Zorró Glaum sonur, Skari ættaður frá Óskari í Bug kollóttur, Mávur Blika sonur, Ísak Tvinna sonur . Jæja næsta verkefni má segja að verði svo að klaufsnyrta ærnar og svo bara bíða í örvæntingu eftir að fara til Tenerife og koma svo beint heim í sauðburð. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi 02.03.2016 21:23Sleðaferð í Mávahlíð og Krakkahöllin í KorputorgiÞað er fátt eins gaman eins og að fara inn í Mávahlíð í blíðskapar veðri og gera eitthvað skemmtilegt í þessu æðislega umhverfi sem ég elska svo mikið. Það er eitthvað við æskuslóðir manns sem bindur mann svo sterkum böndum að maður bara getur ekki sleppt því. Ég nýt því þess að leyfa börnunum að kynnast því á meðan við eigum þennan fallega stað enn þá. Benóný og stelpurnar að renna inn í Mávahlíð. Embla á fullri ferð. Freyja svo glöð að það skín úr andlitinu á henni. Svo æðisleg gullmolarnir okkar í sveitinni að fara renna í snjóhúsa rennibrautinni sem ég bjó til fyrir þau. Svo gaman þegar veðrið er svona milt og gott. Við erum búnað fá svo góðan vetur þetta árið það er mikill snjór og oftast nær gott veður. Við fórum svo suður í dagsferð með krakkana og fórum með þau í krakkahöllina í Korputorgi sem er allveg æðisleg paradís fyrir börn. Því næst var farið í Kringluna að borða og svo endað daginn á því að fara í Bíó. Það var svo sannarlega þess virði að fara suður og sjá þessa miklu gleði sem skín úr andlitunum á krökkunum þegar þau fá útrás í þessum köstulum. Embla Marína. Víi svo gaman....... Þessi ofurkastali er já svona skuggalega hár eins og hann virðist og það er mesta furða að þau fóru öll í hann eins og ekkert væri og komu á fleygiferð niður meira segja Freyja litla hún allveg týnist þarna við að láta sig hafa það að klifra upp. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér af þessu öllu.
Flettingar í dag: 316 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188505 Samtals gestir: 69640 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is