Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2019 Janúar30.01.2019 17:50Janúar 2019Kæru vinir Gleðilegt nýtt ár þó seint sé og takk kærlega fyrir það gamla og innlitið á síðuna. Af sæðingum að segja þá gengu þær ekki vel í ár. Við breyttum til og leituðum á morgnana í staðinn fyrir kvöldin svo ég vil kenna því um en annars er engu um að kenna he he þetta getur bara verið svona þetta árið. 25 kindur frá okkur sæddi ég og af þeim héldu 8 og hjá Sigga sæddi ég held ég 8 og aðeins 3 héldu svo þetta var mjög lélegt ár hjá okkur í sæðingum. Við notuðum Fáfnir, Kraft, Óðinn, Guðna, Dreka, Bergsson, Máv, Anga og Borkó. Við fáum lömb úr Máv, Fáfni,Borkó,Kraft,Óðinn og Guðna. Ég fæ ekkí úr Bergsson en Siggi fær það var eitt lamb sem ég sæddi hjá honum sem hélt með honum. Þetta verður langur sauðburður því það gekk seint upp úr sæðingunum því ég sæddi frekar seint síðan gekk ein kind upp leiðinlega seint eða 16 janúar svo það verður stuð. Næsta spenna verður svo núna á næstunni þegar fósturtalningin verður. Hér er Freyja með Dröfn mömmu hans Mávs sem er á Sæðingarstöðinni. Jökull Frosti er þrílembingur undan Dröfn og Berg sæðingarstöðvarhrút og ég ætlaði að nota hann á mjög margar kindur en hann heltist á afturfót fyrir fengitímann og við sáum svo að hann hafði stungið sig á einhverju og fékk sýkingu í fótinn og við urðum að setja hann á pensilín kúr og þá lagaðist hann og ég prófaði svo að nota hann á eitt lamb og ég bíð spennt eftir hvernig þetta eina lamb sem ég fæ úr honum verður eða 2 ef hún skildi verða tvílembd. Korri Garrasonur hans Sigga hann fékk 6 kindur. Hlúnkur Mávsonur frá Sigga fékk 6 kindur. Grettir Mávsonur frá Sigga fékk 3 kindur. Askur Kaldasonur fékk 11 kindur. Kaldnasi Magnasonur fékk 7 kindur. Zezar sona sonur Dreka sæðingarstöðvarhrút fékk 15 kindur svo það eru miklar væntingar með hann. Botni hans Óttars fékk 10 kindur. Gosi frá Gumma Ólafs Bjartssonur fékk 5 kindur. Einbúi Ísakssonur fékk 1 kind og hann átti að fá aðra en það var svartur hrútur hjá Bárði sem heitir Svarti Sambó sem fékk hina. Víkingur er undan Skjöld frá Bárði og hann fékk 3 kindur. Stjóri Grettissonur frá Kristinni Bæjarstjóra fékk 6 og Svarti Péturs hans Óttars fékk 3 Svanur Mávsson fékk 4 kindur og svo fór hann í afkvæmarannsókn á Hofsstaði svo hann var bara notaður rétt í byrjun hjá okkur áður en hann fór. Þannig ef allt gengur eftir þá ættum við að fá lömb úr 19 hrútum alls með sæðingunum. Fengum frænku og frænda stelpnanna með okkur í fjárhúsin yfir hátíðarnar hér er Embla, Sunnefa, Freyja og Bergþór. Hanna Líf nágranni okkar með stelpunum okkar í fjárhúsunum. Á brennunni á áramótunum. Embla og Freyja. Freyja með Lóu sína sem er alveg einstakur karekter en er að verða of frek hún er farin að stanga í rassinn á mér þegar ég er að sópa. Embla og Feyja hjá kindunum. Hér eru gemlingarnir. Hér er Svala Partsdóttir og Lóa. Hér er Klara Svansdóttir og Rósalind. Hér er Terta og Óska Dís. Bára undan Berg og Dröfn og svo Blíða. Frostrós, Elektra,Klara og Rósalind. Randalín og Aska. Brúða og Poppý. Lóa, Harpa og Dröfn. Embla að knúsa gimbranar. Freyja að klappa þeim. Og svo dugleg að hjálpa mér að gefa. Embla og Guðjón vinur hennar komu með mér í fárhúsin. Verið að sníkja á þrettándanum Benóný aftastur og svo Freyja og Bjarki frændi þeirra. Embla og Hanna á þrettándanum. Embla og Freyja misstu báðar tönn á sama tíma í janúar. Alex og Birgitta komu í heimsókn í janúar. Og það var farið út að renna leið og snjórinn kom loksins. Allir að baka pizzu saman. Skellt í eina grettumynd. Alexander Ísar að baka. Við fórum svo til Reykjavíkur með Birgittu og Alex til foreldra sinna og skelltum okkur í bíó með þeim. Benóný svo glaður að fá að sjá spiderman í bíó. Í snjónum hjá ömmu Freyju og afa Bóa. Fallegt vetrarveður í sveitinni. Að renna inn í Mávahlíð. Benóný Ísak. Sólin skein á okkur enda æðislegt veður en það var mjög kalt. Inn í Mávahlíð. Embla og Freyja. Embla Marína, Freyja Naómí og Benóný Ísak. Ég var að sýna þeim fjárhúsið í Mávahlíð og segja þeim að þegar ég var lítil var svo mikill snjór alltaf að maður gat klifrað upp á þak og rennt sér niður en það vantar talsvert upp á það núna. Freyja að renna með dúkkuna inn í Ólafsvík. Benóný að renna líka inn í Ólafsvík. Jæja nú er ég búnað skella svona því helsta inn sem er búið að vera gerast hjá okkur
Flettingar í dag: 316 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188505 Samtals gestir: 69640 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is