Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2018 Mars

29.03.2018 23:38

Embla 7 ára 28 mars

Embla og Freyja búnað aðstoða mig við að skreyta kökuna hennar Emblu.
Við Embla fórum á páskabingó.
Og hún vann bingó og fékk páskaegg.
Gulur dagur í skólanum og leikskólanum.
Embla og Eiríkur bekkjabróðir hennar héldu 7 ára afmælin sín saman í íþróttahúsinu.
Það var grímubúninga afmæli.
Eiríkur var með angry birds köku.
Embla var með pony köku.
Embla Marína orðin 7 ára svo ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Hún er lífsglöð og full af orku
og gleði. Mikil dýramanneskja elskar hesta og kindur. Betri stúlku er ekki hægt að óska sér
við elskum hana svo endalaust mikið.
Koggi,Embla og Aníta.
Flottar prinsessur Sandra og Jenný.
Svo gaman
Svo var að opna gjafirnar.
Það var svo gaman að sjá metnaðinn í búningunum.
Embla skvísa orðinn 7 ára.
Við gáfum henni þessi föt í afmælisgjöf.
Aníta vínkona Emblu gisti hjá okkur og hér eru þær að borða morgunmat.
Messý og Pollý hundarnir hennar Maju systir eru komnir í pössun hún og Óli eru farin
til Flórída yfir páskana og aðeins fram í apríl. Hér eru stelpurnar sáttar með þær.

það eru svo fleiri myndir af afmælinu og því hér inn í albúmi.

29.03.2018 23:21

Klaufsnyrting,snjór og fleira

Uppáhalds útsýnið mitt.
Snjórinn lét aftur sjá sig.
Við þurftum að moka bilinn út.
Tókum nokkrar sem þurftu á klaufsnyrtingu að halda en við sluppum
nokkuð vel í ár þvi það voru ekki margar sem þurfti að klippa.
Emil var alveg með þetta og svo er alveg snilld að nota stólinn sem Bói bjó til.
Emil að hjálpa Einari nágranna að moka það fylltist allt í götunni hjá okkur.
Embla og Aníta með gemlingunum.
Duglegar vinnukonur Aníta,Freyja og Embla.
Benóný með gemlingunum. Það er alveg 2 vikur síðan þessar snjó myndir og þessar
myndir voru teknar ég bara var ekki búnað gefa mér tíma til að blogga. Ég er byrjuð
að vinna á leikskólanum hálfan daginn og verð það fram að sauðburði.
Við hjónin á leiðinni á árshátíið Snæfellsbæjar.

Það eru svo fleiri myndir af þessu inn í albúmi.

29.03.2018 22:23

Fyrsta hestamannamótið í reiðhöllinni í Ólafsvík

Fyrsta hestamannamótið var haldið um daginn í flottu reiðhöllinni í Ólafsvík og var góð
mæting á það bæðir af fólki og keppendum. Við skráðum bæði Emblu og Freyju á mótið
í polla flokkinn og höfðum nú meiri trú á henni Emblu okkur enda er hún miklu vanari en
Freyja en þegar við vorum komin og hún sá allt fólkið þá fraus hún Embla alveg og þorði
ekki að fara en Freyja stóð sig alveg frábærlega og kom okkur á óvart hvað hún var óhrædd
því hún hefur verið frekar smeik eftir að hún datt af baki í síðustu teymingu sem var á 
opnun reiðhallarinnar. Þetta var alveg frábær sýning hjá öllum og reiðhöllin alveg til
fyrirmyndar og svo var spiluð tónlist undir sem gerði svo skemmtilega stemmingu.
Við Freyja klárar.
Hér erum við í polla flokknum.
Selma og Ismael.
Við Freyja og Sölvi og Kári.
Hérna er Ari frá Brimisvöllum og stelpa sem er dóttir Iðunnar frá Dalsmynni. Embla hefði
getað farið með og verið alveg sjálf ef hún hefði viljað fara.
Hér er hluti af krökkunum sem tóku þátt.
Og hér eru restin og nú var komið að verðlauna afhendingunni.
Hér er Þór að gefa Ismael verðlaunapeninginn sinn.
Hér er Freyja að fá sinn.
Svo dugleg stelpa og ánægð með fyrsta peninginn sinn.
Svo flott hjá þeim og hér er Ismael að sýna mér sinn pening svo stoltur.
Hér er smá innsýn í Reiðhöllina og þarna er kaffistofan uppi.
Svo eru sæti öðru megin til að sitja.
Bjarki Steinn fékk lika að prófa.
Hér eru svo fullorðnu að sýna.
Sveinn frá Grundarfirði.
Heimir.
Snævar.
Sölvi.
Sigrún Ólafsdóttir frá Hlíð var dómari.
Hér er kaffistofan uppi.
Það var gaman að sjá Trausta og Kristmann mæta á sýninguna.
Brá stóð sig vel í kaffinu og samlokugerðinni.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.




29.03.2018 22:03

Árshátíð hjá Benóný og Emblu í skólanum

Þema árshátíðarinnar var Ávaxtakarfan.
Embla var að leika banana.
Benóný var ananas.
Benóný var líka í kórnum.
Hérna er Embla að leika.
Hérna er Benóný að leika vonda anansinn sem hann fór aðeins og djúpt í atriðið og sagði
frekar hátt setninguna sína í míkrafóninn svo allir í félagsheimilinu hrukku í kút he he.
Embla Marína búnað leika banana rosalega flott hjá henni.
Benóný Ísak ananas og hann var svo flottur.



09.03.2018 18:01

Stinga saman nefjum í bókstaflegri merkingu

Þessir voru nú aldeilis búnað stinga saman nefjum og meira til. Þeir náðu að krækja svona
heiftarlega saman hornunum og voru pikkfastir þegar Siggi kom í fjárhúsin.
Ekki nóg með það að stoðin á jötunni er líka á milli þeirra eins og sjá má á myndinni.
Hér hófst svo verkið að reyna losa þessa flækju í sundur.
Það tók nú minni tíma en við héldum að ná þeim og allt endaði vel.
Drjóli var með smá nudd eftir þetta og smá sár á eyranu.
Hér er svo Glámur og hann er aðeins meira nuddaður og rauður eftir átökin milli þeirra.
Siggi og Emil söguðu svo aðeins af hornunum á Drjóla því þau voru heldur líklegri til að festast
svona því það er svo mikill snúningur á endanum á þeim sem gerir þau auðveldara með að 
krækja sig föst í aðra hrúta.

Já allt getur skeð með þessa hrúta he he en allt er gott sem endar vel.

Við sprautuðum svo gemlingana fyrri sprautunni um daginn.

Annars er bara allt rólegt í sauðfjárræktinni og bara löng bið að bíða spennt eftir sauðburði.
  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar