Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2016 Desember

31.12.2016 03:26

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Kæru vinir Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum kærlega fyrir heimsóknirnar
og kommenntin á liðnu ári og vonum að þið haldið áfram samfylgninni á nýju ári.
Mér finnst líka bara svo frábært að fá heimsóknir og kommennt inn á síðuna það gerir 
bloggið svo miklu meira spennandi og skemmtilegra og gefur manni innblástur að
blogga meira. Takk kærlega fyrir það kæru vinir og megi gleði og hamingja umvefja
ykkur yfir hátíðarnar.

Við höfum haft það frábært yfir jólin haft nóg að gera í fjárhúsunum. Ég sá mest megnis
um að hleypa til sjálf og við gerum það upp á gamla mátann og leitum með hrút og svo
leiðum við ærnar í einn og einn hrút. 
3 daga í röð voru 10 til 12 að ganga og það tók dágóðan tíma og ég nota líka svolítið
mikið af hrútum miðað við fjölda he he en það er bara svo gaman að sjá hvað þeir
gefa og spá og speklura í ræktuninni og hvað passar best saman.
En ég þakka þó fyrir að það var vont veður og 
bræla hjá Emil manninum mínum og þá gat ég notið nærveru hans og hjálpar við 
tilhleypingarnar því áður en hann kom til hjálpar voru dagarnir langir og erfiðir.
Því mikið átti eftir að gera heima líka í undirbúning fyrir jólin og sinna 3 orkuboltum
sem vilja alla athygli þegar maður kemur heim.


En þau bræða mann alveg með brosinu og góðmennskunni sinni þessir englar og hafa
alveg ótrúlega þolinmæði fyrir að mamma sé alltaf í fjárhúsunum.

Áttum æðislegan aðfangadag í faðmi fjölskyldunnar. 
Það eru svo fleiri myndir af jólunum hér inn í albúmi.

Jólakveðja fjölskyldan Stekkjarholti 6

31.12.2016 03:20

Hestarnir teknir inn 26 des

Við tókum hestana inn 26 des.

Krakkarnir voru alsæl yfir því.

Og tóku virkan þátt í umhirðu.

Og allir að sópa saman voða dugleg.

Auðvitað varð hestastelpan okkar að fá að fara á bak.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

31.12.2016 03:05

Jól í fjárhúsunum

Gæðablóðið hún Hrafna með Emblu vínkonu sína. 
Hún leyfir Emblu dóttur minni að klifra upp á bak á sér og kippir sér ekkert upp við það. 
Ég hef aldrei kynnst annari eins kind.

Svo fær hún að knúsa hana.

Þegar ég er að sópa er kapphlaup að klára sópa áður en þær hópast af manni og eru
enn ágengari þegar Embla er með mér eins og sjá má á þessari mynd.

Zorró er kominn í jólaskap.

Korri líka hó hó.

Mávur vildi líka fá jólamyndatöku.

Og sæta krúttið hann Kaldnasi hann fékk líka jólahúfu en Grettir vildi líka og reyndi
að stela húfunni af honum he he.

Gulla hans Sigga er líka í jólaskapi.

Meira segja Svört hans Sigga leyfði mér að skella einni jólamynd af sér.

Enda svo þetta jólablogg úr fjárhúsunum á Emblu og Hröfnu saman.

Af sæðingum að segja þá sæddi ég 16 fyrir mig. 2 fyrir Jóhönnu og 9 fyrir Sigga.
Ég notaði Bekra, Borkó, Dreka, Vin, Malla, Tinna og Burkna.
Svo núna fer spennan að magnast hvað muni halda núna á næstu dögum.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

31.12.2016 02:39

Fengitími að byrja og skreytt jólatréð

Hér er hún Embla með Hröfnu sína sem er uppáhalds kindin hennar. 
Hún kemur hlaupandi til Emblu þegar hún heyrir röddina hennar alveg einstök kind.

Svo dugleg að hjálpa mömmu sinni að gefa.

Hrafnarnir sem fylgja bænum Tungu eru oftast ekki langt frá þegar ég kem að gefa og
í þetta skipti náði ég mynd af þeim upp á fjárhúsinu.

Mávur og Ísak eru komnir til baka frá Gaul svo nú fer ég að byrja að hleypa til á fullu
núna 18 des. Fyrstu kindurnar fengu 13 des og svo byrjaði ég að sæða 15 des til 18.
Við höfum þá svona bundna og það bjargar mér alveg á fengitímanum því ég á í fullu
basli að ráða víð þessa stóra hrúta. Þeir eru bara í hestataum og ég losa þá bara þegar
ég þarf að nota þá og ekkert streð og basl að allir séu að reyna að koma í einu. Þeir
eru ekkert ósáttir við þetta heldur læra þetta strax. Ég nota svo einn hrút fyrst til að leita
og ég set á hann poka svo ég sé ekki að missa hann á ærnar sem eru að ganga he he
því stundum ræð ég ekki svo glatt við hann Korra sem ég nota til að leita með þó hann 
sé mesta gæða blóð þá hem ég hann ekki þegar blæsmandi ær er annars vegar.

Hér er Korri hann er Garra sonur hjá Sigga og er alveg gríðarlega stór hrútur.

Lambhrútarnir.

Hér er svo verið að skreyta jólatréð rosa spenningur.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

31.12.2016 02:31

4 ára afmæli Freyju Naómí

Freyja Naómí orðin 4 ára. Svo yndisleg og blíð lýsir henni best og hún er svo dugleg
þó lítil og nett sé. Hún var 4 ára 12. 12. 2016.

Svo mikil dama.

Hún fékk nánustu vini sína í afmælið og það var mjög gaman hjá þeim.

Ég bjó til nammi prinsessu köku fyrir hana.

Þær systur á leið á jólaball á leikskólanum.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af afmælinu hennar Freyju.

09.12.2016 10:50

Ásettningur hjá Óttari Blómsturvöllum

Þessi er undan Lukku og Hring.

50 kg 36 ómv 4,3 ómf 4,5 lögun 9,5 framp 19 læri.


Þessi er undan Sússu og Sokka.

45 kg 30 ómv 3,2 ómf 4,5 lögun 9 framp 18,5 læri.


Þessi er undan Dímmu og Sokka.

45 kg 31 ómv 3,4 ómf 4 lögun 8,5 framp 18 læri.


Þessi er undan Dimmu og Sokka.

45 kg 34 ómv 2,3 ómf 4,5 lögun 8,5 framp 18,5 læri.


Þessi er undan Golsu og Sokka.

51 kg 30 ómv 4,8 ómf 4,5 lögun 8 framp 18,5 læri.


Sorghyrna er undan Tinnu og Sokka.

49 kg 29 ómv 4,2 ómf 4,5 lögun 9 framp 18 læri.


Þessi er undan Nótt og Hring.

49 kg 33 ómv 3,7 ómf 4,5 lögun 9,5 framp 19 læri.

Þá eru þær upptaldar hjá honum Óttari. Glæsilegar gimbrar og fallega hosóttar.


Stórar og sterkbyggðar kindur hjá honum. Það eru svo fleiri myndir af heimsókn minni
hjá Óttari hér inn í albúmi.

04.12.2016 10:31

Ásettningur hjá Bárði og Dóru Hömrum

Þessi er 41 kg 33 ómv 2,7 ómf 4,5 lögun 9 framp 18 læri 8 ull.

Þessi er undan Kolbrá og Part.
36 kg 31 ómv 3,1 ómf 4,5 lögun 8,5 framp 18 læri 8 ull.

Þessi er undan Kornelíusi.
41 kg 28 ómv 3,1 ómf 4,5 lögun 9 framp 18,5 læri 8 ull.

Þessi er undan Hring frá Óttari held ég.
48 kg 30 ómv 3,2 ómf 4,5 lögun 9 framp 18,5 læri.

Þessi er undan Læk.
41 kg 33 ómv 2,4 ómf 4,5 lögun 8,5 framp 18 læri 8 ull.

Þessi er undan Part.
44 kg 36 ómv 1,9 ómf 5 lögun 9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull.

Þessi er frá Bergi í eigu Bárðar.
33 ómv 2,7 ómf 4,5 lögun 9 framp 18 læri 8 ull.

Þessi er undan Part.
38 kg 26 ómv 2,9 ómf 4 lögun 9 framp 18 læri 8 ull.

Þessu er undan Læk.
41 kg 29 ómv 1,7 ómf 4 lögun 9 framp 18,5 læri 8 ull.

Þessi er undan Part,
36 kg 31 ómv 2,4 ómf 4,5 lögun 9 framp 18 læri 8 ull 

Þessi er undan Læk.
45 kg 30 ómv 2,7 ómf 4 lögun 9,5 framp 19 læri 8 ull.

Þessi er undan Part.
50 kg 31 ómv 2,8 ómf 4 lögun 9 framp 18,5 læri 8 ull.

Þessi er undan Læk.
46 kg 26 ómv 4,5 ómf 3 lögun 9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull

Þessi er frá Jón Bjarna Bergi í eigu Bárðar. Held hún sé undan Kölska.
28 ómv 4,1 ómf 3,5 lögun 9 framp 17,5 læri 7,5 ull.

Mógolsa er undan Styrmi.
45 kg 26 ómv 3,8 ómf 3,5 lögun 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull.

Þessi er undan Grím.
45 kg 28 ómv 5,6 ómf 3,5 lögun 9 framp 18,5 læri 7,5 ull.

Ég vona að ég hafi komið þessu rétt upp en allavega eru stiganirnar réttar en myndirnar
af hvítu gimbrunum gætu hafa ruglast eitthvað eða verið réttar.

Þetta eru sem sagt 16 gimbrar sem Bárður og Dóra setja á og ekkert smá flottur
hópur af glæsilegum gimbrum.


Vel fylltar með falleg lærahold.

Bárður og Dóra eru með 16 og Hörður og Lauga 4 gimbrar.

Þennan hrút heimti Bárður seint og var ekki stigaður en hann er gríðalega þéttur og 
með mjög öflug læri sem ættu skilið 19 segja fróðir menn svo það verður spennandi að
sjá hvað hann gefur. Hann er ættaður undan syni Kára sæðishrút.

Þessi fallega flekkótti hrútur er í eigu Bárðar og hann fékk hann á Bergi hjá Önnu Dóru
og Jón Bjarna og hann er undan Topps dóttur og Hæng syni.
28 ómv 3,3 ómf 4 lögun 113 fótl 
8 8,5 8,5 8 9 18,5 8 8 8,5 alls 85 stig

Hérna er hvíti okkar Einbúi sem við eigum saman hann er undan Tungu og Ísak.

51 kg 36 ómv 5,8 ómf 4 lögun 108 fótl 
8 8,5 9 9,5 9 19 8 8 8 alls 87 stig.

Þessi er undan Börk sæðishrút og Gloppu frá Sigga í Tungu
Bárður keypti hann af Sigga.


Partur Klettssonur hjá Bárði. Hann er að gefa rosalega góða gerð og bara allan 
pakkann og ég ætla að fá að prófa hann núna í vetur.

Þessi er undan Kára sæðishrút og Frigg frá Mávahlíð. Bárður á hann.
Svarti lambhrúturinn er undan þessum.

Þessi er undan Vita frá Bergi og er í eigu Bárðar.

Þessi fyrirsæta forrystan hans Bárðar styllti sér vel upp fyrir myndatöku með 
fallega Kirkjufellinu í baksýn.

Ég veit að þessar lambamyndir eru að koma seint inn hjá mér en það bara drógst svo 
á langinn því talvan hrundi hjá mér. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum
fallegu gripum hjá Bárði og Dóru einnig er smá myndir af okkur fjölskyldunni af bústaða
ferð í Ölfusborgum. Svo ef þið hafið áhuga á því endilega kíkið hér í albúm

Það eru svo væntanlegar myndir af ásettningi hjá Óttari á Blómsturvöllum ég er búnað 
gera mér heimsókn til hans og taka myndir svo þær koma fljótlega inn emoticon

Takk fyrir innlitið góðir gestir .............

04.12.2016 09:43

Rollurnar teknar inn og rúningur.

Við erum löngu búnað smala rollunum heim en það vantaði 5 stykki sem við erum búnað vera
leita af á hverjum degi. Við erum búnað vera gefa þessum á kvöldin og hafðar inni en svo settar
út yfir daginn þangað til það verður tekið af þeim.

Okkur til allra hamingju þá fundum við þessar fimm sem okkur vantaði. Eina frá Sigga og fjórar
frá okkur. Þær voru að fela sig einhverstaðar inn í Búlandshöfða og ég var búnað keyra daglega
að gá af þeim og við vorum að gera okkur klár að fara ganga upp á Höfða til að fara leita af þeim
en þá sáum við þær fyrir neðan veg fyrir ofan Búlandið. Við vorum afskaplega fegin að finna þær
og rákum þær út á Tungu. Hér er Siggi að ganga á eftir þeim í Búlandshöfðanum.

Hér eru þær komnar áleiðis og eru að nálgast Mávahlíðarhelluna. 
Fjallið sem sést hér í fjarska er Ólafsvíkur Enni.

Hér er ég búnað sortera litina fyrir rúninginn.

Gummi klippari mættur til okkar að rýja. Ég var fyrst bara ein að draga í hann og ég átti fullt í 
fangi með að draga þessar stóru sem eru allar þyngri en ég en það hafðist á endanum.
Svo sem betur fer kom Bói mér til aðstoðar.

Það fer vel um þær í fanginu á Gumma.

Jóhanna á hleranum.

Bói mættur á svæðið.

Hér er búið að snyrta allar og gefa þeim á garðann og þær alveg alsælar.

Nú er spennandi tími framundan að fara dekra við þær og leggja höfuð í bleyti yfir að raða þeim
í hrútana og velja sæðis hrútana.


Hér eru stóru hrútanir okkar Zorró er að fara á annan vetur.

Mávur Blika sonur er líka að fara á annan vetur og hann er að fara í afkvæmarannsókn 
hjá Heiðu á Gaul.

Ísak Tvinna sonur er líka á öðrum vetri og er að fara í afkvæmarannsókn líka hjá Heiðu á Gaul.
Það er mikill heiður og verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.


Þetta er nú alveg yndislegt veður sem er hjá okkur núna í desember. Ég man ekki eftir eins
hlýjum vetri eins og er búið að vera núna í ár.

  • 1
Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188505
Samtals gestir: 69640
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar